Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Ámeðal þeirra sem eigaverk á sýningunni á Nor-den Rundt eru 12 nem-endur Myndlistaskólans í
Reykjavík á aldrinum 13-16 ára sem
allir sóttu námskeiðið Teikning, mál-
un, grafík við skólann síðastliðinn vet-
ur. Sýningin var opnuð í Nuuk á
Grænlandi nú í byrjun mánaðar en
hún samanstendur af verkum eftir
ungmenni frá Íslandi, Færeyjum,
Grænlandi, Álandseyjum og Finn-
landi.
Sköpuðu litla veröld
Verkefnið er samstarfsverkefni
norrænu húsanna í þátttökulönd-
unum fimm og fólst í því að ungmenni
frá öllum löndunum unnu verk í flutn-
ingsgám sem merktur var með þjóð-
fána þeirra. Gámarnir voru síðan allir
fluttir til Nuuk þar sem sýningin var
opnuð og vinnubúðir haldnar fyrir
nemendur. Sýningin mun síðan
ferðast um Grænland og fara þaðan
til Helsinki, Kaupmannahafnar, Mar-
íuhafnar og Þórshafnar, en gert er
ráð fyrir að hún komi til Reykjavíkur
í apríl á næsta ári og verði sett upp
við Norræna húsið í Reykjavík á
Barnamenningarhátíð 2013.
Íslensku nemendurnir ákváðu að
gera innsetningu í gáminn sinn,
skuggateikningu af lítilli veröld eða
borg þar sem ákveðnar byggingar og
fyrirbrigði minna á Ísland. Kennari á
námskeiðinu var Þorbjörg Þorvalds-
Skuggamyndir
íslenskra bygginga
Hópur nemenda frá Myndlistaskólanum í Reykjavík tók nýverið þátt í sýningu
sem opnuð var í Nuuk á Grænlandi. Hópurinn bjó til verk sem sýnir skuggamynd-
ir þekktra bygginga í Reykjavík en hver hópur á sýningunni fékk úthlutað gámi
sem sýningarsvæði. Ungmenni frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum
og Finnland taka þátt í sýningunni sem ferðast mun um þátttökulöndin næsta ár-
ið og verða í Reykjavík í apríl næstkomandi.
Innsetning Hópar frá fimm löndum sýndu listaverk sín í gámum.
Íslenska verkið Skuggamyndir þekktra bygginga í Reykjavík.
Hún Svava er ung kona sem heldur
úti skemmtilegu og einkar fögru
matarbloggi undir slóðinni www.ljuf-
meti.com. Hún segir bakstur og elda-
mennsku vera sitt helsta áhugamál
og á blogginu heldur hún utan um
sínar gömlu uppskriftir, prófar nýjar
og segir frá og sýnir árangurinn. Hún
sækir hugmyndir meðal annars í ann-
arra matarblogg og býður fólki að
hafa samband í gegnum netfang sitt.
Svava tekur mjög fallegar myndir af
því sem hún eldar eða bakar og skipt-
ir það ekki litlu máli þegar matar-
blogg er annars vegar, að þau séu fyr-
ir augað. Enda stendur á forsíðunni
hennar: Ljúfmeti og lekkerheit. Upp-
skriftirnar eru aðgengilegar og
bloggið persónulegt, ekki aðeins um
mat heldur líka um fjölskylduna og
hversdagslífið. Allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi á blogginu
hennar Svövu.
Vefsíðan www.ljufmeti.com
Brúnar Heldur betur eru þær girnilegar þessar brúnu kökur hennar Svövu.
Ljúfmeti og lokkandi uppskriftir
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
sýnir kvikmyndina Vor í smábæ í leik-
stjórn Fei Mu. Myndin sem er frá
árinu 1948 segir frá heimili sem er
illa farið eftir stríðið. Þegar fyrrver-
andi elskhuga húsfreyjunnar ber að
garði vakna gamlar tilfinningar sem
reyna á samband hennar við eig-
inmann sinn og fjölskyldu. Myndin
hlaut ekki viðurkenningu fyrr en á 9.
áratug síðustu aldar og árið 2005 var
hún nefnd besta kínverska kvikmynd
allra tíma. Hún verður sýnd í stofu
101 í Odda á morgun, þriðjudaginn
18. sept. kl. 17. Allir eru velkomnir og
er aðgangur ókeypis
Endilega …
… sjáið Vor
í smábæ
Elskendur Svipmynd úr kvikmyndinni.
Fuglavernd skorar á veiðimenn að
virða friðun blesgæsar, nú þegar gæs-
irnar eru að streyma til landsins frá
varpstöðvum sínum á Grænlandi.
Fuglavernd skorar einnig á lög-
reglumenn og sýslumannsembætti í
Borgarfirði og á Suðurlandi að auka
eftirlit með gæsaveiðum og skoða afla
veiðimanna. Fullorðnar blesgæsir eru
auðþekkjanlegar á svörtum rákum á
kviði og hvítri blesu. Ungar blesgæsir
þekkjast frá öllum öðrum gæsum á
gulum fótum, heiðagæs og grágæs
eru með bleika fætur, svo og á rödd-
inni.
Sérstaklega vill Fuglavernd hvetja
veiðimenn sem hyggjast stunda gæsa-
veiðar á Vesturlandi og Suðurlandi til
að hafa varann á sér, en þar eru aðal-
viðkomustaðir þessarar fágætu gæs-
ar. Sérstaklega er mikil hætta á að
blesgæsir komi inn á skotvölinn þar
sem gæsir eru lokkaðar að í korn-
ökrum og stillt er upp gervigæsum.
Grágæsir og heiðagæsir á Íslandi
standa hinsvegar betur og er óhætt að
veiða nokkuð af þeim stofnum á sjálf-
bæran hátt. Fuglavernd vill einnig
hvetja veitingahúsaeigendur til að
vera á varðbergi gagnvart gæsum sem
þeim eru boðnar til kaups, að þeir séu
vel meðvitaðir um hvaða gæsir eru
friðaðar. Grænlandsblesgæsin er enn í
hættu og stofninn lítill. Því er áfram-
haldandi friðun nauðsynleg og að hún
sé virt af veiðimönnum.
Áskorun frá Fuglavernd
Veiðimönnum ber að virða
friðun blesgæsa
Blesgæsir Auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.