Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur lokað á sköpunarhæfileika þína um tíma svo nú verður ekki lengur við unað. Hlustaðu á innri röddina sem segir: „Ég gæti líka gert þetta“ – líka þegar það virðist ósennilegt. 20. apríl - 20. maí  Naut Það sem maður laðast að og það sem er manni gott er ekki endilega alltaf það sama. Hvað sem því líður, áttu að geyma uppgötvanir þínar innra með þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu þér ekki mislíka þótt ein- hverjir hörfi undan þegar þú sækir að þeim. Dagurinn í dag er ekki sá rétti fyrir viðræður um nokkuð þessu tengt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú mátt í engu slaka á viljirðu gott gengi áfram. Reyndu bara að orða hlutina þannig að allir skilji þig og hafi gaman af. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ímyndunarafl þitt er upp á sitt besta í dag og þú skemmtir þér konunglega við að láta hugann reika. Hugljómunin sem þú færð í morgunsárið getur enst þér allan daginn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinir (eða jafnvel samtök) koma þér til aðstoðar á einhvern hátt í dag. Þú mátt treysta því að undirmeðvitundin leiðir þig á réttar brautir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að gæta þess að grípa ekki til of ódýrra bragða til að koma málstað þínum á framfæri. Þú kemur miklu í verk og nýtur góðs af styrk annarra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur lagt hart að þér og nú er komið að því að þú getir sýnt öðrum ár- angur erfiðis þíns. Með því að vera þú sjálfur færðu íhaldssamara fólk til að fara hjá sér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert í þrasgjörnum og vits- munalegum stellingum í dag og jafnvel að leita að einhverjum til að skylmast við með andríkið að vopni. Gefðu sjálfum þér gaum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Peningamálin hafa ekki gengið sem skyldi hjá þér upp á síðkastið. Mundu að virða skoðanir annarra, líka þótt þú sért ekki sammála þeim. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vatnsberinn situr hugsanlega uppi með einhvern sem fólki í hópnum þykir „leið- inlegur“. Fylgdu góðum ráðum sterkrar konu sem þú þekkir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert opin/n fyrir fegurðinni í kring- um þig. Gættu hófs í mataræði heilsunnar vegna. Enda þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga. Álaugardaginn rifjaði ég upp íVísnahorni nokkrar stökur eftir Einar Beinteinsson frá Graf- ardal og er þar af nógu að taka. Hvítserkur heitir fallegur foss í Fitjaá skammt neðan við Eiríks- vatn, en úr Skorradal fram- anverðum liggja Síldarmannagötur yfir til Hvalfjarðar: Breiðir sig í hárri hrönn Hvítserksvoðin nýta, vefur þar í óðaönn áin dúka hvíta. Hugur Einars leitar heim til átt- haganna í Grafardal, en ég hef fyr- ir satt, að þar hafi fyrst orðið föst búseta á öndverðri 19. öld. Hlýtt var í heiðarbænum, hýsingin þótti oss góð. Hátt yfir grasbrekkum grænum sést grjótvarða, er drengur hlóð. Er við Fálkastein uppi yfirsýn næsta góð. Þar er rúst eftir fiskhúsið forna, eða fjárhús, sem bóndi hlóð. Gísli hét sá, er gerði sér griðhús fyrst í þeim dal. Yndi er að eiga þar heima við árnið og lindahjal. Einar þótti gamansamur og gat gamansemi hans birst í græsku- lausri glettni eins og þar stendur: Sigurður á þarflegt þing sem þegnar eftir taka, hefur hann kjaftinn hring í kring og hálfa leið til baka. Og þótt hann væri allra manna rímsnjallastur og hefði fullt vald á rímnaháttum jafnt sem fornum bragarháttum hafði hann líka gam- an af því að slá á strengi gömlu danskvæðanna. Þetta smákvæði minnir um margt á Sjödægru Jó- hannesar úr Kötlum: Eiríkur frá Árbæ, sá var maður knár. Sigldi hann um sjóinn, stýrði sinni ár. Eiríkur frá Árbæ sem víðkunnur er, margar hafði hann meyjarnar í gleðinni með sér. Í Smalarímum er þessi hring- henda: Til að fanga féð sem rann fjalls um vang og sveitir aftna langa átti hann einatt strangar leitir Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hlýtt var í heiðarbænum Í klípu „HANN ER ALLAVEGA FARINN AÐ SOFA VEL Á NÓTTUNNI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HALLI, ÞÚ VERÐUR AÐ FARA AÐ LÆRA AÐ TAKA ÓSIGRI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að hafa mann við fætur sér. Í VERÖLD OKKAR ERU MARGAR DÁSEMDIR. OG JÓN. STANS! HVER FER ÞAR? VINUR EÐA ÓVINUR? ÞÉR KEMUR ÞAÐ BARA EKKERT VIÐ, LJÓTI, FEITI, HEIMSKI FÁVITI! ÆTLI HANN SÉ MEÐ SLYSA- TRYGGINGU, ÞESSI?! Víkverji er ekkert. Tja, nánastekkert. Hann skilur það núna. Það var stjarneðlisfræðingurinn Neil deGrass Tyson sem leiddi Vík- verja í allan sannleikann um það. Á youtube.com eru fyrirlestrar og viðtöl við Tyson, hvar hann meðal annars útskýrir hvernig atómin sem við erum byggð úr eru að svo miklum hluta autt rými að við erum í raun ekki nema minna en 0,1% af sjálfum okkur. En Tyson bendir líka á að ef brot úr öðrum plánetum og stjörnum hefðu aldrei lent á jörðinni í árdaga hefði líf aldrei kviknað hér. Þau frumefnisatóm sem við erum gerð úr, og innihalda allt auða rýmið, koma utan úr geimnum, en eru ekki nema að hluta upprunnin á plán- etunni okkar. Þegar Víkverji horfir á stjörnu- himininn er hann því minntur á að þó hann sé ósköp lítill (og nánast ekkert) á hann efnafræðilegar ættir að rekja til stjarnanna sem voru og eru. x x x Bætum eðlisfræðingnum BrianCox í spilarann. Víkverji hefur enn ekki náð grundvallartökum á skammtaeðlisfræði, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir dr. Cox, en eitt situr þó eftir. Cox útskýrir hvernig rafeindir í hverju atómi hafa ákveðna orkuhleðslu og að engar tvær rafeindir geti haft ná- kvæmlega sömu hleðslu. Þegar ein breytist, þurfa allar aðrar að breyt- ast líka til að halda jafnvægi. Sem þýðir, ef Víkverji skilur Cox rétt, að ef honum hlýnar við að hugsa til stjarnanna sem forfeðra sinna, breytast hleðslur í tómu at- ómunum í Víkverja, og þar af leið- andi líka í stjörnunum. x x x Það má læra margt á youtube. Enþar er líka grínistinn Eddy Murphy. „Björn og kanína eru að skíta í skóginum. Björninn snýr sér að kanínunni og spyr: „Festist skít- urinn stundum í feldinum þínum?“ Kanínan segir að það komi aldrei fyrir. „Gott,“ segir björninn og skeinir sér með kanínunni.“ víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er styrkur minn og lofsöngur, hann varð mér til hjálpræðis. (Sálm. 118:14) Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Frekari upplýsingar á veislulist.is Bjóðum einnig upp á veislusal til leigu Hafðu samband og fáðu tilboð í veitingarnar þínar GÓÐ VEISLA LIFIR LENGI Steikarhlaðborð Kaffihlaðborð Tertu og tapas borð Pinnamatur Smáréttaborð Kalt borð / kjöt Kalt borð / fiskur, o.fl. Veitingaþjónusta í 35 ár Framúrskarandi matreiðsla og góð þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.