Morgunblaðið - 25.09.2012, Side 8

Morgunblaðið - 25.09.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Unnur Brá Konráðsdóttirreyndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að fá töluleg rök hjá Steingrími J. Sigfússyni fyrir þeirri fullyrðingu að atvinnuástandið sé að batna hér á landi eins og tals- menn stjórnarflokk- anna hafa haldið fram.    Ekki tókst Unnifrekar en öðr- um að draga þessar röksemdir upp úr ráðherranum, en hann lét í staðinn eftir sér að sýna þann hroka og pirr- ing sem fyrir löngu er farinn að ein- kenna forystumenn stjórnarinnar þegar leitað er svara við sjálfsögðum spurn- ingum.    Unnur vísaði meðal annars í orðforseta ASÍ sem hefði sagt „að langtímaleitni á vinnumarkaði bendir til þess að atvinnuástandið sé að versna fremur en batna og að gera megi ráð fyrir slæmu ástandi þegar líða tekur á veturinn“.    Steingrímur og Jóhanna hafagreinilega hugsað sér að fara í gegnum kosningaveturinn með því að fullyrða að atvinnuástandið sé að batna hratt án þess að færa fyrir því rök.    Það sem komst næst því í ræðuSteingríms að vera röksemd var að fjölgun starfa væri ekki komin fram enn vegna þess að tímatöf væri á milli efnahagsbata og atvinnusköpunar.    Ástandið er með öðrum orðum eftil vill að batna, það hefur þó ekki batnað en gæti gert það að lokum. Þetta er auðvitað stórkost- legur árangur. Unnur Brá Konráðsdóttir Beðið eftir bata STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 24.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 rigning Bolungarvík 8 alskýjað Akureyri 10 skýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað Vestmannaeyjar 9 skýjað Nuuk 6 skúrir Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 skúrir Stokkhólmur 10 skýjað Helsinki 8 skýjað Lúxemborg 13 skýjað Brussel 15 skýjað Dublin 10 skúrir Glasgow 11 skúrir London 15 léttskýjað París 18 skýjað Amsterdam 13 skúrir Hamborg 12 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 22 skýjað Moskva 8 alskýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 22 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 26 skýjað Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 13 alskýjað Montreal 13 léttskýjað New York 15 heiðskírt Chicago 15 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:21 19:18 ÍSAFJÖRÐUR 7:27 19:23 SIGLUFJÖRÐUR 7:10 19:06 DJÚPIVOGUR 6:51 18:48 Tvö tilfelli af nýjum ban- vænum öndunarfæra- sjúkdómi hafa komið upp í Katar og Sádi-Arabíu á stuttum tíma. Hin nýja veira nefnist coronia og veldur öndunarfærasjúkdómi líkt og sars-veiran skæða sem barst til 30 landa og lagði um 800 manns að velli árið 2002. Þórólfur Guðnason, stað- gengill sóttvarnalæknis, seg- ir að samanburður við sars- veiruna sé ótímabær. „Cor- onia-veiran er mjög algeng veira, en þetta er nýtt af- brigði. Það er allt of snemmt að tala um þetta sem ein- hvern faraldur. Það eru allt- af að koma upp tilfelli þar sem menn veikjast alvarlega af einhverjum veirum. Það er ekkert sem bendir til þess að útbreiðslan sé eins ör og þegar sars-veiran kom fram,“ segir Þórólfur. Ekki tímabært að hafa áhyggjur af faraldri að svo stöddu Þórólfur Guðnason Arnarlax ehf. á Bíldudal hefur keypt fiskeldisstöð Bæjarvíkur í Tálkna- firði. Er þetta liður í undirbúningi Arnarlax fyrir laxeldi í sjókvíum á Arnarfirði. Fiskeldisstöð Bæjarvíkur er á Gil- eyri í Tálknafirði. Þar er nú stundað bleikjueldi. Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir að bleikjueldi verði hætt og hafin framleiðsla laxaseiða fyrir væntan- legt sjókvíaeldi. „Við hefjum seiða- eldi í Bæjarvík eftir áramót og reiknum með að vorið 2014 verði fyrstu seiðunum sleppt í kvíar á Arnarfirði,“ segir Valdimar. Hann segir að þetta sé stór og góður áfangi í uppbyggingu fyrirtækisins. Bæjarvík hefur unnið að endur- bótum á stöðinni. Valdimar segir að áfram verði unnið að því og nútíma- væðingu og stækkun stöðvarinnar. Aðstæður til seiðaeldis eru hent- ugar í Tálknafirði. „Þarna er líka gott starfsfólk með áratuga reynslu og stöðin er í nálægð við þann stað þar sem við byggjum upp okkar sjó- eldi,“ segir Valdimar. Arnarlax hefur aflað sér leyfa til að hefja sjókvíaeldi í Arnarfirði. Þá er fyrirhugað að koma upp aðstöðu á Bíldudal til að slátra laxinum og full- vinna afurðirnar. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slátrun Unnið við bleikjuslátrun hjá Bæjarvík í Tálknafirði. Arnarlax hefur seiða- eldi í stöð Bæjarvíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.