Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012
Hátíð Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá um allt land í gær í tilefni Dags íslenskrar náttúru. Hátíðarsamkoma var í Árbæjarsafni og Ljótikór lét ekki sitt eftir liggja.
Kristinn
Íslendingar tóku kristna
trú fyrir þúsund árum í
góðri sátt. Mörg önnur sam-
félög hafa búið við ófrið um
aldir vegna trúardeilna en á
Íslandi tókst okkur að ná
sátt á alþingi um trúmál
sem hefur haldið síðan, að
slepptum fáeinum árum við
lok miðalda þegar landlæg
andúð Íslendinga á yf-
irgangssömu erlendu yf-
irvaldi blandaðist inn í siða-
skiptin.
Þjóðkirkjan er miklu meira en söguleg
arfleifð okkar. Hún er lifandi veruleiki
sem snertir líf okkar flestra með einum
eða öðrum hætti alla ævigönguna. Ekki
aðeins þiggjum við þjónustu kirkjunnar á
tímamótum við skírn, fermingu, giftingu
og jarðafarir heldur sinnir kirkjan verð-
mætu starfi á sviði æskulýðsstarfs, hjálp-
arstarfs og í þágu eldri borgara. Sóknir
landsins eru um 270 talsins og án þeirra
væri þjóðfélag samkenndar og velferðar
algjörlega ólíkt því sem við þekkjum í
dag. Þá er ótalið mikilsvert starf kirkj-
unnar í þágu lista og menningarlífs.
Sóknargjöld eru hluti af
sáttmála ríkis og kirkju
Þjóðkirkjan starfar á grundvelli laga
og samninga við ríkisvaldið. Sóknargjöld
eru einu föstu tekjur kirkjunnar til að
fjármagna allt starf sitt. Allir eldri en 16
ára greiða sóknargjöld. Í samningi ríkis
og kirkju frá 1998 segir: „auk þess inn-
heimtir ríkissjóður eins og verið hefur
sóknar- og kirkjugarðsgjöld fyrir þjóð-
kirkju Íslands og innir af hendi lög-
bundnar greiðslur í Kirkjumálasjóð,
Jöfnunarsjóð sókna og Kirkjugarðasjóð“.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
ákvað að lækka þennan eina tekjustofn
þjóðkirkjunnar. Framsóknarflokkurinn
vildi standa vörð um sóknargjöldin en
ríkisstjórnarflokkarnir stóðu
á því fastar en fótunum að
skerða ætti framlög til
kirkjustarfsins. Vinstriflokk-
arnir eru ekki þekktir fyrir
örlæti gagnvart þjóðkirkj-
unni.
Órjúfanlegur hluti
af grunnstoðum
þjóðarinnar
Í fyrstu málsgrein 62. gr.
stjórnarskrár lýðveldisins
segir um þjóðkirkjuna: „Hin
evangelísk lúterska kirkja
skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal
ríkisvaldið að því leyti styðja hana og
vernda.“ Þarna undirstrika grunnlög
þjóðarinnar mikilvægi þjóðkirkjunnar og
boða að ríkisvaldið skuli styðja og vernda
kirkjuna.
Tilburðir eru í þá átt að veikja stöðu
kirkjunnar með því að fá þjóðkirkju-
ákvæðið afnumið úr stjórnarskránni.
Framsóknarflokkurinn leggst eindregið
gegn því að hróflað sé við stöðu kirkj-
unnar í stjórnarskrá lýðveldisins. Þjóð-
kirkjan og íslenskt samfélag eru banda-
menn. Í þúsund ára sögu kristni á Íslandi
hefur trúin verið kynslóðunum styrkur og
kirkjustarfið samfélagsstoð. Við eigum að
sýna þjóðkirkjunni þá virðingu sem henni
ber og getum kinnroðalaust gert það án
þess að í nokkru sé hallað á þá sem búa
að annarri sannfæringu en þeirri kristnu.
Eftir Ásmund Einar
Daðason
» Þjóðkirkjan er meira en
söguleg arfleifð okkar,
hún er lifandi veruleiki sem
snertir líf okkar flestra með
einum eða öðrum hætti alla
ævigönguna.
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundur er alþingismaður
Framsóknarflokksins.
Bandalag þjóðkirkju
og íslensks samfélags
Formaður VG missti sig í um-
ræðum á Alþingi um stefnuræðu
forsætisráðherra í síðustu viku
þegar hann vék skyndilega frá
skrifuðum og æfðum texta ræðu
sinnar og opinberaði draum sinn
um að takast mætti að einangra
Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu
kosningar.
Þar lýsti hann því að allir flokkar
og flokksbrot ættu að taka höndum
saman um að halda Sjálfstæðis-
flokknum frá völdum á næsta kjör-
tímabili hvað sem það kostaði því
flokkurinn þyrfti á enn frekari pólitískri end-
urhæfingu að halda.
Ófyrirleitni
Um þessar mundir mælist Sjálfstæðisflokk-
urinn með upp undir 40% fylgi í skoðanakönn-
unum á meðan VG er kringum 10% og aðrir með á
bilinu 3% til 20%. Með afstöðu sinni afhjúpaði for-
maðurinn grímulaust virðingarleysi sitt gagnvart
lýðræðinu og viðurkenndi það að valdagræðgi er
hreyfiaflið í pólitískri sýn hans. Vert er að vekja
athygli fólks á þeim ófyrirleitnu viðhorfum for-
manns VG að rétt sé að einangra þann flokk sem
langflestir kjósendur vilja. Ef lýðræði virkar, þá á
að mynda ríkisstjórnir í samræmi við það fylgi
sem fellur á flokka og framboð. Engin önnur leið
er boðleg. Verði niðurstöður næstu kosninga í
samræmi við skoðanakannanir nú blasir við
hvernig eðlilegt væri að standa að stjórn-
armyndun.
En valdasókn þessa fólks er með þeim hætti að
það getur ekki leynt þessum andlýðræðislegu
kenndum sínum eins og fram kom þegar Stein-
grímur J. Sigfússon missti sig í sjónvarpsumræð-
unum í síðustu viku.
Var 18 ár úti í kuldanum
Hann sagði þá að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti á
pólitískri endurhæfingu að halda á næsta kjör-
tímabili utan ríkisstjórnar enda nægði
honum yfirstandandi kjörtímabil ekki
til þess. Nú er rétt að staldra við því
enginn núverandi stjórnmálamaður á
Íslandi hefur aðra eins reynslu á því
sviði og einmitt Steingrímur J. Sigfús-
son. Hann var úti í kuldanum í heil 18
ár! Hann var í samfelldri stjórnarand-
stöðu frá árinu 1991 til 2009 – og það
þurfti efnahagskreppu á Vestur-
löndum sem leiddi til bankakreppu og
hruns á Íslandi til þess að hann kæm-
ist að nýju í ráðherrastól. Eftir 18 ár
úti í nepjunni komst hann inn eftir að
hrunið hafði dunið yfir.
Hann hafði 18 ár til að fara í gegnum pólitíska
endurhæfingu. Hvernig tókst til? Dæmi nú hver
fyrir sig. En ég tel að sporin hræði. Hann kom til
baka inn í ríkisstjórn pólitískt kalinn á hjarta og
það hefur sett svip sinn á störf hans.
Nokkrum dögum síðar sagði Björn Valur Gísla-
son, þingmaður VG, það í óspurðum fréttum að
hann myndi alls ekki ljá máls á því að mynda
stjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosn-
ingar.
Ef niðurstaða kosninganna verður í líkingu við
skoðanakannanir bendir margt til þess að um-
ræddur Björn þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af
þessu. Það muni ekki koma til hans kasta að
mynda ríkisstjórn með einum eða neinum enda
eru ágætar líkur á því að hann nái ekki endur-
kjöri. Flest bendir til þess að Alþingi mundi lifa
þann missi af.
Eftir Helga Magnússon
» Steingrímur hafði 18 ár til að
fara í gegnum pólitíska end-
urhæfingu. Hvernig tókst til?
Dæmi nú hver fyrir sig. En ég tel
að sporin hræði.
Helgi
Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Þegar pólitísk
endurhæfing snýst
upp í andhverfu sína