Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is „Það er ekkert gaman að fara um svæði sem áður voru óskemmd og ganga fram á spólför eftir einhver trylli- tæki. Akstur utan vega hefur verið og er enn vanda- mál. Það er nauðsynlegt að fjalla um það til þess að menn átti sig á afleiðingunum,“ segir Rúnar Pálma- son, blaðamaður á Morgunblaðinu, sem í gær hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins fyrir umfjöllun sína um akstur utan vega og um- gengni við náttúru Íslands. Í rökstuðningi þriggja manna dómnefndar segir að Rúnar hafi verið einkar fylginn sér í umfjöllun sinni en skrif hans um utanvegaakstur má rekja a.m.k. aft- ur til ársins 2004. Rúnar byggir skrif sín m.a. á við- tölum við landeigendur, jeppafólk, veiðimenn, ferða- þjónustufólk og fulltrúa umhverfis- og ferðafélaga og leitar jafnan eftir viðbrögðum sveitarstjórnarfólks og fulltrúa stjórnvalda. Rúnar minnir á að umfjöllun Morgunblaðs- ins um utanvegaakstur og náttúruspjöll byggist að töluverðum hluta á ábendingum og ljós- myndum frá lesendum. „Stjórnvöld hafa lengi fjallað fram og til baka um viðbrögð við ut- anvegaakstri en enn er of margt ógert. Það hefur satt að segja tekið stjórnvöld ótrú- lega langan tíma að koma regluverkinu í kringum þetta í almennilegt horf. Á end- anum eru það samt ökumennirnir sjálfir sem bera ábyrgðina,“ segir Rúnar. Morgunblaðið/Kristinn Verðlaun Rúnar Pálmason með Jarðarberið, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og María Ellingsen, formaður dómnefndar. Verðlaunagripurinn er hannaður af Finnari Arnari Arnarsyni; krækiber með Íslandi á. Ábyrgð ökumanna  Rúnar Pálmason fær fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytis fyrir umfjöllun um utanvegaakstur Ef áætlanir Bandalags íslenskra farfugla ganga eftir verður nýtt 100 rúma farfuglaheimili opnað í Banka- stræti 7 upp úr áramótum. Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Far- fugla, segir félagið hafa fundið fyrir mikilli umframeftirspurn eftir ódýr- ari gistingu í miðbænum en hann segir fyrirhugaðar skattahækkanir í ferðaþjónustunni þó tvímælalaust setja strik í reikninginn. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ef þetta verður ekki dregið til baka þurfum við að hækka verð um 20% milli ára. Og það virðast allir sjá það nema fólkið í ráðuneytinu að það er nokkuð sem gengur ekki,“ segir Markús. Hann segir fyrirætlanirnar hafa aukið á óvissu í rekstrinum. Eftirsótt staðsetning Auglýst hefur verið eftir tilboðum í breytingar á húsnæðinu, sem nú er allt að því fokhelt að sögn Mark- úsar, en það hýsti áður skrifstofur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Um er að ræða þrjár hæðir fyrir of- an verslunina Cintamani og verða 2-8 manna herbergi með salerni á annarri og þriðju hæð en móttaka, veitingasala og sameiginleg rými á fjórðu hæð. „Þetta hefur aðeins dregist vegna afgreiðslu á rekstr- arleyfum en nú er það allt komið og við vonumst til þess að geta hafið þarna rekstur í febrúar eða mars,“ segir Markús. Bandalag íslenskra farfugla, eða Farfuglar eins og það er stytt, reka farfuglaheimili á tveimur öðrum stöðum í borginni, í Laugardal þar sem eru 180 rúm og á Vesturgötu þar sem eru 70 rúm. Nokkur verð- munur er á gistingu í Laugardal og á Vesturgötu og segir Markús að verðlagningin á nýja gistiheimilinu verði meira í takt við verðið á Vest- urgötunni, þar sem staðsetningin miðsvæðis sé talsvert eftirsóttari. holmfridur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Gisting 100 rúma farfuglaheimili verður opnað í hjarta miðborgarinnar. Ódýrari gisting í miðbænum  Aukin óvissa vegna skattahækkana Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á heimili sínu í Breiðholti rétt eftir miðnætti aðfaranótt laugardags, grunaður um alvarlega líkamsárás á sambýlis- konu sína. Konan var meðvitund- arlaus þegar að var komið og var flutt á slysadeild í sjúkrabifreið. Ekki fengust upplýsingar um líðan konunnar þegar eftir því var leitað í gærkvöldi en skv. upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið rannsakað sem meiriháttar lík- amsárás. Alvarleg líkamsárás á heimili í BreiðholtiÁ Degi íslenskrar náttúru hlaut Hjörleifur Gutt- ormsson náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Hjörleifur hafi um áratugaskeið barist fyrir verndun náttúru Íslands og átti hann frum- kvæði að stofnun Náttúruverndarsamtaka Austurlands þar sem hann var formaður um níu ára skeið. Þá hafi Hjörleifur átt beina að- komu að stofnun og þróun margra helstu þjóðgarða landsins og var hann m.a. hvata- maður að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá beitti hann sér með ýmsum hætti í þágu náttúruverndar sem þingmaður og hefur einnig látið til sín taka í umhverfis- og náttúruvernd- armálum á alþjóðavettvangi. Loks er Hjörleifur höfundur fjölmargra bóka og greina um umhverfismál og íslenska náttúru. Fulltrúi náttúru og umhverfis NÁTTÚRUVERNDARVIÐURKENNING Hjörleifur Guttormsson Þjóðverjinn Pascal Krauss sem átti að vera andstæðingur Gunnars Nel- son bardagaíþróttamanns í UFC í Nottingham þann 29. september hefur þurft að segja sig frá bardag- anum vegna meiðsla sem hann hlaut við þjálfun. Í staðinn mun Gunnar mæta hin- um bandaríska Rich „The Raging Bull“ Attonito sem á 15 atvinnubar- daga að baki í MMA, þar af 5 í UFC. Attonito er það sem kallast „wrest- ler“ en Krauss er aftur á móti boxari að uppruna. Attonito er höggþungur með mikið þrek og líkamlegan styrk. Meðal hans helstu afreka er sigur á hinum brasilíska bardagakappa Rafael Sapo Natal sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu líkt og Gunnar. Sapo Natal er einn af kenn- urum Renzo Gracie skólans í New York þar sem Gunnar æfir. Hann lætur að sögn breytinguna ekki trufla sig þrátt fyrir lítinn fyrirvara, en aðeins 2 vikur eru í bardagann. Segist Gunnar þvert á móti tilbúinn í slaginn og hlakka til að takast á við þennan erfiða andstæðing. Nelson og „Tryllta nautið“  Nýr andstæðingur Gunnars í UFC Rich „The Raging Bull“ Attonito Gunnar Nelson Illugi Gunnarsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins og fyrsti þingmað- ur flokksins í Reykjavík, mun bjóða sig fram til að leiða listann áfram. Hann fagnar því að fleiri gefi kost á sér til forystu og segir komandi þingkosningar ein- ar þær mikilvægustu frá lýðveldisstofnun. Heimildir Morgunblaðs- ins herma að Guðlaugur Þór Þórð- arson þingmaður, sem var í öðru sæti í Reykjavík fyrir síðustu þing- kosningar, muni gefa kost á sér í fyrsta sætið í Reykjavík. Í síðustu viku tilkynnti Hanna Birna Krist- jánsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrver- andi borgarstjóri, að hún myndi gefa kost á sér í fyrsta sætið. „Mér var treyst fyrir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík í kosningunum 2009 á mjög erf- iðum tímum. Við höfum náð að snúa þessari vörn í sókn og ég mun auðvit- að óska eftir áframhaldandi umboði til að halda áfram með það starf,“ segir Illugi. „Auðvitað fagna ég öllum nýjum liðsmönnum sem gefa kost á sér.“ Líka þeim sem vilja leiða listann? „Já, ég fagna þeim alveg sérstaklega. Það er eðlilegt að prófkjör skeri úr um það og ég hef ríka sann- færingu fyrir því að þegar það prófkjör verður afstaðið muni koma í ljós sterkur og sigurstrang- legur listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.“ Illugi segist ekki vita hvenær prófkjörið verður haldið. „Ég á von á að það skýrist á næst- unni.“ annalilja@mbl.is Illugi og Guðlaugur Þór sækjast eftir fyrsta sæti  Þrjú vilja leiða Reykjavíkurlista sjálfstæðismanna næsta vor Illugi Gunnarsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.