Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Aukin harka hefur færst í deilur á milli leikjafyrirtækjanna Electronic Arts og Zynga. Átökin hófust í síð- asta mánuði þegar Electronic Arts, EA, höfðaði mál og sakaði Zynga um að hafa hermt eftir leikjaumhverfi Sims-leikjanna vinsælu í lífhermi- leiknum The Ville. Sims-leikjaröðin er þróuð af Max- is leikjasmiðjunni, sem heyrir undir Electronic Arts. Sims-leikirnir eru með vinsælustu leikjum fyrr og síð- ar. Er t.d. Sims 2 frá árinu 2004 mest seldi PC-leikur allra tíma og hefur selst í yfir 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Árið 2008 höfðu yfir 100 milljón eintök af leikjum í Sims-serí- unni verið seld. Frumsamið eða stolið? Að sögn tækniritsins Techcrunch þykir EA sem Zynga hafi greinilega hermt eftir Facebook-leiknum Sims Social, en um er að ræða einfaldaða útgáfu af hinum hefðbundna Sims- leik. Þykir EA svo margt vera líkt með leikjum Maxis og Zynga að varla sé hægt að greina þar á milli. Zynga þvertekur fyrir þetta og segir The Ville byggjast á áralangri þróun og sækja efnivið í fjöldamarga aðra leiki Zynga til þessa s.s. YoVille, CityVille og CastleVille. Þvert á móti þykir Zynga að nýi EA leik- urinn SimCity Social sé furðulíkur Zynga-leiknum Cityville. Nýjasta útspilið kemur svo úr her- búðum Zynga, sem síðdegis á föstu- dag kærði EA fyrir að beita ólög- mætum samkeppnishamlandi brögðum til að hinda Zynga í að ráða til sín fyrrverandi starfsmenn EA. Zynga hefur tekist að laða til sín nokkra hátt setta EA-liða. Þannig náði Zynga að krækja í EA stjórn- andann Mark Pincus og markaðs- manninn Jeff Karp á síðasta ári en reyndar eru þeir báðir horfnir á brott í dag, að því er Wall Street Jo- urnal greinir frá. Lækkandi hlutir flækja málin Zynga hefur átt í basli með að halda í stjórnendahóp fyrirtækisins vegna lækkandi hlutabréfagengis. Hefur léleg frammistaða á markaði rýrt virði markaðstengdra kaupauka og þannig minnkað tryggð stjórn- enda við vinnustaðinn. Zynga fór á markað í desember og var þá hlut- urinn verðlagður á 10 dali, en er nú að seljast á 3,18 dali. Höfundarréttarlögfræðingar á San Francisco-svæðinu hafa í það minnsta í nógu að snúast þessa dag- ana. Zynga hefur einmitt ráðið í sína þjónustu lögfræðistofuna Quinn, Emanuel Urquhart & Sullivan sem hefur annast málflutning fyrir hönd raftækjarisans Samsung í yfirstand- andi deilum við Apple. Stuð The Ville frá Zynga svipar óneitanlega til netleiks Maxis. Veldi Facebook-leikur EA er einfölduð útgáfa af Sims-leikjunum vinsælu. Leikjarisar takast á fyrir dómstólum  Zynga svarar málsókn Electronic Arts í sömu mynt  Deila um ritstuld og hömlur á mannaráðningum Nú hefur bankinn JPMorgan Chase & Co bæst við langan lista banka sem bandarísk stjórnvöld eru að þjarma að vegna gruns um peninga- þvætti. Reuters greinir frá því að verið sé að rannsaka þau kerfi JP Morgan sem eiga að vakta og greina færslur sem líklegar eru til að tengjast pen- ingaþvætti. Heimildarmaður Reu- ters segir rannsóknina einkum bein- ast að færslum sem tengjast Venesúela. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur verið að auka verulega eftirlit með bönkum og eftirfylgni í sam- ræmi við lög þar í landi um peninga- þvætti og bankastarfsemi. Einkum er verið að skoða peningaflutninga sem kunna að hafa tengsl við eitur- lyfjaiðnaðinn og einnig flutninga sem kunna að fela í sér brot á alþjóðleg- um viðskiptabönnum við þjóðir á borð við Íran. Fyrr í sumar upplýsti breski bank- inn HSBC að 700 milljónir dala hefðu verið lagðar til hliðar vegna mögu- legrar sektar í kjölfar yfirstandandi rannsóknar á vafasömum færslum til Mexíkó, Íran, Cayman-eyja og Sádi Arabíu. Í ágúst samdi bankaeftirlitið í New York við Standard Chartered- bankann um greiðslu 340 milljón dala sektar vegna peningafærslna sem tengdust Íran. ai@mbl.is JPMorgan undir smásjá vegna peningaþvættis  Bandarísk stjórnvöld ganga á röðina AFP Grisjun Fjöldi alþjóðlegra banka hefur verið rannsakaður í BNA. Auðjöfurinn áhrifamikli, Warren Buffett, er allur hinn hressasti eftir að hafa lokið geislameðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli. Í vor upplýsti hinn 82 ára gamli Buffett um meinið og hófst með- ferð strax í kjölfarið. Krabbamein- ið hafði greinst á byrjunarstigi og var því ekki talið lífshættulegt. Í viðtali við Omaha World- Herald, sem er í eigu Buffetts, fagnar hann því að hafa lokið fer- tugasta og fjórða og síðasta degi geislameðferðar. Ekki á honum fararsnið Fréttir af veikindum Buffetts hleyptu nýju lífi í umræður um hversu lengi hinn aldni millj- arðamæringur getur haldið um stjórnartaumana í fjárfestingarfyr- irtækinu Berkshire Hathaway. Til stendur að skipta skyldum Buffetts á milli þriggja stjórn- enda þegar sá gamli dregur sig í hlé. Næsti framkvæmda- stjóri mun stýra Berkshire- hlutanum en tveir stjórnendur annast fjárfestingahliðina. Elsti sonur Buffetts á að taka við sem stjórnarformaður, að því er AP greinir frá. Ekki er þó talið sennilegt að Warren Buffett fari að hægja ferð- ina alveg strax. Í viðtalinu við Omaha World-Herald kvaðst hann stefna á að verða elsti maður í heimi. ai@mbl.is Buffett sprækur eftir geislameðferð  Stefnir á að verða elsti maður í heimi Warren Buffett Mótmæli og ofbeldi einkenna náma- iðnaðinn í Suður-Afríku um þessar mundir og virðist vera að ýta upp heimsmarkaðsverði á platínu. Um 80% af platínuuppgreftri heimsins fara fram í Suður-Afríku og virðist ekki útlit fyrir að takist að róa námuverkamenn í landinu. Uppúr sauð við Marikana- námuna í ágústmánuði en náman er í eigu fyrirtækisins Lonmin. Alls féllu 34 í átökum sem brutust út í tengslum við mótmæli námamanna. Platínuframleiðsla í landinu hefur dregist saman um þriðjung og vant- ar uppá um 4.000 únsur af platínu á dag m.v. vinnslutölur í eðlilegu ár- ferði. Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í góðmálmaverslun að flókið verði að leysa úr þeim hnút sem myndast hefur í Suður-Afríku. Eftirspurn eftir platínu í iðnaði er hófleg en verð er samt á uppleið, að því er virðist drifið áfram af fjár- festum. Frá miðjum ágúst hefur platínuúnsan hækkað úr u.þ.b. 1.400 dölum upp í ríflega 1.700 dali. ai@mbl.is Eru átök í S-Afríku að ýta upp platínuverði?  Vinnsla dregst saman um þriðjung AFP Gremja Námamenn í S-Afríku eru allt annað en ánægðir með launin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.