Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 7. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  217. tölublað  100. árgangur  SMURBRAUÐ AÐ HÆTTI DANSKRA BREGST EKKI EINN ÞEKKTASTI RITHÖFUNDUR MEXÍKÓ FÉ REKIÐ AF FJALLI OG DREGIÐ Í DILKA ELENA PONIATOWSKA 36 FJÖR Í RÉTTUM 12-13MATGÆÐINGAR 11 Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fjárrekstur Fé sem bjargað var af Þeista- reykjum var rekið til byggða á laugardag.  „Það eru afföll víða, sums staðar mjög mikil,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, um fjár- skaða af völdum óveðursins í síð- ustu viku. Hann sagði vitað að einhver hundruð fjár hefðu tapast og taldi að sú tala ætti eftir að hækka. Svo virðist sem snjó sé ekki að taka upp til fjalla. Þórarinn sagði að fjárskaðar hefðu orðið allt frá Kelduhverfi í austri og vestur í Húnavatnssýslu. Hann taldi líklegt að afföll yrðu einna mest í Mývatnssveit, á Þeista- reykjum, Reykjaheiði og í aust- anverðum Bárðardal. Hann hafði einnig heyrt af afföllum í Húna- vatnssýslu og Skagafirði og á 1-2 bæjum í Vaðlaheiði í Eyjafirði. Þá hefði fé tapast á Flateyjardal. „Við eigum allir eftir að fara í aðrar göngur. Ætli veruleikinn blasi ekki við okkur þá,“ sagði Þór- arinn. „Þá held ég að margir verði raunsæir á hvað er í gangi. Ég held að það sé alveg ljóst að afföll verði óumflýjanleg.“ gudni@mbl.is »6 Veruleikinn mun blasa við eftir aðrar fjárleitir Stjórn fiskveiða » Greinargerð trúnaðar- mannahóps um breytingar á fiskveiðistjórnarfrumvarpinu var lögð fram í atvinnuvega- nefnd sl. fimmtudag. » Björn Valur Gíslason, Einar K. Guðfinnsson, Kristján L. Möller og Sigurður Ingi Jó- hannsson skipuðu hópinn. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, telur að niðurstaða trúnaðarmannahóps stjórnmálaflokka um stjórn fiskveiða sé ekki bindandi við endurskoðun fiskveiðifrumvarpsins. Fara þurfi yfir niðurstöðuna en mikið vanti á að heildarsamkomulag hafi náðst í hópn- um. Magnús Orri Schram, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við RÚV á laugardag að greinargerðin væri ekki grundvöll- ur að samkomulagi á milli flokkanna um breytingar á fiskveiðistjórn. Einar K. Guðfinnsson alþingismað- ur, sem sat í trúnaðarmannahópnum, sagði oddvita stjórnarflokkanna hafa gefið afdráttarlausa yfirlýsingu í sumar um að það sem næðist sam- komulag um í hópnum yrði lagt til grundvallar frumvarpi um stjórn fisk- veiða í haust. Aðspurður hvort ekki hefði verið átt við heildarsamkomulag sagði Ein- ar að það hefði verið borin von að ná því. „Markmið vinnunnar í vor var að sjá hvort hægt væri að fækka ágrein- ingsefnunum sem uppi voru um stjórn fiskveiða. Það tókst með þess- ari vinnu,“ sagði Einar. „Við náðum ekki saman um ýmsa veigamikla efn- isþætti, en það breytir ekki því að það sem við náðum saman um er ríkis- stjórnin, samkvæmt yfirlýsingu for- ystumanna hennar, skuldbundin til að leggja til grundvallar nýju fiskveiði- stjórnunarfrumvarpi.“ Ágreiningur um gildi álits  Atvinnuvegaráðherra telur að niðurstaða trúnaðarmannahóps stjórnmálaflokk- anna sé ekki bindandi við endurskoðun frumvarpsins um stjórn fiskveiða MSegir álit ekki bindandi »6 Morgunblaðið/Kristinn Sprenging Krafturinn í sprengingunni var svo mikill að hlutir úr íbúðinni, sem er á jarðhæð, þeyttust tugi metra og milliveggur í henni hrundi. Maður liggur þungt haldinn og í lífs- hættu á gjörgæsludeild Landspítal- ans eftir að mjög öflug sprenging varð í íbúð hans á jarðhæð við Of- anleiti um klukkan 11 í gærmorgun. Skv. heimildum Morgunblaðsins er talið að um gassprengingu hafi verið að ræða en þetta hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglu. Ósprunginn gaskútur fannst í íbúðinni en talið er að gas hafi sloppið úr kútnum og rannsakar lögregla með hvaða hætti það bar að. Haukur Þorgeirsson var heima með sjö mánaða gömlum syni sínum í gærmorgun. Hann býr á þriðju hæð í húsinu, beint fyrir ofan íbúðina þar sem sprengingin varð. „Ég hafði ekki orðið var við neitt, lykt eða eld eða hljóð, þegar ég allt í einu heyri rosalegar drunur og finn titring sem stendur í kannski 2-3 sekúndur,“ segir Haukur. Sprengingin var svo öflug að glerbrot og innanstokks- munir dreifðust í um 50-60 metra radíus umhverfis húsið, m.a. yfir leikvöll þar sem börn höfðu verið að leik skömmu áður. »2 Í lífshættu eftir kröftuga sprengingu FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla í gærkvöld með því að gera 2:2 jafntefli við Stjörnumenn á gervigrasinu í Garðabæ. Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitill Hafnarfjarðarliðsins en liðið fagnaði titlinum fyrst árið 2004 og varð síðast Íslandsmeistari fyrir þremur árum. Heimir Guðjónsson er þjálf- ari FH-liðsins og er þetta í þriðja sinn sem hann gerir FH að meisturum. » Íþróttir FH-ingar Íslandsmeistarar í sjötta sinn Morgunblaðið/Kristinn  Taka á fyrstu skrefin í þá átt að laga húsaleigubætur að nýju kerfi húsnæðisbóta í frumvarpi sem væntanlegt er fyrir aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið. Velferð- arráðherra segir talað um að veita allt að 800 milljónir til að styrkja húsaleigumarkaðinn. Ekki hefur verið rætt við sveitarfélögin enn sem komið er. »16 800 millj. framlag vegna húsaleigu Rúnar Pálma- son, blaðamaður á Morg- unblaðinu, hlaut í gær fjölmiðla- verðlaun um- hverfis- og auðlinda- ráðuneytisins fyrir umfjöllun sína um akstur utan vega og umgengni við nátt- úru Íslands. Þetta er í annað sinn sem fjöl- miðlaverðlaunin eru veitt en í fyrra hlaut þau Ragnar Ax- elsson, ljósmyndari Morgunblaðs- ins. »4 Verðlaun fyrir skrif um utanvegaakstur Rúnar Pálmason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.