Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú liggur fyr-ir að árásiná skrif-
stofur Bandaríkja-
manna í Benghazi í
Líbíu var þaulskipulögð. Þjálf-
aðir hermdarverkamenn leynd-
ust í múg sem búið var að æsa
duglega upp, að sögn vegna kvik-
myndar sem fáir þekktu til, en á
að hafa gengið á netinu, ein af
mörgum slíkum. Byrjað var að
slá þann takt í Egyptalandi og
kominn góður hiti í þau kol þegar
kom að 11 ára afmæli 11. sept-
ember 2001.
Staðan eftir að vorhreingern-
ingar hófust fyrir botni Miðjarð-
arhafs er enn þá mjög óljós.
Ákveðin skref í átt til lýðræðis
hafa verið stigin á svæðinu. Her-
lög, sem gilt höfðu í áratugi í
Egyptalandi hafa verið afnumin,
a.m.k. í orði. Nýkjörinn forseti
landsins lét reyna á formlegt
vald sitt gagnvart æðstu yf-
irmönnum hersins og herinn hef-
ur enn sem komið er látið það yf-
ir sig ganga. Talið er líklegt að
herinn muni ekki láta til skarar
skríða gegn forsetanum fyrr en
verulega hefur dregið úr vin-
sældum hans og ólga í landinu
hefur vaxið á ný. Herinn myndi
þá „neyðast“ til að grípa inn í til
að tryggja lágmarksöryggi í
landinu og um leið að fjárhags-
aðstoð Bandaríkjanna við það
haldi áfram. En í því felst einnig
vandinn. Beiti herinn of miklu
afli kynni fjárhagsaðstoðin að
gufa upp.
En púðurtunnurnar eru víðar
og um allt á þessu svæði. Ástand-
ið í Sýrlandi er eins og það hefur
verið. Hingað til hefur verið talið
útilokað að forseti
landsins hefði sigur
á uppreisn-
armönnum og undir
þá er enn mjög ýtt
af þeim ríkjum sem mest höfðu
sig í frammi í Líbíu. En Örygg-
isráð SÞ hefur ekki gefið út sitt
vottorð svo opinber atbeini
herja þessara ríkja verður að
bíða. Á meðan beitir Sýrlands-
stjórn óhikað stórvopnum sín-
um á landsmenn. Hefði Gaddafí
komist upp með slíkt sæti hann
enn. Það veit forseti Sýrlands.
Ísraelsmenn iða í skinninu
vegna Írans. Kjarnorkuvopn í
þess höndum er alvarlegasta
ógn sem Ísraelar geta hugsað
sér nú. Þeir þykjast einnig vita
að þegar Obama forseti verður
kominn úr biðilsbuxum sínum,
sem hann brúkar nú gagnvart
stuðningsmönnum Ísraels
heima fyrir, geti orðið erfitt við
hann að eiga. Og það eru aðeins
sjö vikur til kosninga.
Afganar vita að vesturveldin
telja nú líka dagana fyrir brott-
för herja frá þeim og að stjórn-
arherrarnir í Kabúl munu ekki
endast mikið lengur en þeir í
Saigon forðum. Þetta vita þeir
líka þar fyrir sunnan þá, í ein-
hverjum ógurlegasta suðupotti
svæðisins, í Pakistan.
Það varð frægt þegar Mullah
Omar, hinn eineygði lærisveinn
Osama bin Ladens og „andlegur
leiðtogi talíbana“ flúði Banda-
ríkjamenn í leigubíl. Ýmsir ótt-
ast nú að ekki þurfi að vera
langt í að Mullah Omar panti
aftur „góðan bíl“ og þá ekki hina
„góðu“ gömlu íslensku. Og hvað
er þá orðið okkar starf í …?
Púðurtunnur eru þar
á hverju strái}Ógnvænleg óvissa
Aðilar vinnu-markaðarins
hafa sýnt rík-
isstjórninni ótrú-
legt langlundargeð
í svikum hennar við
launamenn og at-
vinnurekendur.
Ríkisstjórnin hóf feril sinn á að
gera Stöðugleikasáttmála sum-
arið 2009 við aðila vinnumark-
aðarins og hefur síðan svikið
flest sem þar kom fram.
Snemma á þessu ári gerðu
Samtök atvinnulífsins at-
hugasemd við það hve mjög
vantaði upp á að loforðin hefðu
verið efnd og þá kom fram að
sjö af hverjum tíu loforðum
hefðu verið svikin, sem þýðir að
meiri árangri verður tæpast náð
á sviði svika.
Síðan hafa Samtök atvinnu-
lífsins gert frekari athuga-
semdir um svik, þannig að rík-
isstjórnin er ekki af baki dottin
í þessum efnum.
Alþýðusamband Íslands hef-
ur einnig gert athugasemdir við
ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar,
nú síðast í
tengslum við fjár-
lagafrumvarpið, en
af frumvarpinu má
sjá að ríkisstjórnin
ætlar sér að svíkja
það sem hún sagði
við gerð síðustu
kjarasamninga.
Um svikasögu ríkisstjórn-
arinnar hafði Gylfi Arnbjörns-
son, forseti ASÍ, þetta að segja í
viðtali: „En það er mikið
áhyggjuefni að fyrirheit sem
okkar fólki eru gefin í tengslum
við gerð kjarasamninga, að þau
standi ekki. Ég verð að við-
urkenna að ég þekki það bara
ekki í sögunni að það hafi gerst
svona mikið eins og núna.“
Alþýðusamband Íslands hef-
ur stundum gripið til aðgerða,
þó ekki væri nema útifundar, af
minna tilefni en því að sett sé
sögulegt svikamet. Hvernig
stendur á því að ríkisstjórnin
getur treyst því að þurfa aldrei
að fást við neitt óþægilegra en
kurteisleg andmæli frá núver-
andi forystu launamanna?
Ríkisstjórnin hefur
sloppið vel þrátt fyr-
ir að samstaða sé
um að hún hafi svik-
ið flest loforð}
Svikamet
Þ
ó að erfitt sé að ímynda sér það í
skjóli húsanna í borginni, þá er
nútímamaðurinn þrátt fyrir allt
leiksoppur náttúrunnar og á líf
sitt undir henni.
Kvikmyndin Djúpið sem forsýnd var í gær-
kvöldi minnir óþyrmilega á þessa miskunn-
arlausu staðreynd – að náttúran verði ekki
umflúin. Hún fjallar um eina af þeim stéttum
sem sækja lífsviðurværi sitt í greipar náttúr-
unnar og vel við hæfi að hún sé tileinkuð ís-
lenska sjómanninum.
Kvikmyndin Djúpið er byggð á þeim hörm-
ungaratburði þegar Hellisey VE 503 sökk við
Vestmannaeyjar og fjórir menn fórust. Ungur
sjómaður, Guðlaugur Friðþórsson, storkaði
örlögunum og synti til lands.
„Manni verður kalt af því að horfa á þessa
mynd,“ sagði einn bíógesturinn á leið út. Óhætt er að
taka undir það. En það er ekki bara kuldinn sem nístir
mann, heldur líka sorgin og þjáningin. Um leið gleðst
maður yfir lífinu og þrautseigjunni og æðruleysinu.
Og kuldinn herðir mann. Tilfinningin ekki ósvipuð því
að lesa Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, sem byggð er
á svaðilför Fjalla-Bensa í leit að kindum um hávetur. Það
verður mun bærilega að fara út í frostið og snjóinn að
skafa af bílnum eftir að hafa sett sig í spor Fjalla-Bensa
og þraukað öræfin með hundi og hrút í glórulausum hríð-
arbyl í jólamánuðinum.
„Mig langaði til að segja sögu sem myndi tengja okkur
við hver við erum og hvaðan við komum,“ sagði leikstjór-
inn Baltasar Kormákur á forsýningunni í
gær. Og merkilegt nokk, þá veit ég ekki til
þess, að gerð hafi verið íslensk kvikmynd um
sjóslys, að heimildarmyndum slepptum. Í við-
tali sem ég átti við Baltasar Kormák í Sunnu-
dagsmogganum sagði hann sjóslys stærsta
marblettinn á þjóðinni:
„Og kannski með því að segja sögu þess
sem lifir af er verið að segja sögur þeirra sem
fórust, við hvaða aðstæður menn vinna og
hversu hrikaleg lífsbaráttan er. Það er engin
saga að segja frá bát sem sekkur og allir far-
ast. Þess vegna kallar þessi atburður á
mann.“
Það þekkja allir örlagasögur af sjómönnum
fyrr á tímum eða öðrum sem glímdu við nátt-
úruna í grimmilegri lífsbaráttu. Ísland var fá-
tækasta ríki Evrópu um aldamótin 1900 og
lífsskilyrðin svo ströng um aldir að Íslendingum hafði
fjölgað lítið á þúsund árum. Það segir sína sögu að enn
gerðu menn út á árabátum og seglbátum undir lok 19.
aldar.
Þetta er forsagan að búsetu Íslendinga á þessari harð-
býlu eyju hér á norðurhjaranum og hún mótar auðvitað
veru okkar hér. Og það er mikils vert að Baltasar Kor-
mákur skuli hafa ráðist í það verk með Djúpinu, sem er
hrífandi og sterk kvikmynd, að spinna þráð milli fortíðar
og nútíðar, en úr honum er öll menning og lærdómur
þjóðarinnar ofinn. Þjóð sem týnir þeim þræði hefur tap-
að áttum.
pebl@mbl.is
Hver erum við?
Pistill
Pétur
Blöndal
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
L
jóst er að umtalsverðar
breytingar verða á
stuðningi hins opinbera
við heimilin vegna hús-
næðiskostnaðar á
næsta ári. Gefið er til kynna í fjár-
lagafrumvarpi næsta árs að stigið
verði fyrsta skrefið í átt að nýju hús-
næðisbótakerfi í samræmi við til-
lögur starfshóps sem skilaði tillögum
sínum í maí sl. Það er þó ekki útfært
nánar í frumvarpinu að öðru leyti en
því að boðað er að veittur verði einn
milljarður í tengslum við nýjar hús-
næðisbætur. Hópurinn lagði til að
teknar yrðu upp húsnæðisbætur í
stað vaxta- og húsaleigubóta, þar
sem stuðningur miðist við fjöl-
skyldustærð.
Í greinargerð fjárlagafrum-
varpsins er þó tekið fram að þetta
krefjist tæknilegs undirbúnings og
verði ekki komið á með skjótum
hætti. Á meðan sé því áformað að
greiða út vaxtabætur árið 2013 með
líku sniði og verið hefur. Þær hafa
farið lækkandi að undanförnu.
Fulltrúar í starfshópnum af
hálfu samtaka á vinnumarkaði sem
rætt var við segjast ekki hafa átt
neinn þátt í undirbúningi breyting-
anna frá því að hópurinn skilaði til-
lögum sínum í vor og erfitt sé að lesa
úr fjárlagafrumvarpinu hvaða
áfangabreytingar verða gerðar á
næsta ári en flest bendi til að meg-
ináherslan verði lögð á stuðninginn
við leigjendur, enda sé það í sam-
ræmi við tillögurnar.
Tímabundið framlag til sér-
stakra vaxtaniðurgreiðslna vegna
húsnæðislána fellur niður á næsta ári
enda áttu þessar niðurgreiðslur ein-
göngu að standa yfir í tvö ár. Hér er
um umtalsverðar fjárhæðir að ræða.
Alls fengu 97.301 sérstaka vaxtanið-
urgreiðslu við álagningu skattsins í
sumar, sem nam þá 5,7 milljörðum.
Veita á rúma 12 milljarða í
vaxtabætur og vaxtaniðurgreiðslur á
næsta ári samanborið við 17,3 á
þessu ári. Vaxtabætur sem eru tekju-
tengdar hafa dregist saman að und-
anförnu, bæði vegna þess að vaxta-
gjöld hafa minnkað og tekjur fólks
aukist og farið upp fyrir tekjumörk-
in. Þörfin fyrir aðstoð við að koma
sér upp húsnæði er þó mikil og einn
viðmælandi sem rætt var við fullyrðir
að sennilega hafi sjaldan verið erf-
iðara fyrir fólk að leggja upp í þá veg-
ferð að eignast sína fyrstu íbúð en í
dag, ekki síst vegna þess hversu
þrengt hefur að á lánamarkaðinum.
T.a.m. hefur verið tekið fyrir láns-
veðin sem auðvelduðu mörgum að
fjármagna sín fyrstu kaup o.s.frv.
Gunnar Axel Axelsson, aðstoð-
armaður velferðarráðherra, segir að
fyrirhugaðar breytingar verði nánar
útfærðar á milli fyrstu og annarrar
umræðu um fjárlagafrumvarpið.
Stefnt sé að því að við innleiðingu
þessara breytinga verði byrjað á
málefnum leigjenda og á stuðning-
urinn að ná til fleiri sem eru á leigu-
markaðinum en gert er í dag. Gunnar
á von á að niðurstaðan með tillög-
unum liggi fljótlega fyrir.
Guðbjartur Hannesson velferð-
arráðherra sagði við fjárlagaumræð-
una á Alþingi sl. fimmtudag að við út-
færslur þessa þyrfti samkomulag við
sveitarfélögin. Ekki væri rætt um að
hækka húsaleigubætur á kostnað
vaxtabóta í fyrstu skrefum heldur
myndu menn halda vaxtabótunum en
reynt yrði að stíga fyrstu skrefin. Í
frumvarpinu er talað um einn millj-
arð vegna innleiðingar þessara
breytingar en í máli Guðbjarts kom
fram að menn væru að tala um allt að
800 milljónum eða þar um bil, sem
gæti komið inn til þess að styrkja
húsaleigumarkaðinn.
Breyttur stuðningur
vegna húsnæðisins
Morgunblaðið/Ómar
Breytingar Megin áhersla stjórnvalda á stuðning við heimili vegna hús-
næðiskostnaðar verður nú lögð á breytingar á húsaleigubótum á næsta ári.
Halldór Halldórsson, formað-
ur sambands ísl. sveitarfé-
laga, segir sambandið lengi
hafa viljað að húsaleigubætur
og vaxtabætur renni inn í eitt
kerfi sem verði á vegum rík-
isins. Tillögur nefndarinnar
séu í fullri sátt við samband
sveitarfélaga.
„Svo sér maður í fjárlaga-
frumvarpinu að þar er gert
ráð fyrir kostnaðaraukningu
en maður áttar sig ekki alveg
á hvaða skref á að stíga og
það erum við bara að sjá í
fjárlagafrumvarpinu. Það hef-
ur ekkert verið rætt við okk-
ur,“ segir hann.
Um yrði að ræða kerf-
isbreytingu þar sem því fjár-
magni sem sveitarfélögin
hafa fengið í gegnum Jöfn-
unarsjóð til húsaleigubóta
yrði þá bara skilað til rík-
isins.
Yrði á könnu
ríkisvaldsins
EKKI VERIÐ RÆTT VIÐ
SVEITARFÉLÖGIN