Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 26
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Elena Poniatowska, einn þekktasti rithöfundur Mexíkó, var nýlega hér á landi til að kynna skáldsögu sína, Jesúsa, sem komin er út í íslenskri þýðingu. Poniatowska, sem er átt- ræð, hefur skrifað skáldverk, blaða- greinar og fræðilegar bækur um samfélagsmál. Hún beinir ekki síst sjónum að mannréttindamálum og félagslegri stöðu kvenna og fá- tækra. Poniatowska hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Sagan um Jesúsu er eitt af frægustu verkum hennar og kom fyrst út árið 1969. Bókin hefur verið gefin út hátt í fjörutíu sinnum í Mexíkó og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Bókin er byggð á frásögnum fá- tækrar indjánakonu sem sagði Po- niatowsku frá erfiðu lífshlaupi sínu. Sagan er því byggð á sannsögu- legum atburðum sem Poniatowska setur í skáldlegan búning og kallar því skáldsögu. Um kynni Ponia- towsku og Jesúsu má svo lesa í eft- irmála bókarinnar, Líf og dauði Jesúsu en þar er einnig að finna ljósmyndir af hinni ómótstæðilegu Jesúsu og höfundinum. Einstakur persónuleiki „Jesúsa kunni hvorki að lesa né skrifa en hana langað mjög til að læra að lesa áður en hún dæi,“ seg- ir Poniatowska. „Hún sagði ótal sinnum að hún vildi ekki að nafn sitt kæmi fram í bókinni þannig að Jesúsa er ekki hennar rétta nafn. Vegna þess að ég var alltaf að spyrja hana spurninga sagði hún að ég skildi ekkert af því sem hún væri að segja mér. Ef ég hefði verið mannfræðingur hefði ég sennilega haft þessa bók öðruvísi, útskýrt ýmislegt í sambandi við Jesúsu og skilgreint líf hennar og rýnt ofan í fátæktina en ég kaus að gera líf hennar að skáldsögu. Ég hugsa um oft Jesúsu. Hún kenndi mér ýmislegt. Hún kenndi mér til dæmis margt um hugrekki. Hún átti ekkert og henni fannst ekki að hún ætti kröfu á að eignast hluti. Það var af kynnum mínum af henni sem ég kynntist alvörufá- tækt. Jesúsa var mjög greind og hugrökk allt fram á síðasta dag. Hún bað aldrei neinn um hjálp. Hún var afar sterk manneskja og einstakur persónuleiki.“ Þú hefur gert hana ódauðlega. „Ég vona það. Jesúsa hefur gefið mér svo margt, svo miklu meira en ég gaf henni. Það er til dæmis henni að þakka að ég fór til Íslands. Ég ferðast og held fyrirlestra og tala um Jesúsu og það eru forrétt- indi að fá að gera það og tala um allar gjafirnar sem hún gaf mér.“ Jesúsa trúði á anda og end- urholdgun. Trúir þú því sama og hún? „Á þeim tíma sem ég var að skrifa söguna trúði ég öllu sem Jes- úsa trúði. Undir það síðasta trúði hún því að hún hefði í fyrra lífi ver- ið karlmaður sem hefði komið illa fram við konur. Þess vegna hefði hún endurfæðst sem kona. Hún var mjög hörð við sjálfa sig.“ Geri það sem ég get Poniatowska, sem ólst upp við velmegun hefur alla tíð haft áhuga á kjörum fátæks fólks. Hvernig kviknaði sá áhugi? „Ég fæddist í Frakklandi. Móðir mín var mexíkósk og þegar ég flutti tíu ára gömul til Mexíkó kom mér mjög á óvart að sjá fólk ganga ber- fætt á götunni. Sem lítil stúlka í Frakklandi hafði ég aldrei séð það áður og mér var mjög brugðið. Í Mexíkó sá ég fátækt. Ég tók eftir því að fátækt fólk var fullt af skömm, það gekk nálægt gang- stéttinni eins og það vildi vera ósýnilegt. Mér fannst þetta skelfi- legt. En það var ekki bara fátækt og eymd hjá hinum vinnandi stéttum. Á heimili ömmu minnar í Mexíkó var vinnufólk sem söng við vinnu sína. Ég hugsa stundum um það að enginn syngur lengur við sinnu sína, sem mér finnst dapurlegt. Þetta vinnufólk þvoði þvottinn á steinum og þvotturinn var þurrk- aður á húsþökum. Þetta var heimur þar sem vinnufólk var á vissan hátt frjálst þótt vinna þess byggðist á þjónustu við aðra. Ef það vildi fara þá tók það fátæklegar eigu sínar, fór burt og kom aldrei aftur.“ Skrifarðu til að breyta heim- inum? „Ég hef ekki svo háleitar hug- myndir. Ég geri bara það sem ég get. Ég reyni að standa með því fólki sem aldrei er tekið tillit til og ég stend staðfastlega með fátæka fólkinu í Mexíkó.“ Fórstu að skrifa strax sem ung stúlka? „Ég var í klausturskóla þegar ég var krakki og við þurftum að skrifa ritgerðir um Jóhönnu af Örk og Napóleon. Við gáfum út skólablað sem ég skrifaði í og ég var gerð að gjaldkera. Ég hef aldrei vitað hvers vegna ég fékk það hlutverk því ég var afar slæm í reikningi. Í Mexíkó var ég svo seinna gerð að gjaldkera í hjálparsamtökum vegna þess að menn voru fullvissir um að ég myndi ekki stela úr sjóðnum. Mér finnst ekki gott að hafa verið valin í það starf af þeirri ástæðu einni.“ Poniatowska var einungis átján ára gömul þegar hún hóf starf sem blaðamaður. Seinna, árið 1979, varð hún fyrst kvenna til að fá mexí- kósku blaðamannaverðlaunin. Nýttist blaðamannareynslan við skáldsagnaskrif? „Það er sagt að ef maður vilji skrifa skáldsögu eigi maður ekki að vera blaðamaður því skriftirnar séu svo gjörólíkar,“ seg- ir hún. „Í blaðamennsku þarf mað- ur að svara fjórum spurningum: Hvað gerðist? Af hverju? Hvar? Hvenær? Þegar maður skrifar bók skrifar maður það sem maður skynjar og þarf ekki endilega að svara þessum spurningum. Í blaða- mennsku þurfa allar staðreyndir að vera réttar en í skáldskap ræður ímyndunaraflið og innsæið. En blaðamennskan er mitt fag, ég var svo ung þegar ég byrjaði í því Ég hugsa oft um Jesúsu  Elena Poniatowska rithöfundur frá Mexíkó ræðir um frægustu bók sína » Jesúsa var mjöggreind og hugrökk allt fram á síðasta dag. Hún bað aldrei neinn um hjálp. Hún var afar sterk manneskja og ein- stakur persónuleiki.“ 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 Franski kvik- myndaleikstjór- inn Michel Haz- anavicius, sá er hlaut Óskars- verðlaun í ár fyrir kvikmynd- ina The Artist, mun leikstýra kvikmyndinni In the Garden of Beasts og fer leikarinn Tom Hanks með aðal- hlutverkið í henni. Myndin mun vera afar dýr í framleiðslu og segja af sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi nasismans á árunum 1933-7, sagnfræðingnum William Dodd. Natalie Portman mun fara með hlutverk dóttur Dodds, Mörthu. Hazanavicius bárust mörg leik- stjórnartilboð frá Hollywood eftir sigurgöngu The Artist á Óskars- verðlaununum og mun hann m.a. hafa tekið að sér að leikstýra gam- anmynd sem gamanleikarinn Will Ferrell framleiðir. Hazanavicius leikstýrir Hanks Michel Hazanavicius Nóg járn á meðgöngu Hvernig er best að viðhalda járnþörf líkamans eðlilegri? Ef þú þjáist af járnskorti á meðgöngu þá þarftu að borða mikið af járnríkum mat til að leiðrétta það. Mörgum ófrískum konum finnst erfitt að borða það magn sem þarf til að hækka og viðhalda járnbirgð- um líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð, Floradix hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til að ná upp járnbirgðum líkamans hratt. Floradix inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanum ásamt C-vítamíni, ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enná upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihalda mýkjandi jurtir sem hjálpa til að halda meltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið. Mikilvægt er að nýbakaðar mæður haldi áfram að taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum járnbúskap og byggja upp orku og kraft. Því litla barnið þarfnast þess að eiga mömmu sem er full af orku og áhuga. Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.