Morgunblaðið - 25.09.2012, Page 9

Morgunblaðið - 25.09.2012, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval Íslensk hönnun og handverk Salattöng 13.900.- Eilífðarrósin, skúlptúr til í tveimur stærðum lítil rós 41.500.- stór rós 44.800.- Úrval morgungjafa Handsmíðaðir hringar úr 14 karata gulli með hvítagullshúðaðri rönd 149.900.- parið Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens! Borðbúnaður og skúlptúrar úr eðalstáli, skreytt íslenskum steinum Ostahnífur 7.900.- Smjörhnífur 7.900.- Ný sending Kjóll á 11.900 kr. Fleiri litir Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Rauðage rði 25 · 108 Reyk javík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Verslunarkælar í miklu úrvali Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is og 20% afsláttur af svörtum síðbuxum frá Auk þess 20% afsláttur af nokkrum gerðum af kjólum, tunicum, bolum og jökkum Tilboðið gildir til 30. september Lögreglan lokaði tveimur skemmtistöðum í borginni um helgina vegna brota á lögum um veitinga- og skemmti- staði. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að fjöldi annarra skemmtistaða hafi að auki fengið kærur vegna brota á sömu lögum. Jóhann Karl Þórisson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 5 sem sinnir eftirliti í miðborginni, segir misjafnt hvaða ástæður liggi að baki slíkum lokunum. Slíkt geti komið til vegna þess að lögbundnir afgreiðslutímar séu ekki virtir en einnig ef áberandi sé að ungmenni undir tvítugu hafi áfengi um hönd inni á stöðunum. Spurður um viðurlög við slíkum brotum segir Jóhann að rekstraraðilar fái bréf eftir þrjú brot þar sem athygli sé vakin á vandamálinu. „Eigendum er gefinn kostur á að bæta sig. Ef brotin halda áfram er tekin ákvörðun um lokun t.d. yfir eina helgi. Verði framhald á lögbrotum geti komið til end- anlegar sviptingar á leyfum,“ segir Jóhann. Lögreglan heldur uppi virku eftir- liti á skemmtistöðum borgarinnar um helgar. Ómerktir lögreglumenn fara inn á skemmtistaði í miðborginni og fylgjast með. „Allir dyraverðir eiga að vera með leyfi frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu- menn líta inn á staðina og athuga hvort fjöldatakmarkanir séu virtar. Ef grunur leikur á að ungmenni undir aldri séu á staðnum er beðið um skil- ríki og ef um áberandi lögbrot er að ræða þá rýmum við staðinn,“ segir Jóhann og bætir við að lögreglan haldi einnig uppi fíkniefnaeftirliti á skemmtistöðum. Jóhann segir að ástandið sé nokkuð stöðugt, af og til séu staðir rýmdir og þeim tilfellum hafi hvorki fækkað né fjölgað undanfarið. heimirs@mbl.is Lokuðu skemmtistöðum Lög Virkt eftirlit er í miðborginni. Innheimta sérstaks gistináttagjalds, sem byrjað var að innheimta í byrjun ársins, skilaði 56 milljónum króna í ríkissjóð fyrstu sex mánuði ársins. Oddný G. Harðardóttir, fjármála- ráðherra, sagði á í svari á Alþingi í gærvið fyrirspurn frá Unni Brá Kon- ráðsdóttur, þingmanni Sjálfstæðis- flokks, að þetta væri í samræmi við áætlanir en á fjárlögum fyrir þetta ár var gert ráð fyrir að gjaldið skilaði 115 milljónum króna. Fyrirhuguð hækkun virðisauka- skatts á ferðaþjónustu kom einnig til umræðu á þingi. Sigurður Ingi Jó- hannsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, sagði þannig að hætt hefði verið við áform um að byggja 60 her- bergja hótel í Skagafirði vegna þeirrar óvissu sem við blasti í ferðaþjónustunni. Af sömu ástæðu hefðu álíka áform í bæði Vík í Mýrdal og Reykhólasveit verið slegin af. Oddný sagði að hlutur ferða- þjónustunnar í vergri landsfram- leiðslu væri mun hærri hér en víð- ast hvar annars staðar. Hún sagði að allar greiningar bentu til að ferðamönnum til Ís- lands myndi ekki fækka þótt ferðaþjónusta yrði færð í sama virðisaukaskattsþrep og aðrar at- vinnugreinar; fjölgun þeirra yrði bara ekki jafn mikil og verið hefði undanfarin ár. Gisting Gistináttagjaldið er m.a. innheimt af tjaldstæðum. Gistináttagjald hefur skilað 56 milljónum Morgunblaðið/Margrét Þóra Fulltrúar sjálf- stæðismanna í bæjarráði Hafnar- fjarðar hafa lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir skýringum á því hvers vegna ekki hafi verið ákveðið að draga launalækkanir eða kjaraskerð- ingar allra starfsmanna bæjarins til baka. „Við skiljum ekki hvers vegna ekki var skoðað að leiðrétta kjör þeirra sem lentu í skerðingu starfs- hlutfalls eða skerðingu bifreiða- styrkja. Okkur finnst óréttlæti felast í ákvörðuninni og ekki sé verið að gæta jafnræðis milli allra hópa. Þetta mun kynda undir óánægju starfs- manna sem getur ekki verið góðs viti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjar- ráði. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir svörum í bæjarstjórn um hvort áætlanir séu uppi um að breyta kjör- um starfsmanna í því skyni að gæta jafnræðis en engin svör hafa fengið. Sjálfstæðismenn segja ójafnræði felast í launahækkunum Rósa Guðbjartsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.