Morgunblaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012
» Þýski höfundurinn Jutta Bauer leiddigesti í gegnum sýningu á myndum úr
barnabók sinni Í skóginum stóð kofi einn í
aðalsafni Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu
15, í gær. Bókin byggist á vísunni um héra-
skinnið og veiðimanninn.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Í skóginum stóð kofi einn
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir?
Í bílnum hljóma tvær plötur til skiptis,
góðkunningjar mínir í Múgsefjun og fyrri
plata Moses Hightower sem ég fjárfesti í á
ferðalaginu í sumar og er algjörlega skít-
fallinn fyrir. Bæði bönd með betri hljóm-
sveitum á landinu og eðaltextasmiðir. Í
tölvunni hins vegar er ég að hlusta á
splunkunýja og óútkomna plötu Skál-
maldar, Börn Loka (af því ég er með klíku-
sambönd). Fáránlega mögnuð!
Hvaða plata er sú besta sem nokkurn
tíma hefur verið gerð að þínu mati?
Ég hef ekki hugmynd um það – og ég á
örugglega eftir að hlusta á hana.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og
hvar keyptir þú hana?
Var mjög afkastalítill plötukaupandi á
yngri árum – naut þess að ganga í tónlist
eldri systkina minna og tók upp safnspólur
– en mig minnir að fyrsta spólan sem ég
keypti hafi verið Welcome to the show með
Drýsli, í einhverri tannréttingaferðinni til
Akureyrar.
Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um?
Æfintýri í Mararþaraborg með lestri og
söng Helga Skúlasonar leikara. Það var
barnaplatan með stóru B á mínu heimili og
Helgi heitinn algjörlega stórkostlegur. Ég
er ennþá skíthræddur við
Krabba Kubb.
Hvaða tónlistarmaður vær-
ir þú mest til í að vera?
Baldur Ragnarsson. Af
því þá kynni ég á allt sem
hægt er að spila á. (Ég væri
samt til í að vera ljótari en
hann – hitt er bara vesen).
Hvað syngur þú í sturt-
unni?
Ég leggst yfirleitt í bað. Og hef það
svo sjóðbullandi heitt að söngvöðvarnir
lamast.
Hvað fær að hljóma villt og galið á
föstudagskvöldum?
Minnist þessi ekki að hafa sett
tónlist í gang á föstudagskvöldi síð-
an löngu fyrir aldamót. Þá hljómar
bara barnasuð um pizzur og kósí-
kvöld og sjónvarpsgláp, þ.e.a.s.ef ég
er ekki einhvers staðar að troða upp
með hálfvitum. Þá hljóma þeir.
En hvað yljar þér svo á sunnudags-
morgnum?
Sönglaust og sjóðandi heitt bað,
með útvarpstæki á brúninni, helst
lágt stilltu á Rás 1 – eða dauðaþögn.
Í mínum eyrum | Sævar Sigurgeirsson textasmiður
Vill helst hafa Rás 1 lágt
stillta eða dauðaþögn
Morgunblaðið/Kristinn
Ljótur hálfviti Sævar Sigurgeirsson er textasmiður, tónlist-
armaður, leikskáld, leikari og ljótur hálfviti.
Baldur
Ragnarsson
Þann 21.september gefur
Morgunblaðið út sérblað um
Heimili og Hönnun
Í blaðinu verða kynntir
geysimargir möguleikar
sem í boði eru fyrir þá sem
eru að huga að breytingar
á heimilum sínum.
Skoðuð verða húsgögn í
stofu, eldhús, svefnher-
bergi og bað, litir og lýsing
ásamt mörgu öðru sem er
huggulegt fyrir veturinn.
Pöntunartími auglýsinga:
er fyrir klukkan 16 mánudaginn
17. september
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 5691105
kata@mbl.is
– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
64
STÆRSTA MYND SUMARSINS
STÆRSTA MYND WB ALLRA
TÍMA Á ÍSLANDI
ÁLFABAKKA
7
L
L
L
16
16
16
12
12
12
12
12
EGILSHÖLL
12
12
12
12
L
L
L
L
VIP
VIP
16
12
12
KRINGLUNNI
CAMPAIGN KL. 6 - 8 - 10 2D
CAMPAIGN LUXUS VIP KL. 6 - 8 2D
FROST KL. 6 - 8 - 10:45 2D
BOURNE LEGACY KL. 5:20 - 8 - 10 2D
BOURNE LEGACY LUXUS VIP KL. 10 2D
HIT AND RUN KL. 10:20 2D
STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 - 8 2D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 2D
DARK KNIGHT RISES KL. 10 2D
CAMPAIGN KL. 8 - 10 2D
FROST KL. 8:40 - 10:20 2D
DARK KNIGHT RISES KL. 5:30 2D
BRAVE KL. 5:50 2D
16
12
12
KEFLAVÍK
CAMPAIGN KL. 8 2D
BOURNE LEGACY KL. 10 2D
FROST ÍSL.TALI KL. 8 - 10 2D 12
12
12
AKUREYRI
CAMPAIGN KL. 8 - 10:10 2D
BABYMAKERS KL. 8 2D
FROST KL. 10:10 2D
Frá Framleiðendum
Toy Story 3, Finding
Nemo og Up.
CAMPAIGN 6 - 8 - 10 - 10:50 2D
BOURNE LEGACY KL. 8 - 10 2D
DARK KNIGHT RISES KL. 8 2D
FROST KL. 8 2D
MADAGASCAR 3 KL. 5:50 2D
BRAVE KL. 5:50 2D
ÍSÖLD 4 KL. 6 2D
WILL FERRELL OG ZACH GALIFIANAKIS Í FYNDNUSTU MYND ÞESSA ÁRS!
12
„YOU LAUGH UNTIL IT HURTS.“
BOXOFFICE MAGAZINE
Ó.H.T - RÁS 2
„A TASTY, HILARIOUS TREAT.“
ENTERTAINMENT WEEKLY
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR.
MORGUNBLAÐIÐ
HÆTTIÐI NÚ ALVEG AÐ SNJÓA HVAÐ
ÉG VAR HRÆDD Á ÞESSARI MYND!
Á.V. - RÚV
GEGGJUÐ MYND, HRÁ, DULARFULL OG ÍSKÖLD.
MUNDI VONDI.