Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Minni grindin tekur allt að 10 kg. Verð kr. 4.960. Stærri grindin tekur allt að 20 kg. Verð kr. 9.200. Bæði úti og inni 2 stærðir ÞURRKGRINDUR Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Lykilverslu n við Laugaveg inn frá 191 9 Áratuga þ ekking og reynsla Síðastliðinn föstudag var hafist handa við að endurreisa Franska spítalann á Fáskrúðsfirði, þegar fyrstu timb- urgrindur hússins voru settar upp á steyptri grunnhæð. Það er Minjavernd sem stendur fyrir og að verkinu en fyrirtækið Tré og steypa sem framkvæmir. Að sögn Þor- steins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar, hefur verið unnið að því að sníða grindurnar til síðustu tvo til þrjá mánuði og var áhersla lögð á að nýta eins mikið af efni og hægt var úr gamla húsinu. „Gamla húsið, eða spítalinn, eins og hann stóð á sínum tíma úti á Hafnarnesinu, var orðinn mjög illa farinn, þannig að okkur sýndist vera ákaflega lítið eftir af nýt- anlegu grindaefni. En við höfum lagt áherslu á að nýta það sem kostur er og niðurstaðan hefur nú orðið sú að maður er ágætlega sáttur við nýtnina. Það er ennþá hægt að kalla þetta gamla spítalann en ekki nýja spít- alann,“ segir Þorsteinn. Ætla að ljúka verkinu í byrjun árs 2014 Franski spítalinn var reistur á Fáskrúðsfirði fyrir um 108 árum af franska ríkinu en var tekinn niður fjöl fyrir fjöl og fluttur með bátum út á Hafnarnes árið 1939. Þar var hann nýttur sem íbúðarhús og skóli en mun, þegar hann hefur verið reistur í þriðja sinn, hýsa hótelrekstur og safn. „Öllu þessu verkefni; endurgerð spítalans, lækn- ishússins, sjúkraskýlis, kapellu og líkhúss, á að vera að fullu lokið, ásamt frágangi í kring, á útmánuðum 2014,“ segir Þorsteinn. Alls munu byggingarnar fimm telja 1.700 fermetra og hefur verið samið við Fosshótel um rekstur 26 herbergja hótels en að auki verður í húsnæðinu starfrækt safn um veiðar og sjósókn Frakka við Íslandsstrendur um 400 ára skeið, að sögn Þorsteins. holmfridur@mbl.is Morgunblaðið/Albert Kemp Grindurnar reistar Leitast hefur verið við að nýta allt efni úr gamla húsinu sem mögulega er hægt að nýta. Franski spítalinn rís á ný  Í þriðja sinn sem spítalinn er reistur  Allt nýtt sem hægt er að nýta úr gamla húsinu  Mun hýsa hótel og safn Vinna F.v. Þorsteinn Bergsson, frkvstj. Minjaverndar, og Þorsteinn Bjarnason, eigandi Trés og steypu. Sunna Dóra Möller var í gær vígð til prests í Akureyrarkirkju. Um var að ræða fyrstu prestsvígslu sr. Solveigar Láru Guðmundsdóttur, nývígðs vígslubiskups á Hólum, Vígsluvottar voru Bolli P. Bollason, Jóna Hrönn Bolladóttir, Hildur Eir Bolladóttir, Bjarni Karlsson og Svavar Jónsson. Sunna Dóra vígð til prests

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.