Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi verið talsvert af-mælisbarn í gegnum tíðina. Það er yfirleitt ekki neitt stórten maður býður börnum og barnabörnum í heimsókn, bara svona fjölskylduboð,“ segir Birna Sigurjónsdóttir sem í dag fagnar 66 ára afmæli sínu. Birna, sem er kennari að mennt, eyddi helginni í bakstur en fjölskylda hennar leit til hennar í sunnudagskaffi í gær. „Ég er ekki með neina sérstaka rútínu á afmælisdaginn. Eig- inmaður minn, Jón Ólafsson, færir mér nú samt alltaf morgunmat í rúmið,“ segir Birna. Hún segir að bæði fimmtugs- og sextugs- afmælin séu minnisstæð. „Fimmtugsafmælið mitt var líklegast stærsta veislan sem ég hef haldið. Þá var félögum sem ég hafði unnið með í kennarasamband- inu og öðrum vinum og vandamönnum boðið í heimsókn. Þegar ég varð sextug buðum við hjónin börnunum okkar og barnabörnum með okkar til Króatíu og leigðum þar hús. Það er auðvitað líka mjög eftirminnilegt,“ segir hún. „Ég vinn hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar en er nú komin niður í hálft starf. Á móti því kemur hins vegar til okkar yngsta barnabarnið sem er átján mánaða, Heiðar Örn, á meðan mamma hans er að kenna. Hann er algjör gleðigjafi og gaman að fá að passa hann,“ segir Birna og tekur fram að það sé draumur allra amma og afa að fá að passa slíkan ljósgeisla. davidmar@mbl.is Birna Sigurjónsdóttir er 66 ára í dag Fékk fjölskylduna í sunnudagskaffi Sunnudagskaffi Birna segir fimmtugs- og sextugsveislurnar minn- isstæðastar. Í þeirri síðarnefndu fór fjölskyldan til Króatíu. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Selfoss Brynjar Ingi fæddist 28. des- ember. Hann vó 3.600 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Valgerður Rún Heiðarsdóttir og Bjarni Ingi- marsson. Nýir borgarar Stykkishólmur Ása Valdís fæddist 15. desember kl. 3.30. Hún vó 2.760 g og var 49 cm. Foreldrar hennar eru Re- bekka Sóley Hjaltalín og Kristján Lár Gunnarsson. G uðmundur fæddist á Sel- fossi en ólst upp í Holti í Stokkseyrarhreppi. Hann var í Grunn- skóla Stokkseyrar 1968-78, stundaði nám við Garð- yrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi 1978-80, við Iðnskólann í Reykjavik 1981, og stundaði framhaldsnám í garðyrkju í Danmörk 1999. Guðmundur hóf fyrst störf við Gróðrarstöðina Mörk 1978, starfaði þar síðan með hléum og námi. Hann og eiginkona hans festu kaup á Mörk árið 2000 og hafa starf- rækt hana síðan. Guðmundur hefur starfað í nefnd- um í Félagi garðyrkjumanna, Félagi garðplöntuframleiðenda og er gjald- keri þess frá 2000. Þá hefur hann starfað í Lútherskri hjónahelgi frá 1997. Hann hefur auk þess verið Guðmundur Vernharðsson garðyrkjufræðingur í Mörk – 50 ára Í Aðalvík Guðmundur og Sigríður með Kirfið í baksýn. Yfir á klettinn lá steinbrú sem féll fyrir nokkrum árum. Hóf ræktun tólf ára Afmælisveisla Guðmundur og Sigríður héldu upp á fimmtugsafmæli sín þann 1.9. sl. Fr.v.: Andri, Guðmundur, Sigríður, Gyða, Guðný og Elinóra. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.