Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 11
Ævintýri Íslenski hópurinn átti tvo frídaga í ferð sinni til Grænlands og notaði þá til að skoða sig um. dóttir en nemendurnir heita Kristján Helgi Gíslason, Bjarndís Ólöf Gísla- dóttir, Kristín Marksdóttir, Júlía Oksana Helgadóttir, Kristín Viktoría Magnúsdóttir, Hilda Björk Friðriks- dóttir, Þórdís Helgadóttir, Apríl Auð- ur Helgudóttir, Harpa Hjartardóttir, Rosemaie Huld Tómasdóttir og Vaka Björt Sóleyjardóttir. Blaðamaður hitti þau Kristján Helga Gíslason og Kristínu Marksdóttur og fékk að heyra meira frá för þeirra til Græn- lands. Skuggamyndir Reykjavíkur Kristín er 15 ára og er í Linda- skóla í Kópavogi en Kristján Helgi var að hefja nám við Menntaskólann við Sund og er 16 ára. Þau hafa bæði lengi haft áhuga á myndlist en Krist- ján Helgi hefur sótt námskeið í Myndlistaskólanum síðan síðasta haust en Kristín í tíu ár. Kristján Helgi hefur mestan áhuga á teikn- ingum og hafði lengi dundað sér við að teikna heima við en segir að skemmtilegt sé að breyta til og því hafi hann ákveðið að prófa að koma á námskeið. Honum finnist einna skemmtilegast að teikna form og það sem fyrir augu ber. Kristín teiknar, málar og leirar í bland og sækir hug- myndir í útsýni, byggingar, dýr og fleira í daglegu umhverfi. Hópurinn sem vann verkið sem sýnt var í Grænlandi hafði unnið saman sem hópur síðastliðið skólaár en fimm af hópnum voru síðan valin til að fylgja verkinu eftir. „Við komum með mjög margar hugmyndir mér datt t.d. í hug að gera gáminn að íslenskum torfbæ eða fylla hann af líkönunum af kind- um,“ segir Kristján og Kristín bætir við að fólk hafi komið með alls konar hugmyndir en loka hugmyndin hafi kviknað þegar kennari námskeiðsins Þorbjörg Þorvaldsdóttir hafi sýnt hópnum bók með skuggamyndum. Ákvað hópurinn að nota þá hugmynd til að vinna eftir og nota skugga- myndir þekktra bygginga í Reykja- vík svo sem Hallgrímskirkju og Hörpu svo fáeinar séu nefndar. Hóp- urinn hjálpaðist að og köstuðu þátt- takendur hugmyndum sínum á milli sín sem þau Kristján Helgi og Kristín segja að hafi reynst vel. Bygging- arnar voru gerðar sem lítil líkön sem klippt voru saman úr pappa eða unnin úr spýtum sem límdar voru saman en síðan var notaður klemmulampi úr IKEA til að stjórna skuggunum. Pappa-rostungur til skrauts Þátttakendur voru auk þess að vera íslenskir frá Finnlandi, Fær- eyjum, Álandseyjum og Grænlandi og voru á aldrinum 15-20 ára. Íslenski gámurinn var klæddur með viði þannig að skuggarnir nytu sín sem best og var innsetningin búin til heima fyrir en sett upp á staðnum. Margt fólk kom og skoðaði listaverk krakkanna og segja þau Kristján Helgi og Kristín fólk hafa verið áhugasamt um Ísland og margir hafi séð strax að innsetningin væri frá Ís- landi. Þá kom í íslenska gáminn mað- ur frá Kanada sem gefur þar út arki- tektablað og mun birta grein um íslenska hópinn í blaðinu. Þau Krist- ján Helgi og Kristín segja að gaman hafi verið að sjá verk nágrannaþjóð- anna og segist Kristján Helgi hafa fengið þá hugmynd frá Grænlending- unum að búa til stórt líkan af rostungi til að hafa í herberginu sínu. En gólfið í þeirra gámi var gert að hafi sem rostungahausar og ísjakar úr pappa stóðu upp úr. Þátttakendur í hátíðinni tóku einnig þátt í vinnubúðum þar sem unnið var með Babilonsturninn og átti hver þátttakandi að búa til turn og nota síðan sitt eigið nafn og vinna með það á hvítan pappakassa að vild. Alls dvaldi íslenski hópurinn á Græn- landi í fimm daga og fékk þar af tvo frídaga sem meðal annars voru nýttir til að heimsækja menningarhús Grænlendinga í Nuk og kynna sér þar sögu landsins. Þau Kristján Helgi og Kristín segja landslagið einna helst hafa komið sér á óvart og þá hafi verið mun hlýrra í veðri en þau áttu von á. „Ég bjóst við snjó en það var sól þegar við komum,“ segir Kristján Helgi. „Já, við komum út úr flugvélinni í úlpunum en síðan var 15 stiga hiti og Finnarnir úti á palli í stuttermabol,“ segir Kristín. Í vetur er framundan hjá Krist- jáni Helga að halda áfram að teikna og Kristín er á leið á leirnámskeið í Myndlistaskólanum. Þau segjast bæði staðráðin í að starfa við eitthvað listtengt í framtíðinni. Þau segja námið mjög skemmtilegt og það hafi gefið þeim öðruvísi og nýtt sjón- arhorn á listina. Ungir listamenn Íslensku krakkarnir við gáminn sem þau sýndu verkið í. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 Matgæðingar framtíðarinnar lærðu að búa til danskt smurbrauð í Nor- ræna húsinu um helgina undir styrkri leiðsögn danska matreiðslubókahöf- undarins Katrine Klinken. Kenndi hún börnum átta ára og eldri að búa til girnilegt smurbrauð í tveimur vinnu- stofum. En þær voru hluti af Barna- bókmenntahátíðinni Matur úti í mýri sem stóð yfir um helgina. Klinken kenndi börnunum að búa til smurbrauð úr einföldu og góðu hráefni svo sem rúgbrauði, kart- öflum, tómötum og káli. Einnig kenndi hún hópnum að búa til majo- nes og kann ljósmyndari Morg- unblaðsins nú þá kúnst eftir að hafa verið viðstaddur og myndað börnin sem voru áhugasöm um matargerð- ina. En námskeiðið fór fram í fallegu haustveðri í gróðurhúsi Norræna hússins. Barnabókmenntahátíðin Matur úti í mýri Morgunblaðið/Eggert Kennsla Börnin hlýða athugul á kennarann Katrine Klinken. Danskt smurbrauðsnámskeið Gott Stella Hlynsdóttir og Katla Sigurást Pálsdóttir gæða sér á smurbrauði. Vandvirk Agata Elín Stefánsdóttir. VITA er lífið Sevilla VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is 5. - 8. okt. 3 nætur Verð frá 89.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. * Verð án Vildarpunkta 99.900 kr. ÍS LE N SK A/ SI A. IS VI T 60 87 0 08 /1 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.