Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Budapest 27. september eða 19. október í 4 nætur frá kr. 79.900.- Heimsferðir bjóða frábær sértilboð í tvær 4 nátta ferðir til Budapest. Budapest er ein fegursta borg Evrópu. Haustið er einstakur tími til að heimsækja borgina. Bjóðum örfá herbergi á völdum gististöðum á frábærum sértilboðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Kr. 79.900.- Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Marriot Courtyard **** í 4 nætur með morgunverði. Sértilboð 27. september. BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við vorum að finna hóp í skúta, flestar dauðar,“ sagði Haraldur Helgason, bóndi á Grænavatni við Mývatn síðdegis í gær. Hann var ásamt fleirum við leit að fé í Sellönd- um sunnan við Mývatn. „Það voru allavega 15 dauðar og sex eða sjö lif- andi.“ Haraldur sagði tvísýnt um líf einnar ærinnar. Hinar virtust vera í lagi. Allt var þetta fullorðið. Kind- urnar höfðu leitað vars í skúta undir kletti, síðan hafði fennt yfir og flest- ar kindurnar kafnað. Hundar þef- uðu uppi kindurnar undir snjónum. Í gær var verið að leita að full- orðnum ám í Sellöndum sem hafði verið sleppt eftir fyrstu göngur. Svæðið var smalað á laugardag og vantaði um 150 fjár eftir það. Í gær var verið að svipast um eftir fénu. Haraldur sagði veðrið sæmilegt, smá hríðarmugga af og til en ekki sérstakt skyggni. Svolítið að skríða upp „Við fundum lítið og skyggnið var ekkert sérstakt, gekk á með dimm- um éljum,“ sagði Birgir V. Hauks- son, bóndi á Hellu við Mývatn. Hann var ásamt fleirum að leita að fé við Gæsafjöll norðan við Mývatn í gær. Þeir fundu átta kindur og fluttu þær til byggða. Birgir sagði áherslu lagða á að finna fé sem væri á ferli. Þeir hafa fundið bæli í fönninni sem kindur hafa skriðið úr. „Sem betur fer er það svolítið að skríða upp. En það er klárlega eitthvað undir fönn,“ sagði Birgir. Hann sagði að kindur gætu lifað lengi undir fönn og tæki upp gæti féð skriðið úr fönninni. Í svonefndum Dölum er skógur og eru kindur að spretta undan hrísl- unum þegar þær rétta sig við. Ekki var búið að smala svæðið og áttu fyrstu göngur að vera á laug- ardag. Birgir sagði erfitt að áætla hvað margt fé hefði verið á svæðinu þegar óveðrið brast á. Búið er að fækka mikið á stærsta búinu sem venjulega átti þarna fé. Hann taldi að hann hefði átt að eiga þarna um 200 fjár en óvíst hve mikið hefði gengið þarna af aðkomufé. Birgir sagði búið að skanna allt svæðið og hefur töluverður mann- skapur farið daglega þar um síðan á miðvikudag og flutt rúmlega 200 fjár til byggða. Búið var að finna tvær dauðar ær. Birgir kvaðst vona að meira en helmingurinn af fé á svæðinu væri kominn niður. Hann kvaðst vona að ekki vantaði nema um 20 ær en óvíst hvað vantaði mik- ið af lömbum. Bæjarbúar brugðust vel við Liðsmenn úr Björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit aðstoðuðu bændur við leitir að fé bæði sunnan og norðan við Mývatn í gær. Þeir notuðu snjóbíl til leitar í Sellöndum og jeppa með stórri kerru til leitar við Gæsafjöll. Ekki viðraði sérstak- lega vel til leitar í gær, að sögn Kristjáns Steingrímssonar, for- manns Björgunarsveitarinnar Stef- áns. „Bæjarbúar brugðust vel við þótt þetta kæmi seint,“ sagði Guð- bergur Ægisson, formaður Björg- unarsveitarinnar Garðars á Húsa- vík. Þeir auglýstu á laugardag eftir fólki til fjárleitar í gær og fóru 18 manns. Leitarsvæðið var efst í Geldingadal, sem liggur niður frá Höskuldsvatni á Reykjaheiði og í átt að bænum Skarðaborg. Guðbergur sagði að bændur og aðrir heimamenn hefðu verið við leit í Geldingadal á laugardag og náð um 70 kindum upp úr sköflum á svæðinu. Ummerki sáust um all- ar þær kindur. Bændurnir óskuðu eftir aðstoð við að fínkemba alla skafla með snjóflóðaleitarstöng- um. Snjókoma var á leitarsvæðinu í gær í Geldingadal. Guðbergur sagði að engin kind hefði fundist í sköflunum á leitarsvæðinu, hins vegar fannst ein kind í skafli í hlíð- inni gegnt leitarsvæðinu. Leitar- mennirnir gengu þar um en fundu ekki fleiri kindur. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Af fjalli Fé af Þeistareykjum á leið í Hraunsrétt á laugardag. Ryðja þurfti fénu braut af afrétti vegna fannfergis. Kindur köfnuðu í skúta  Leitað var að fé á afréttum í Mývatnssveit í gær  Vont skyggni auðveldaði ekki leitina  Kindur hafa náð að brjótast úr fönn þegar snjó tekur upp Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heiðraði ís- lensku þátttakendurna á Ólympíumóti fatlaðra með sérstakri móttöku á Bessastöðum í gær. Tóku forseta- hjónin vel á móti íþróttafólkinu, fjölskyldum þess og þjálfurum en fyrri gullverðlaunahöfum og forystu Íþróttasambands fatlaðra og ÍSÍ var einnig boðið. Íþróttagarpar á Bessastöðum Morgunblaðið/Kristinn „Það liggur held ég alveg fyrir að þarna hefur orðið bótaskylt tjón samkvæmt reglum bjargráða- sjóðs,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon atvinnuvegaráðherra um afleiðingar óveðursins á Norður- landi. Umfangið verður ekki ljóst fyrr en síðar, ekki síst tjón bænda. Stjórnvöld vinna áfram að öflun upplýsinga um umfang tjónsins. „Ég geri ráð fyrir að við förum með þetta í svipaðan farveg og fyrri náttúruhamfarir, að það verði virkjaður ráðuneytisstjórahópur þannig að ráðuneytin sem að þessu koma vinni saman. Það hef- ur gefið mjög góða raun í fyrri náttúruhamförum.“ Óveðrið olli bótaskyldu tjóni HÓPUR RÁÐUNEYTISSTJÓRA VIRKJAÐUR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Æskilegt er að leggja endurskoðað frumvarp um stjórn fiskveiða fyrir Alþingi sem fyrst vegna þess hvað málið er viðamik- ið, að mati Stein- gríms J. Sigfús- sonar, atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra. Hann kveðst hafa horft til októbers í því sambandi, en vill þó ekki nefna dagsetningar um hvenær vænta megi frumvarpsins. Steingrímur sagði að fara þyrfti yf- ir niðurstöður trúnaðarmannahóps stjórnmálaflokka um stjórn fiskveiða, en hann taldi mikið vanta upp á að hópurinn hefði náð samstöðu og þannig mætti segja að staðan væri dálítið opin aftur. Í yfirlýsingu odd- vita stjórnarflokkanna við þinglok 18. júní s.l. var talað um að næðist sam- komulag í trúnaðarmannahópnum yrði það lagt til grundvallar nýju frumvarpi. Finnst Steingrími álit hópsins þess eðlis að hægt sé að styðjast við það? „Það felur í sér ákveðna kortlagn- ingu á þeim ágreiningsatriðum sem út af standa í þessum hópi. En því miður er langt í land að hægt sé að tala þar um heildarsamkomulag,“ sagði Steingrímur. Hann taldi ómögulegt að túlka orðalagið öðru vísi en svo að það væri ekki bindandi. „Þú getur ekki verið sammála um annan helminginn af máli ef þú ert svo fullkomlega ósammála um hinn helminginn. Það er ekkert hægt að líta svo á, því miður, að það sé einhver samkomulagsgrundvöllur sem hægt sé að byggja frumvarp á eða bindandi eins og hefði kannski verið í ríkari mæli ef menn hefðu náð utan um allt saman. Meðan er algjör andstaða eða fyrirvari af hálfu sumra þarna við stærð pottanna, kvótaþing o.s.frv. þá geta menn ekki bundið sig gagnvart öðru sem spilar saman við það.“ Steingrímur taldi að það yrði gagn- legt að fara yfir niðurstöðuna og nú væri hún komin á prent og lægi ljós fyrir. Málið hefði þroskast frekar en hitt, en talsvert væri enn eftir. Segir álit ekki bindandi  Of skiptar skoðanir í trúnaðarmannahópi Steingrímur J. Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.