Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist í Bentshúsi í Flatey á Breiðafirði 16. júní 1926. Hún lést á Landspít- alanum 8. sept- ember 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóhannesson frá Skáleyjum og Sig- ríður Jóhannsdóttir frá Flatey á Breiðafirði. Guð- mundur var sonur Jóhannesar Jónssonar bónda í Skáleyjum og Maríu Gísladóttur. Sigríður var Björnsson. Börn þeirra eru Krist- ín Hulda, Björn Þór og Rafn. 2) Margréti Júlíu, f. 17. 12. 1959, maki Sigurður Haukur Gíslason. Börn Margrétar eru Harpa Stein- unn, Rafn og Orri Steinar. Stjúp- dóttir er Rakel Ósk. Lang- ömmubörnin eru fimm. Kristín tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947 og lærði ensku og heimspeki við Háskóla Íslands. Kristín starf- aði lengi á skrifstofu Póst- og símamálastjóra, en síðar hjá Við- skiptaráðuneytinu sem skjala- vörður þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Kristín var mjög virk í félagsstarfi og starfaði m.a. með kvenfélaginu Hringnum í áratugi. Útför Kristínar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 17. sept- ember 2012 og hefst athöfnin kl. 13. dóttir Jóhanns Ara- sonar skipstjóra í Flatey og Valborgar Sigrúnar Jónsdóttur. Systkini Kristínar voru Jóhann Ari, f. 25.3. 1925 (hann er látinn) og María Val- borg f. 17.9. 1936, maki hennar er Við- ar S. Guðjónsson. Kristín var gift Rafni Júlíussyni framkvæmdastjóra hjá Pósti og síma. Hann lést 7. september 1997. Þau áttu tvær dætur. 1) Sigríði f. 24.10. 1954, maki Guðmundur Þór Nú hefur hún mamma okkar kvatt þennan heim eftir stutt en erfið veikindi. Hún var mamman, amman og langamman með stóra faðminn og stóra hjartað með kærleikann og blíðuna sem um- vafði okkur öll. Hún var kletturinn í fjölskyldunni sem allir leituðu til, enda alltaf fyrst til að bjóða fram hjálparhönd. Hún var stoðin og styttan og fyrirmynd okkar allra að dugnaði, jákvæðni, æðruleysi, trygglyndi, gjafmildi og heiðar- leika. Henni var alltaf hægt að treysta, allt stóð sem stafur á bók og upp á mínútu. Hún var líka ein- staklega glæsileg kona og smekk- leg, víðlesin á fjölda tungumála og mikill listunnandi. Hún var mikil félagsvera og naut þess að vera í samvistum við vini og vandamenn. Það sem gaf henni þó mest voru samvistir við börnin og barna- börnin og að fylgjast með því sem þau voru að fást við. Hún hafði mikla trú á afkomendum sínum, var svo stolt af þeim öllum og hvatti. Langömmuhlutverkið var henni einkar kærkomið og augun hennar geisluðu er hún umvafði litlu gullmolana sína. Hún var um- hyggjan holdi klædd. Mamma var fædd í Flatey á Breiðafirði og bjó þar til fimm ára aldurs þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Tengslin við Breiða- fjörð voru þó ávallt mikil og bönd- in við skyldmennin að vestan sterk. Þaðan kemur arfleifðin og þarna eru ræturnar. Heimsókn okkar með mömmu til Flateyjar sumarið 2011 er okkur minnis- stæð og dýrmæt. Þar mætti henni opinn faðmur ættingja við hvert fótmál. Mamma okkar var 86 ára þegar hún kvaddi, en hún var aldrei gömul. Hún var ung á sál og lík- ama og var alls ekki á leiðinni að kveðja þennan heim. Hún var búin að panta sér ferð um Evrópu, en daginn fyrir þá fyrirhuguðu ferð fór hún í ferðalagið langa, heim til funda við foreldra og hann pabba. Æskuheimili okkar var mikill griðastaður kærleika, friðar og ástúðar. Foreldrar okkar voru einstaklega samhent og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Þau ferðuðust mikið bæði innan- lands og um allan heim, ekki síst vegna vinnu föður okkar. Það var því mömmu mikill missir þegar pabbi féll frá, langt um aldur fram, fyrir 15 árum. En mamma lagði ekki árar í bát, hún hafði svo mikið að lifa fyrir, eins og hún sagði sjálf, hún átti okkur öll. Hún seldi húsið þeirra á Laugarásveginum og flutti í Kópavoginn nálægt okk- ur systrum. Það var mikil gæfa, því þar eignaðist hún marga vini og endurnýjaði kynni við aðra sem þar bjuggu. Hún stofnaði göngu- hóp með konum í hverfinu og fór að taka þátt í starfi eldri borgara í Digraneskirkju. Starfið í kirkj- unni og í Alfa hópnum veitti henni mikið. Starfið í kvenfélaginu Hringnum, að hitta skólasysturn- ar úr MR og brids vinkonurnar var líka fastur punktur í tilver- unni. Samferðafólk hennar úr öll- um þessum hópum hefur misst mikið. En mestur er missir þeirra sem næst henni standa. En hún mun lifa í okkur öllum og við mun- um gæta þess að arfleifðin góða flytjist áfram og að litlu lang- ömmubörnin fái að kynnast þeim góðu gildum sem hún langamma þeirra lifði eftir. Elsku mamma, hafðu þökk fyr- ir allt. Þínar dætur, Sigríður og Margrét Júlía. „Komdu nú sæll.“ Þetta var al- gengt ávarp Diddu þegar hún hringdi til okkar, en það gerði hún almennt ekki sjaldnar en daglega, stundum oftar. „Hvað segirðu þá?“ fylgdi svo gjarnan á eftir. Létt og glaðlegt. Það var hennar stíll. Tengdamamma lagði alltaf mikið upp úr því að vera í góðu sambandi við fólkið sitt, ekki síst dæturnar og nánustu fjölskyldu. Fylgdist af áhuga með því sem af- komendurnir voru að fást við, hvernig barnabörnunum gekk, og nú síðustu ár hvernig barnabarna- börnunum reiddi af. Hún var ætt- móðirin og henni var mjög í mun að hafa góða yfirsýn og halda þétt utan um hópinn sinn. Þetta var Diddu mjög mikilvægt. Best þótti henni að fá allan hópinn til sín í matar- eða kaffiboð. Engin jól og engir páskar voru fullkomnaðir nema öll fjölskyldan kæmi í heim- sókn. Svona var tengdamamma. Nú er þessi kröftuga kona horf- in á vit feðra sinna eftir skamm- vinn veikindi. Óneitanlega verða þetta mikil viðbrigði fyrir okkur sem eftir lifum. Tómarúm hefur myndast. Það verður verkefni okkar að takast á við það. Með söknuði og þakklæti kveð ég hana Diddu, ástkæra tengda- móður mína, sem alltaf hefur reynst okkur svo vel. Guðmundur Þór Björnsson. Það er ótrúlegt að Didda amma okkar sé farin frá okkur aðeins ör- fáum vikum eftir að hún veiktist. Fram að því var hún sjálfstæð, bjó ein eftir fráfall afa, keyrði sinn bíl og sá um allt sitt sjálf. Amma hefði þó aldrei viljað vera upp á aðra komin og ekki viljað fara á elli- heimili. Þrátt fyrir að vera orðin 86 ára fannst okkur aldrei að amma okkar væri gömul. Hún var ung í anda, lífsglöð og sannkölluð fjölskyldumóðir. Amma var sérstaklega góður uppalandi, og kenndi hún okkur mikið. Hún var ekki mikið fyrir að predika reglur eða lífsgildi heldur kenndi okkur með góðu fordæmi. Hún var góð fyrirmynd. Það var alltaf hægt að treysta á hana og allt stóðst sem hún sagði. Þannig var amma. Amma var einstaklega lífsglöð og lét sér því sjaldnast leiðast enda mikil félagsvera. Hún var alltaf vel til höfð og heimili hennar alltaf fallegt og snyrtilegt hvort sem það var á Laugarásveginum í gamla daga eða í Lækjarsmáran- um í seinni tíð. Góður andi var á staðnum og okkur fannst við alltaf velkomin. Faðmur ömmu var allt- af opinn. Hún var með stórt hjarta og einstaklega gjalmild. Elsku Didda amma, takk fyrir alla hlýjuna sem þú hefur umvafið okkur með og öll þau góðu gildi sem þú hefur kennt okkur. Þín barnabörn, Harpa, Rafn og Orri. Elskuleg systir og mágkona er látin og komin heim eins og hún sagði. Didda var glæsileg heims- kona. Hún og maður hennar Rafn, sá mikli heiðursmaður, áttu gott og kærleiksríkt líf saman. Þau stunduðu menningarlíf borgarinn- ar, fóru í leikhús, á tónleika og list- sýningar. Þau ferðuðust mikið, bæði innanlands og utan og urðum við hjónin þess aðnjótandi að ferðast með þeim nokkrum sinn- um. Þau áttu tvær yndislegar dætur og það var mikið áfall þegar Rafn lést langt um aldur fram eftir erfið veikindi. En fjölskyldan hélt sam- an og Didda sýndi aðdáunarverð- an dugnað. Hún seldi stóra húsið þeirra og keypti litla fallega íbúð. Didda elskaði fjölskyldu sína af öllu hjarta og fékk það margend- urgoldið. Sá uppsker eins og hann sáir átti vel við um Diddu. Samskipti fjölskyldna okkar Diddu hafa ætíð verið náin og góð. Ófáar eru ferðirnar sem við fórum út úr bænum með börnin okkar og heimsóknir voru tíðar milli heim- ila. Í Reykjavíkurferðum okkar Viðars var iðulega komið við hjá Diddu. Við fórum mikið á tónleika saman, m.a. árlega á kammertón- leika á Kirkjubæjarklaustri. Við Didda töluðum saman daglega og leitaði ég alla tíð mikið til hennar sem stóru systur. Ég mun sárlega sakna systur minnar. Megi góður guð blessa Diddu og styrkja dætur hennar og fjöl- skyldur þeirra. María (Maja) og Viðar. Kveðja frá stúdentum, út- skrifuðum úr MR 1947 Í júní 1947 úskrifuðust 72 stúd- entar úr Menntaskólanum í Reykjavík, þar af voru 16 stúlkur, 2 úr stærðfræðideild, 14 úr mála- deild. Fimmtíu árum síðar höfðu 12 úr árganginum látist. Hefur talan sú eðlilega farið smáhækk- andi og í dag kveðjum við eina stúlkuna úr máladeildinni, Krist- ínu Guðmundsdóttur, Diddu. Hún hafði kennt sér einhvers meins á síðastliðnu ári en taldi sig hafa komist yfir það. Fyrir tveimur mánuðum varð hún fárveik og lést sl. laugardag. Didda var glaðvær, lipur og sérlega greiðvikin. Hún var félagslynd og vann t.d. mikið í þágu Kvenfélagsins Hringsins og eins var hún mjög virk í tengslum við eldriborgarastarf Digranes- kirkju. Hún var útivinnandi um langt skeið bæði hjá Pósti og síma og viðskiptaráðuneytinu. Didda missti mann sinn, Rafn Júlíusson póstfulltrúa, fyrir all- mörgum árum. Þau áttu tvær dætur. Mörg undanfarin ár höfum við árgangssystur Diddu úr MR hist 6-8 sinnum á ári á einhverjum notalegum stað og snætt saman léttan hádegisverð. Þessar sam- verustundir hafa verið okkur afar kærar og mikils virði. En næst þegar við hittumst verður sæti Diddu autt. Raunar verður annað sæti einnig ófyllt, því að í vor lést önnur úr hádegishópnum, Katrín Thoroddsen, Trínsa, mjög snögg- lega. Eftirlifandi maður hennar, Guðmundur Helgason raftækni- fræðingur, er samstúdent okkar. Við vottum aðstandendum beggja þessara skólasystra okkar hina dýpstu samúð. F.h. samstúdenta, Þórdís. Kristín Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma, þú umvafð- ir okkur ást og hlýju. Takk fyrir allt. Kristín Hulda, Björn Þór og Rafn. Jón Gauti Krist- jánsson frændi okk- ar er látinn aðeins 63 ára að aldri. Við vorum systkinabörn, börn systkina sem misstu báða for- eldra sína úr spönsku veikinni í sömu vikunni, pabbi hans aðeins Jón Gauti Kristjánsson ✝ Jón GautiKristjánsson fæddist í Reykjavík 25. mars 1949. Hann lést 2. sept- ember 2012. Útför Jóns Gauta var gerð frá Foss- vogskapellu 11. september 2012. fimm og mamma okkar þriggja ára að aldri og milli þeirra var alltaf sérstakt samband af ást og kærleika. Jón Gauti og systur hans þrjár hafa líka verið okk- ur tengdari en önn- ur frændsystkin enda mikill sam- gangur á milli okkar meðan foreldrar okkar beggja héldu heimili. Jón Gauti var hjá okkur í sveit í Kolls- vík nokkur sumur og minntist þeirra tíma alltaf með gleði og mundi þá ótrúlega vel. Jón Gauti var sérstakur maður, hláturmild- ur, góðhjartaður og umhyggju- samur og hans sérgáfa voru ætt- artengsl og afmælisdagar og var ótrúlegt hvað hann hafði þetta allt á hreinu. Hann þurfti að klífa brattari brekkur en við flest á lífsleiðinni en hefur nú horfið af braut til annarra vega en við stöndum eftir og söknum hans, þá sérstaklega systur hans þrjár og nær 100 ára gömul móðir hans sem sér nú á eftir frumburði sín- um. Við frændsystkinin sendum ykkur, Kristjana, Þórdís Anna, Guðbjörg Eva og Eva frænka, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Farðu, frændi, í guðsfriði. Þórdís Todda, Jón Halldór, Ástbjörg, Hansína, Esther, Guðbjartur Ástráður, Sól- rún Anna og Trausti Ólafs- börn og tengdafólk. ✝ Móðir okkar, RÓSA SVEINBJARNARDÓTTIR, Dalalandi 8, Reykjavík, lést miðvikudaginn 12. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. september kl. 15.00. Jónína Helgadóttir, Víkingur Sveinsson, Einar Helgason, Inga Guðmundsdóttir, Kolviður Helgason, Margrét Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR, Hvassaleiti 56, lést sunnudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 18. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Magnús R. Jónasson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurrós Jónasdóttir, Ólafur G. Flóvenz, Elín Jónasdóttir, Eggert Jónasson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL G. SIGURBERGSSON, Suðurgötu 26, Keflavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 11. september. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 21. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Þroskahjálp á Suðurnesjum. Valgerður Bjarnadóttir, Bjarni Frímann Karlsson, Sólveig D. Ögmundsdóttir, Ragnar Karlsson, Þóra Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, MAIA SIGURÐARDÓTTIR sálfræðingur, er látin. Sigurður Andri Sigurðsson, Maríanna Garðarsdóttir, Kristján Garðarsson og fjölskyldur. Ástkær móðursystir okkar og stjúpmóðir, KRISTÍN S. KRISTJÁNSDÓTTIR frá Heynesi, Munkaþverárstræti 44, Akureyri, lést fimmtudaginn 13. september á Sjúkrahúsi Akureyrar. Óskar Líndal, Þórður Gíslason, Sesselja Gísladóttir, Kristín Jónsdóttir, Rudolf Ágúst Jónsson, Hermann Jón Jónsson, Karl Friedrich Jónsson, og fjölskyldur. Elsku stjúpfaðir okkar, fóstri og afi, ÓSKAR JÓHANNESSON, áður bóndi á Ási í Mýrdal, lést þriðjudaginn 11. september á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. september kl. 13:00. Sigríður Andersdóttir, Þröstur Andersson, Agnar Kolbeinsson, stjúpdætur og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.