Morgunblaðið - 25.09.2012, Side 12

Morgunblaðið - 25.09.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sjö af níu núverandi þingmönnum Framsóknarflokksins sækjast eftir- sætum á framboðslista fyrir næstu al- þingiskosningar. Flestir þeirra fram- sóknarmanna sem gáfu kost á sér en komust ekki á þing eru annaðhvort óákveðnir með framhaldið eða hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér. Því er ekki að vænta mikillar breytingar í framlínu flokksins. Eftir kjördæmaþingin munu ný andlit þó koma fram í öðrum sætum. Til tíðinda dró í gær þegar Eygló Harðardóttir tilkynnti að hún sæktist eftir 1. sætinu í Suðvesturkjördæmi. Þar var fyrir Siv Friðleifsdóttir sem ætlar að hætta á þingi. Helga Sigrún Harðardóttir var í 2. sæti í kjördæm- inu en hún er hætt í flokknum. Gestur Valgarðsson var í 3. sætinu en hefur ekki ákveðið framhaldið. Stefnir í harðan slag Meiri athygli fékk þó slagurinn um 1. sætið í Norðausturkjördæmi. Birk- ir Jón Jónsson hyggst láta af þing- mennsku og skilur þar með eftir laust 1. sætið. Vill þá svo til að bæði for- maðurinn, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, og þingmaðurinn Hösk- uldur Þórhallsson vilja sætið. Spurður út í þetta sagðist Höskuld- ur hafa beðið formanninn, á fundi í gær um að sækjast ekki eftir sætinu heldur bjóða sig fram í Reykjavík. Fréttavefur Morgunblaðsins bar þessa bón undir Sigmund Davíð sem sagði að þeir hlytu að finna lausn. Þá hafnaði Höskuldur því að hafa verið látinn vita af ákvörðun Sig- mundar Davíðs fyrirfram, líkt og for- maðurinn og Hrólfur Ölvisson, fram- kvæmdastjóri flokksins, héldu fram í samtali við Morgunblaðið. Staðan í hinum kjördæmunum er annars sem hér segir. Birkir Jón hættir í 1. sæti í Norðausturkjör- dæmi en í 2. sætinu var Höskuldur Þór Þórhallsson sem komst á þing. Huld Aðalbjarnardóttir var í þriðja sæti og Sigfús Karlsson í því fjórða. Huld sækist ekki eftir sætinu en Sigfús á eftir að ákveða framhaldið. Endurheimti fylgið frá VG Sigfús telur vígstöðuna góða. „Við getum ekki horft fram hjá því að í síðustu kosningum voru mörg at- kvæði sem fóru frá Framsókn yfir á Vinstri græna og það var einkum út af Evrópumálunum. Allir vita hvað hefur gerst. VG hefur svikið afstöðu sína til ESB en Framsókn hefur tekið afgerandi afstöðu gegn ESB. Við væntum þess að endurheimta eitt- hvað af því fylgi sem við misstum í síðustu kosningum,“ sagði Sigfús en VG fékk þar þrjá á þing. Vigdís Hauksdóttir staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið að hún sæktist eftir 1. sætinu í Reykjavík suður. Ein- ar Skúlason var þar í 2. sæti en hann sagði skilið við flokkinn í ágúst sl. Guðrún H. Valdimarsdóttir var í 3. sætinu. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu um að bjóða sig fram og hafi íhugað að gera það. Það sé hins vegar ólíklegt að hún fari fram að svo stöddu. Eftir því sem Morgunblaðið komst næst eru engin staðfest nöfn komin á blað í 2. og 3. sæti í Reykja- vík suður. Fyrsta sætið er hins vegar laust í Reykjavíkurkjördæmi norður eftir að Sigmundur Davíð ákvað að færa sig norður. Ásta Rut Jónasdóttir var í 2. sætinu en ekki náðist í hana. Þórir Ingþórsson var í því þriðja og sagðist mundu íhuga framhaldið. Í Suðurkjördæmi ætlar Sigurður Ingi Jóhannsson áfram að sækjast eftir 1. sætinu. Eygló skiptir um kjör- dæmi og stefnir Birgir Þórarinsson á 2. sætið í hennar stað en hann var í því þriðja. Bryndís Gunnlaugsdóttir var í 4. sætinu en sagði af sér vara- þingmennsku. Gunnar Bragi Sveinsson sækist áfram eftir 1. sætinu í Norðvestur- kjördæmi en tveir stefna nú á 2. sæt- ið, líkt og rakið er á grafinu hér fyrir ofan. Framsóknarmenn stokka upp spilin  Undiralda í Framsókn  Höskuldur Þórhallsson bað formanninn að taka ekki sæti í Norðaustur- kjördæmi  Formaðurinn og framkvæmdastjóri flokksins segja Höskuld hafa vitað hvað stóð til Breytingar hjá Framsóknarflokknum Kosningar 2009 Kosningar 2013 Kjördæmi: Norðvestur Norðaustur Suður Suðvestur Reykjavík suður Reykjavík norður Sæti 1 Gunnar Bragi Birkir Jón Sigurður Ingi Siv Vigdís Sigmundur Davíð Sveinsson Jónsson Jóhannsson Friðleifsdóttir Hauksdóttir Gunnlaugsson 2 Guðmundur Höskuldur Þór Eygló Þóra Helga Sigrún Einar Ásta Rut Steingrímsson* Þórhallsson Harðardóttir Harðardóttir Skúlason Jónasdóttir 3 Sigurgeir Sindri Huld Birgir Gestur Guðrún H. Þórir Sigurgeirsson Aðalbjarnardóttir Þórarinsson Valgarðsson Valdimarsdóttir Ingþórsson 4 Elín R. Sigfús Bryndís Líndal Karlsson Gunnlaugsdóttir 1 Gunnar Bragi Sigmundur D. Sigurður Ingi Eygló Vigdís ? Sveinsson Gunnlaugsson Jóhannsson Harðardóttir Hauksdóttir 2 Ásmundur Einar Höskuldur Birgir ? ? ? Daðason Þórhallsson Þórarinsson 2** Sigurgeir Sindri ? ? Sigurgeirsson Hugsanlegir frambjóðendur: Jónína Benediktsdóttir og Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. *Guðmundur fór úr Framsókn en Ásmundur Einar kom í staðinn. **Ásmundur og Sigurgeir sækjast báðir eftir öðru sætinu Með brotthvarfi Sivjar Friðleifs- dóttir hverfur á braut einn reynslumesti þingmaður Framsóknarflokksins. Siv var fyrst kjörin á þing 1995 og var svo endurkjörin fjórum sinnum. Hún var umhverfis- ráðherra á árunum 1999-2004 og síðan heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra 2006-2007. Þá var hún bæjarfulltrúi á Sel- tjarnarnesi 1990-1998. Í tilkynningu frá Siv kom fram að hún hefði fyrir nokkru tekið þessa ákvörðun í ljósi þess að hún hefði í langan tíma lagt alla sína krafta í stjórnmál. „Í störf- um mínum að stjórnmálum hef ég leitast við að vera rökvís og hafa hógværð, réttlæti og sann- girni að leiðarljósi. Það eru þau gildi sem treysta farsæld og reynast manni best þegar upp er staðið,“ sagði Siv sem tiltók m.a. framlag til náttúruverndar- áætlunar landsins, framlag til byggingar nýs Barnaspítala og lýðheilsu- og neytendamála sem verk sem hún væri stolt af. Kom inn á þing 1995 SIV KVEÐUR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt skip bætist í flotann á næst- unni, en Brim hf. hefur fest kaup á frystitogara fyrir um 3,5 milljarða króna. Skipið var upphaflega gert út frá Færeyjum undir nafninu Skálaberg, en var selt til Argentínu árið 2010. Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims, segir að skipið auki mjög möguleika til fisk- veiða í Norður-Atlantshafi og auk Íslandsmiða nefnir hann Barents- hafið og Austur-Grænland. Ekki ákveðið hvort annað skip verður selt Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort fyrirtækið selur skip á móti þessum kaupum, en Brim ger- ir fyrir út fjögur skip; frystitog- arana Brimnes, Guðmund í Nesi og Kleifaberg og dragnótabátinn Sól- borgu. „Skipið er ekki væntanlegt til landsins fyrr en í nóvember, þannig að við höfum einhverjar vikur til að ráða ráðum okkar,“ segir Guðmund- ur. Brim hf. hefur einkum sótt í karfa, grálúðu, makríl og rækju og segir Guðmundur að ýmsir mögu- leikar séu í stöðunni. Hann segir kaupverðið aðeins vera hluta þess sem nýsmíði á sambærilegu skipi myndi kosta. Vonandi kemst einhver skynsemi í þetta Spurður um veiðigjöld og óvissu í sjávarútvegi segir Guðmundur að hann treysti því að stjórnvöld sjái að sér og svo séu kosningar á næsta ári. „Ef veiðgjöldin verða úr hófi þá hættir þetta allt sjáfkrafa, auk þess sem það er fáránlegt að leggja gjöldin á vitlausa þorskígildis- stuðla,“ segir Guðmundur. „Við hættum hins vegar ekki að lifa hérna og vonandi kemst einhver skynsemi í þetta. Í lögsögunni hefur verið gríðarlegt magn af makríl og við gætum nýtt hann miklu betur. Svo er spurning hvort við eigum ekki að veiða meira en við höfum gert,“ segir Guðmundur. Nýja skipið var smíðað í Noregi árið 2003 fyrir Færeyinga og er 74,50 metra langt, 16 metra breitt og er 3.435 brúttólestir. Skipið hét Esperanza del Sur síðustu árin og eigandi þess var fyrirtækið Pesant- ar í Argentínu. Brim kaupir frystitogara fyrir 3,5 milljarða króna  Eykur möguleika til fiskveiða í N-Atlantshafi Ljósmynd/G. Norðöy Til Íslands Nýtt skip Brims bætist í flotann fyrir áramót. Það var smíðað fyrir Færeyinga í Noregi árið 2003. Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Sigmund Davíð Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Siv Friðleifsdóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.