Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 23
messuþjónn í Bústaðakirkju um
skeið.
Með hugann við gróður alla tíð
Guðmundur hefur haft áhuga á
gróðri og ræktun frá því hann man
eftir sér: „Ég tók upp á því sjálfur að
rækta grænmeti heima þegar ég var
tólf ára og síðan var ég að bjástra við
þetta öll unglingsárin. Fyrst var
þetta aðallega áhugi á grænmet-
isræktun en síðar kom áhuginn á
blóma- og trjárækt.
Ég hef alltaf haft þennan áhuga á
gróðri og ræktun og ég stend mig að
því að vera stöðugt að lesa í gróður,
hvenær sem er og hvar sem er,
hvort heldur ég er í þéttbýli eða
óbyggðum.
Ég hef einnig haft gaman af
stangveiði án þess að vera með dellu
í þeim efnum. Svo ferðumst við hjón-
in töluvert en okkar uppáhalds-
staður er Aðalvík í Sléttuhreppi en
þangað á konan ættir að rekja.“
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 17.9. 1983,
Sigríði Helgu Sigurðardóttur, f.
14.4. 1963, framkvæmdastjóra. For-
eldrar hennar: Sigurður Ingvar
Jónsson, f. á Sæbóli í Aðalvík 23.1.
1927, fyrrv. iðnaðarmaður, og Dýr-
finna H.K. Sigurjónsdóttir, f. í
Reykjavík 5.7. 1931, ljósmóðir. For-
eldar Sigurðar Ingvars voru Jón S.
Hermannsson, bóndi á Læk í Að-
alvík, og Elinóra Guðbjartsdóttir
húsfreyja.
Foreldrar Dýrfinnu voru Sigurjón
Jónsson og Elínborg Tómasdóttir.
Börn Guðmundar og Sigríðar
Helgu eru Andri Guðmundsson, f.
3.2. 1986, tæknimaður í London en
unnusta hans er Agnes Wilde; Gyða
Guðmundsdóttir, f. 26.5. 1990, nemi í
viðskiptatengdri ferðamálafræði í
Kaupmannahöfn; Elinóra Guð-
mundsdóttir, f. 25.1. 1993, nemi við
VÍ; Guðný Guðmundsdóttir, f. 17.9.
1996, nemi í MH.
Systkini Guðmundar eru Guð-
björg Vernharðsdóttir, f. 28.2. 1956,
bókari, búsett í Reykjavík; Sig-
urgrímur Vernharðsson, f. 7.1. 1958,
d. 9.8. 1992; Jóhanna Katrín
Vernharðsdóttir, f. 13.11. 1964,
matreiðslumaður, búsett í Reykja-
vík; Eiríkur Vernharðsson, f. 30.5.
1968, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Guðmundar: Vern-
harður Sigurgrímsson, f. í Holti 23.1.
1929, d. 5.2. 2000, bóndi í Holti í
Stokkseyrarhreppi, og Gyða Guð-
mundsdóttir, f. 19.12. 1932, hús-
freyja í Holti.
Úr frændgarði Guðmundar Vernharðssonar garðyrkjufræðings
Ingimar Guðmundsson
b. á Efri-Reykjum í Biskupstungum
Ingibjörg Guðmundsdóttir
húsfr. á Efri-Reykjum
Þórður Halldórsson
sýsluskrifari í Hrauntúni
Ólafía Þórarinsdóttir
húsfr.
Ingibjörg Grímsdóttir
af Bergsætt
Jón Þorkelsson
b. á Jarlsstöðum í Bárðardal
Jóhanna Katrín Sigursturludóttir
húsfr. á Jarlsstöðum
Guðmundur
Vernharðsson
Vernharður Sigurgrímsson
b. í Holti í Stokkseyrarhreppi
Gyða Guðmundsdóttir
húsfr. í Holti
Guðbjörg Þórðardóttir
húsfr.
Guðmundur Ingimarsson
verkam. í Biskupstungum
Unnur Jónsdóttir
húsfr. í Holti
Sigurgrímur Jónsson
oddv., búfr. og kennari í Holti
Jón Jónsson
oddviti í Holti
Garðyrkjumaðurinn Guðmundur með skóflu í hendi að færa til tré.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012
Ólafur Finsen læknir fæddist íReykjavík og ólst þar upp ígamla pósthúsinu við Póst-
hússtræti við Austurvöllinn í
Reykjavík. Hér er ekki átt við póst-
húsið sem enn stendur á horni Aust-
urstrætis og Pósthússtrætis, heldur
enn eldra pósthús, Pósthússtræti 11
sem stóð þar sem nú er Hótel Borg.
Það hús var reist af Hallgrími
Scheving, yfirkennara við Bessa-
staðaskóla, árið 1847, eftir að skól-
inn flutti til Reykjavíkur. Húsið er
enn til, var fyrst flutt í Skerjafjörð,
1930, en stendur nú við Brúnaveg í
Laugarásnum, uppgert og vel við
haldið. Ólafur var bróðir Vilhjálms
Finsen, stofnanda og fyrsta ritstjóra
Morgunblaðsins. Þeir voru synir Ole
Peter Ólafsson Finsen, póstmeistara
í Reykjavík, og Hendrikke Andreu
Móritzdóttur Finsen f. Biering.
Ole Peter var bróðir Hannesar
Christian Steingríms Ólafssonar
Finsen, landfógeta og amtmanns í
Færeyjum, föður Níelsar Ryberg
Hannessonar Finsen, læknaprófess-
ors í Kaupmannahöfn sem rannsak-
aði áhrif sólarljóss á mannslíkam-
ann, en hann fékk Nóbelsverðlaun í
læknisfræði árið 1903.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá
Lærða skólanum í Reykjavík, emb-
ættisprófi í læknisfræði frá Lækna-
skólanum í Reykjavík og fór náms-
ferð til Kaupmannahafnar. Hann
starfaði fyrst á sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn en var lengst af héraðs-
læknir á Akranesi, á árunum 1909-
39. Þá var hann stöðvarstjóri Land-
símans á Akranesi á árunum
1909-19.
Ólafur sinnti fjölda trúnaðarstarfa
á Akranesi, sat í skólanefnd Ytri-
Akraneshrepps, var héraðsfulltrúi
Garðasóknar, sat í hreppsnefnd
Ytri-Akraneshrepps 1904-10 og í
stjórn Hjúkrunarfélags Akraness
frá stofnun 1922-39. Þá sinnti hann
félagsmálum íþróttahreyfingar á
Akranesi. Hann var kjörinn heið-
ursfélagi Rauða kross Íslands, heið-
ursfélagi Íþróttafélagsins á Akra-
nesi og heiðursborgari
Akraneskaupstaðar.
Ólafur lést 10.10. 1958.
Merkir Íslendingar
Ólafur Oles-
son Finsen
100 ára
Sigríður Fanney Isaksen
85 ára
Kristín Þórðardóttir
Páll Sveinsson
80 ára
Árni F. Ólafsson
Guðjón Guðmundsson
Guðrún Erla Bjarnadóttir
Sigurður Þorsteinsson
Sólborg Ingunn
Matthíasdóttir
75 ára
Anna Kristín Elísdóttir
Birgir Björnsson
Erlingur Helgi Einarsson
Ferdinand Alfreðsson
Georg Jón Karlsson
Hrafnhildur Hallgrímsdóttir
Jóhannes Sverrisson
Ragnhildur Jóhannsdóttir
Sigríður Þ. Bjarnadóttir
Stefán Jóhann Sigurðsson
Svavar Þór Sigurðsson
70 ára
Bára Benediktsdóttir
Erna Steinsdóttir
Guðríður Elíasdóttir
Jón Bjarni Jóhannesson
60 ára
Alda J.
Skarphéðinsdóttir
Annabella
Albertsdóttir
Anna Björnsdóttir
Dagbjört Jóna
Bragadóttir
Dagný Emilsdóttir
Elínborg Bogumila
Óskarsson
Guðmundur Bjarni
Gunnarsson
Jóhanna S
Hermannsdóttir
Kjartan Jarlsson
María Francisca Biscarra
María Guðbjörg
Guðfinnsdóttir
Siggeir Ingólfsson
50 ára
Adolf Adolfsson
Guðmundur
Vernharðsson
Gunnar Björn
Gunnarsson
Henný Sigríður
Gústafsdóttir
Hilmar Þór Jónsson
Magnús Baldursson
Óðinn Helgi Jónsson
40 ára
Andreea Vasi
Eyrún Ósk Sigurðardóttir
Hlín Gylfadóttir
Kristín Hrönn
Þorbjörnsdóttir
Pétur Wilhelm Jónasson
Jensen
Tracy Vita Horne
Wojciech Posala
30 ára
Anna Cegielko
Guilhem Loic Marin
Jófríður Þorvaldsdóttir
Linnet
Kristina Petraitiené
Lilja Rut Jensen
Lubova Cvetkova
Monika Urszula Smoter
Teitur Ingvi Hafþórsson
Yves Christian M. Le Derff
Til hamingju með daginn
30 ára Málfríður vann í
fiskvinnslu og er nú hús-
freyja í Bolungarvík.
Maki: Sigurður Kjartan
Hálfdánarson, f. 1980,
sjómaður.
Börn: Bernódus, f. 2000;
Guðrún Freyja, f. 2005;
Ólafur Hafsteinn, f. 2007;
Sveinbjörg Frigg, f. 2010,
og óskírður, f. 2012.
Foreldrar: Rósa Guðrún
Linnet, f. 1958, fisk-
vinnslukona, og Þorvaldur
Þórðarson, f. 1953, bóndi.
Málfríður
Þorvaldsdóttir
30 ára Eygló ólst upp á
Sauðárkróki, lauk prófi í
viðskiptafræði frá HR og
er nú í fæðingarorlofi.
Maki: Heimir Sverrisson,
f. 1980, sjómaður.
Börn: Elísabet Ásgerður,
f. 2005; Björg Glóa, f.
2010; óskírð, f. 2012.
Foreldrar: Óttar Bjarkan
Bjarnason, f. 1955, d.
2009, bakarameistari, og
Guðrún Ásgerður Sölva-
dóttir, f. 1955, starfsm.
við Borgarleikhúsið.
Eygló Þóra
Óttarsdóttir
30 ára Júlíana ólst upp í
Reykjavík, Bíldudal og á
Patreksfirði, lauk stúd-
entsprófi frá MH og
stundar nú nám á
menntavísindasviði HÍ.
Börn: Viktor Óli Eiríksson
Smith, f. 2006, og Anna
Linda Eiríksdóttir Smith,
f. 2008.
Foreldrar: Sigtryggur
Árni Ólafsson, f. 1963, bif-
reiðastj., og Linda J. And-
ersen, f. 1964, starfsm.
hjá Toyota-umboðinu.
Júlíana
Sigtryggsdóttir
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem
hefur hafið göngu sína í Morgun-
blaðinu. Þar er meðal annars sagt
frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæð-
ingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Við getum mælt með Parador
harðparketi á heimili og verslanir
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!