Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Hannyrðir, föndur og tómstundir föstudaginn 28.september. Þetta er tíminn til að huga að hannyrðum og föndri fyrir jólin SÉRBLAÐ Hannyrðir, föndur & tómstundir Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 24. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur Hannyrðir af ýmsu tagi.• Skartgripagerð.• Jólakortagerð.• Útsaumur.• Prjón og hekl.• Vatnslita- og olíumálun.• Bútasaumur.• Módelsmíði.• Rætt við fólk sem kennir föndur.• Rætt við þá sem sauma og selja• föndurvörur. Föndur með börnunum og þeim• sem eldri eru. Ásamt fullt af öðru spennandi• efni um föndur og tómstundir. MEÐAL EFNIS: Hanny rðir, fö ndur & tómstu ndir Til hamingju Ís- lendingar með frá- bæran árangur ís- lenskra íþróttamanna. Á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatl- aðra í London, svo nærtæk dæmi séu nefnd, kepptu glæsi- legir fulltrúar Íslands sem fönguðu athygli allrar þjóðarinnar og reyndar margfalt fleiri áhorfenda. Það er engin tilviljun að við eigum svo glæsilega íþróttamenn. Aðstaða og aðbúnaður til íþróttaiðkunar hefur stórbatnað á undanförnum árum en þótt það segi ekki alla söguna skiptir það miklu máli. En oft má gott bæta og við trúum því að Ís- lendingar geti átt enn fleiri afreks- menn – t.d. á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Meðal þess sem þarf að endurskoða er aðstoð við ungt fólk í einstaklingsíþróttum sem er að stíga sín fyrstu skref á afreka- brautinni. Kaflaskipti um tvítugt Mikil ánægja fylgir því að vera efnilegur unglingur í íþróttum. Markvissar æfingar í góðum fé- lagsskap og kannski ein eða tvær æfinga- eða keppnisferðir á ári. Þú ert ung(ur), átt framtíðina fyrir þér og hefur litlar áhyggjur á meðan foreldrarnir geta aðstoðað við að borga þessar fáu æfingaferðir sem farið er árlega. En um tvítugt verða ákveðin kaflaskil og það má segja að veruleikinn ráðist á íþróttamanninn. Þú ert fullorðinn og til þess að vera tekinn alvarlega er nauðsynlegt að leggja allt í söl- urnar. Gríðarlegur tími fer í æfing- ar og þú ferð í a.m.k. fjórar til fimm keppnis- eða æfingaferðir ár- lega sem hefur mikinn kostnað í för með sér. Komast ekki á stórmót vegna kostnaðar Á þessum tímamótum upplifa margir íþróttamenn sig mun- aðarlausa. Þeir hafa enn ekki „slegið í gegn“ en hafa þó alla burði til að gera það á stórmótum næstu ára. Félagarnir eru hættir að æfa íþróttir og samfélagið ætl- ast ekki til þess að þú eyðir of miklum tíma í eitthvert „sprikl“. Ekkert fyrirtæki vill styrkja óþekktan íþróttamann en eftir að hann hefur náð athygli keppast þau um að bendla nafn sitt við árang- urinn. Á tyllidögum keppist svo hver um annan þveran við að hampa afrekunum og hrósa íþróttamönnum fyrir að vera frá- bærar fyrirmyndir. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Það er full vinna að vera góður íþróttamaður. Oftar en ekki geta íþróttamenn ekki stundað hefð- bundna vinnu vegna æfinga svo erfitt getur verið að greiða fyrir keppnisferðir. Styrkir ÍSÍ duga í sumum tilvikum aðeins fyrir einni keppnisferð á ári. Dæmi eru um að ungir íslenskir íþróttamenn hafi þurft að hætta við að keppa á heimsmeistaramótum vegna þess að það er of kostnaðarsamt! Vert er að taka fram að samkvæmt fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru öllu íþróttastarfi í landinu ætl- aðar 385,3 milljónir úr ríkissjóði á næsta ári. Þar af fær ÍSÍ 154,2 milljónir króna sem er skamm- arlega lág upphæð en til að setja hana í samhengi fær Sinfón- íuhljómsveit Íslands 901,1 milljón árið 2013 samkvæmt frumvarpinu. En vandinn felst þó ekki aðeins í litlu fjármagni heldur einnig skorti á viðurkenningu. Íþróttamenn í námi fái stuðning Fjölmargir stunda nám jafnhliða íþróttaiðkun. Eins og gefur að skilja fylgir því ekki mikill pen- ingur og til þess að eiga rétt á full- um námslánum þarf að vera í fullu námi. Það er ekki í öllum tilvikum hægt að ætlast til þess að íþrótta- maður sem t.d. æfir af kappi fyrir heimsmeistaramót klári 30 einingar á önn til að fá fullt lán frá LÍN. Íþróttamenn eiga ekki að þurfa að fórna námi fyrir íþróttaafrek eða öfugt. Slík skammsýni á ekki heima í háþróuðu samfélagi á 21. öld. Íþróttamenn eiga að fá stuðn- ing til að sinna námi og keppni. ÍSÍ ætti t.d. að hafa heimild til að votta um að tiltekinn einstaklingur sé keppnisíþróttamaður og slíkt vott- orð gæfi handhafanum heimild til að stunda hálft háskólanám en þó á fullum námslánum hjá LÍN. Slíka tilhögun mætti útfæra þannig að aðeins þeir sem keppa fyrir Ísland á stórmótum fengju þannig passa og aðeins til eins árs í einu. Það yrði hvetjandi fyrir íþróttamennina og skólana. Sérsamböndin og ÍSÍ reyna af veikum mætti að styðja við bakið á íþróttamönnum en strúktúrinn virðist veikur og samböndin standa mörg hver höllum fæti fjárhags- lega. Þá gerist það að kostnaður við keppnisferðir lendir á sjálfum íþróttamönnunum, sem þó keppa fyrir hönd allrar þjóðarinnar, og það er algjörlega óásættanlegt. Hvers virði er það fyrir hróður, ímynd og hagsmuni Íslands að eiga afreksfólk sem vekur athygli á landi og þjóð alþjóðlegum vettvangi með glæsilegri framgöngu? Afreks- menn í íþróttum gefa þjóðinni svo mikið að það ætti að vera for- gangsatriði að standa við bakið á þeim! Atfylgi er forsenda afreka Eftir Davíð Ingason og Hjalta Geir Erlendsson »En um tvítugt verða ákveðin kaflaskil og það má segja að veru- leikinn ráðist á íþrótta- manninn. Þú ert fullorð- inn og til þess að vera tekinn alvarlega er nauðsynlegt að leggja allt í sölurnar. Davíð Ingason Höfundar hafa báðir starfað innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hjalti Geir Erlendsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Græðgi og sjálfs- elska eru orð sem ærið oft hafa komið fyrir í umræðunni hérlendis undanfarin ár og það því miður ekki að ósekju. Það er því sér- stakt fagnaðarefni þegar andstæður þess, örlæti og gjafmildi, líta dagsins ljós. Dæmi um það eru tvær veglegar gjafir frá Frakklandi sem brátt bæt- ast í safnkost sýningarinnar „Heim- skautin heilla“ í Háskólasetri Suð- urnesja í Fræðasetrinu í Sandgerði. Annars vegar er það líkan úr sel- skinni af kajak úr eigu Charcots, sennilega frá því um 1920. Hins vegar forláta líkan og nákvæm eftirlíking af rannsóknaskipinu Pourquoi Pas? smíðað af miklum völundi, Claude Acard, en hann hóf að smíða það árið 1947 og lauk við það skömmu áður en hann lést, árið 1988. Jean-Baptiste Charcot Franski heimskautafarinn, leið- angursstjórinn og læknirinn Jean- Baptiste Charcot (1867-1936) var einn þeirra merkismanna sem fyrstir könnuðu og kortlögðu haf- og land- svæðin umhverfis heimskautin í byrj- un síðustu aldar, en meðal annarra þekktra heimskautafara þessa tíma má nefna Amundsen, Scott, Norden- skjöld, Peary og Vilhjálm Stefánsson. Þekktasta skip hans var Pourquoi- Pas? – sérútbúið rannsóknaskip með þremur rannsóknastofum og bóka- safni. Í ferðum þess voru gerðar margvíslegar vísindarannsóknir sem þykja stórmerkar enn þann dag í dag. Þann 16. september 1936 lenti skip hans Pourquoi pas? í miklu og óvæntu óveðri út af Garðskaga, hraktist upp í Borgarfjörð og fórst á Hnokka út af Álftanesi á Mýrum. Alls létust 40 manns, 23 fundust látnir, 17 var saknað og fundust aldrei og einn skipverji komst lífs af. Heimskautin hella Sýningin „Heimskautin hella“ var opnuð í Háskólasetri Suðurnesja í Sandgerði 25. febrúar 2007. Sýningunni er ætlað er að varpa ljósi á ævi og starf þessa merka manns. Þar hef- ur verið leitast við að endurskapa það magn- aða andrúmsloft sem ríkti um borð í rann- sóknaskipunum á sínum tíma, en auk þess hefur verið safnað saman margvíslegum fróðleik í máli og myndum um ævi Charcots og störf. Sjá:http:// www.heimskautinheilla.is/ Tveir dýrgripir Þriðjudaginn 18. september bætast tveir dýrgripir við sýningarkostinn. Annars vegar afhendir dótturdóttir Charcots, frú Anne-Marie Vallin- Charcot, líkan af kajak sem innfæddir gáfu Charcot í einum af rann- sóknaleiðöngrunum til Grænlands á fyrri hluta 20. aldarinnar. Hins vegar verður sýningunni gefið veglegt líkan af rannsóknaskipinu Pourquoi pas? Líkanið gerði maður að nafni Claude Acard (1922–1988) sem bjó í Le Havre í Norður-Frakklandi. Eftirlif- andi eiginkona hans gefur líkanið í minningu eiginmanns síns og áhafn- arinnar á Pourquoi pas? Charcot kom margoft hingað til lands á sínum tíma, einkum á árunum 1918 til 1936, eignaðist hér fjölmarga vini og hélt góðu sambandi við þá allt þar til yfir lauk. Það er í anda þess- arar vináttu sem afkomendur hans og áhugafólk um að halda minningu hans á lofti gefa okkur Íslendinga þessa dýrgripi. Fádæma örlæti Frakka Eftir Friðrik Rafnsson Friðrik Rafnsson » Charcot kom marg- oft hingað til lands á sínum tíma, eignaðist hér fjölmarga vini og hélt góðu sambandi við þá allt til hinstu stund- ar. Höfundur er þýðandi Á því sögulega augnabliki sem við lifum höfum við engan til þess að reiða okkur á nema hvern einasta mann. Þess vegna þurfum við frelsi allra manna og kvenna undan áþján fámenn- isvalds þ.e. því feðraveldi fáfræði og kúgunar sem ógnar framtíðinni; framtíð okkar sjálfra og komandi kynslóða. Viskan er hjá hinum mörgu Allt er undir hverjum og einum komið því framtíð okkar er sameiginleg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. En framtíðin er björt vegna þess að sameiginlega eru okkur allir vegir færir. Það eina sem við getum misst er fáfræðin því viskan og þekkingin ligg- ur ekki hjá hinum fáu og valdamiklu heldur hjá hinum mörgu sem sjá til þess að heimurinn hreyfist frá degi til dags. Fólkið krefst öðruvísi heims Það sem til þarf er lítils háttar, en verður að óstöðvandi afli þegar það gerist hjá hverjum og einum samtímis. Við þurfum aðeins að vakna…… Þetta gerist ekki í einu vetfangi, þetta gerist af því að við höfum verið að rumska af svefni um alllanga hríð. Þessi svefnrof hafa birst á öllum breiddargráðum þar sem fólkið fer í gegnum óttamúrinn út á götur og torg til þess að krefjast öðruvísi heims. Fyrir allt fólkið 100% Öðruvísi heimur er mögulegur, engin völd, ekkert fyrirkomulag er sterk- ara sameinuðum vilja hinna mörgu. Þannig getur opnast ný framtíð án ofbeldis, fyrir fólkið, já en fyrir allt fólkið 100%. Einnig í þágu ráðamanna Það er ekkert sem ráðandi öfl óttast meira en að svona þróun eigi sér stað. Þess vegna mæta þau fólkinu grá fyr- ir járnum. Ráðamennirnir ættu hins vegar að geta skilið að uppreisn fólksins er líka í þeirra þágu. Núver- andi kerfi og sú einstaklingshyggja og hagvaxtarstefna sem það byggist á ógnar vistkerfinu og þar með til- veru jarðarbúa, ekki síst komandi kynslóða. Þar eru ráðamennirnir og afkomendur þeirra taldir með. Við þurfum að vakna Það er ekkert annað en jákvætt og skemmtilegt að vakna til vitundar um möguleika okkar til að umbreyta heiminum og gera hann að stað þar sem allir geta átt gott líf. Umbreyt- ing mun hins vegar ekki eiga sér stað á sama vitundarstigi og bjó til vanda- málið. Þess vegna þurfum við að vakna. JÚLÍUS VALDIMARSSON, í landsráði Húmanistaflokksins. Vöknum Frá Júlíusi Valdimarssyni Júlíus Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.