Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Mótmæli vegna kvikmyndarinnar „Sakleysi múslímanna“ hafa nú geis- að víða um heim í 5 daga. Alls hafa 4 mótmælendur fallið í átökunum, einn í Líbanon og þrír í Túnis. Lögreglan í Antwerpen í Belgíu handtók í gærmorgun 120 manns við mótmæli vegna kvikmyndarinnar. Mótmælendur kölluðu slagorð gegn Bandaríkjunum og lofuðu Múhameð spámann. Lögreglan í París handtók 100 manns sem höfðu safnast saman við sendiráð Bandaríkjanna í borginni til að mótmæla myndinni. Lögregla þar í landi telur flesta mótmælendur tengjast Salafistum, sem eru músl- ímskir bókstafstrúarmenn. Moha- med Moussaoui, talsmaður samtaka múslíma í Frakklandi fordæmdi mót- mælin og sagði að þátttakendur þeirra væru ekki fulltrúar allra músl- íma í landinu. „Múslímar ættu að beita löglegum og sanngjörnum að- ferðum til að verja trú sína,“ sagði Moussaoui. Al-Quaeda hvetja til mótmæla Bandarísk yfirvöld hafa ráðlagt þegnum sínum að yfirgefa Súdan og Túnis eftir árásir á sendiráð Banda- ríkjanna þar í landi. Þá eru banda- rískir ríkisborgarar varaðir við því að ferðast til þessara landa. Samtökin al-Qaeda hvetja heimsbyggðina til frekari mótmæla og aðgerða gegn Bandaríkjunum vegna myndarinnar, en að mati samtakanna er Múhameð spámaður svívirtur í myndinni.Ekki hefur opinberlega verið staðfest hverjir framleiðendur myndarinnar eru en Egyptinn Nakoula Besseley, sem búsettur er í Bandaríkjunum, var í gær yfirheyrður af lögreglu, grunaður um að hafa framleitt mynd- ina í samstarfi við kristna bókstafs- trúarmenn. Svæðissamtök Al-Qaeda á Arabíu- skaganum, AQAP, hvöttu íbúa til of- beldisaðgerða gegn sendiráðum Bandaríkjanna hvarvetna og músl- íma í vestrænum löndum til að ráðast á „allt sem tengist Bandaríkjunum“. Skemmdarverk hafa verið unnin á veitingastöðum bandarískra skyndi- bitakeðja, en einnig hefur verið ráðist að ýmsum stofnunum og fyrirtækj- um sem tengjast Bandaríkjunum. Öll spjót á Bandaríkjunum Þúsundir manna fylktu liði í mót- mælum í Pakistan í gær þar sem myndin var fordæmd. Bandarískir fánar og myndir af Barack Obama voru brennd auk þess sem gerð var krafa um að lokað yrði á samskipti landsins við Washington. Minnst 8 slösuðust í mótmælum við banda- ríska sendiráðið í hafnarborginni Ka- rachi í Pakistan í gær. Leiðtogi meintu hryðjuverkasamtakanna Jamaat-ud-Dawa ávarpaði mótmælin og krafðist þess að bandarískum embættismönnum yrði vísað úr landi og sakaði bandarísk stjórnvöld um samsæri gegn múslímum. Frekari mótmæli áttu sér stað í borginni Multan, þar sem myndir af banda- ríska kvikmyndagerðarmanninum Terry Jones voru brenndar, en Jones hefur kynnt myndina og mælt með henni á opinberum vettvangi. Blóðug mótmæli vegna kvikmyndar um múslíma  Fjórir látnir og tugir slasaðir  „Múhameð spámaður svívirtur“ AFP Heift Þúsundir manna fylktu liði í mótmælum í Pakistan í gær þar sem myndin var fordæmd. Bandarískir fánar og myndir af Barack Obama voru brennd. Þess er krafist að lokað verði á samskipti landsins við Washington. Aðför gegn Múhameð » Talið er að framleðendur myndarinnar séu lærisveinar kristins prests í Kaliforníu » Presturinn, Zakaria Botros Henein, predikar að Múhameð hafi verið samkynhneigður og barnaníðingur. » Heinen var fangelsaður í Egyptalandi fyrir að hafa áreitt múslíma og reynt að snúa þeim til kristinnar trúar. 50 manns hafa verið handteknir í Líbíu í tengslum við árásina á ræð- isskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í síð- ustu viku. Fjórir Bandaríkjamenn, þar á meðal sendiherra lands- ins í Líbíu, féllu í árásinni. Banda- ríkjamenn og Líbíumenn eru ekki sammála um hverjir voru að verki. Susan Rice, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í gær að áhlaupið væri afleiðing sjálfsprottinna mótmæla sem öfga- menn hefðu blandað sér í. Þunga- vopnum hefði verið beitt sem væru því miður of algeng í Líbíu í kjölfar byltingarinnar gegn Gaddafí. „Við sjáum ekki á þessu stigi málsins að þetta hafi verið skipulögð árás,“ sagði Rice. Augljóslega hryðjuverk Mohammed al-Megaryef, forseti líbíska þingsins, tilkynnti í dag hand- tökur 50 manna sem grunaðir væru um verknaðinn. Hann tók í annan streng en Rice og sagði að árásin hefði verið skipulögð fyrirfram af nokkrum erlendum öfgamönnum sem hefðu komið til landsins frá Malí og Alsír. „Augljóst er að ódæðið var skipulagt fyrirfram og framkvæmt af mikilli ákveðni,“ sagði al-Mefaryef. Ummæli Rice þykja varfærnisleg, en bandarísk yfirvöld höfðu áður gef- ið til kynna að árásin hefði verið fyr- irfram skipulögð. John McCain sagði að fráleitt væri að trúa því að árásin hefði ekki verið skipulögð af öfga- mönnum. „Fæstir taka með sér flug- skeytabyssur og þungavopn til mót- mæla,“ sagði hann og fullyrti að árásin hefði verið hryðjuverk. „Ef einhver er ósammála þeirri stað- reynd hunsar viðkomandi stað- reyndir málsins,“ sagði hann enn fremur. Árásin hryðjuverk eða ekki? John McCain  Árás á ræðisskrif- stofu óútskýrð Nýr formaður danska þjóðarflokks- ins vill herða reglur um innflytj- endur og loka flóttamanna- miðstöðvum. Kristian Thulesen Dahl vill einnig að svínakjöt verði aftur sett á matseðil opinberra stofnana. „Ríkisstjórn Helle Thorning- Schmidt hefur á sínu fyrsta starfsári valdið gríðarlegu tjóni í málefnum útlendinga,“ sagði Thulesen Dahl í sinni fyrstu formannsræðu. Hann hét því að kæmist Danski þjóð- arflokkurinn til valda eftir næstu kosningar yrðu gagngerar breyt- ingar gerðar á þessu sviði. „Við hefðum átt að stöðva straum innflytj- enda frá löndum utan hins vest- ræna heims,“ sagði Dahl. Við eigum að senda fólk í auknum mæli til síns heimalands, þar sem það hefur það miklu betra en hér,“ bætti hann við. DANMÖRK Heitir því að herða innflytjendalög Kristian Thulesen Mótmæli gegn Japönum voru hald- in víða um Kína í gær í kjölfar fregna þess efnis að japönsk yf- irvöld hefðu keypt eyjaklasann Senkaku í Suður-Kínahafi. Eyj- arnar hafa verið bitbein Japana og Kínverja um árabil. Báðar þjóðir gera tilkalla til klasans, sem Kín- verjar kalla reyndar Diaoyu, og hefur mikil reiði blossað upp meðal Kínverja í kjölfar fréttanna. Sex kínversk skip sigldu að eyjunum á föstudaginn og sögðu kínversk yf- irvöld að þau hefðu verið þar til að gæta laga og reglu. Japönsk yf- irvöld vildu hins vegar meina að um innrás væri að ræða og mótmæltu harðlega. Japanski fáninn var brenndur víða um Kína í gær og biðlaði Yoshihiko Noda, forsætis- ráðherra Japans, í gær til kín- verskra stjórnvalda um að öryggi japanskra ríkisborgara og fyrir- tækja yrði tryggt. KÍNA Stjórnvöld í Japan kaupa kínverskar eyjar AFP Mótmæli Mótmælendur í Peking mót- mæltu við sendiráð Japans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.