Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Hermenn og vopnaður hópur uppreisnarmanna hafa drepið tugi dýra, m.a. fjallagórillur sem eru í útrýmingarhættu, á síðustu mánuðum í Virunga- þjóðgarðinum í Austur-Kongó, elsta þjóðgarði Afríku. Átök hafa geisað á svæðinu milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna frá því í apríl og starfsmenn þjóðgarðsins segja að stríðsmennirnir hafi m.a. drepið flóð- hesta, simpansa, fíla, antilópur, ljón og fugla. Starfsmennirnir hafa einkum áhyggjur af fjallagórillunum vegna þess að 480 af 790 fjallagórillum heimsins lifa í þjóðgarðinum. Á svæðinu voru einnig 27.000 flóðhestar árið 1980 en þeir eru nú færri en 300. Á myndinni er munaðarlaus fjallagórilla. Fjallagórillur í hættu í Austur-Kongó AFP Stríðsmenn hafa stráfellt dýr í elsta þjóðgarði Afríku Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Wang Lijun var eitt sinn þjóðræmdur í Kína fyrir baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi en var í gær dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir yfirhylmingu og fleiri lögbrot í tengslum við morðmál sem olli miklum titringi í komm- únistaflokknum. Wang var lögreglustjóri í stórborginni Chongqing en flúði í bandaríska ræðismannsskrifstofu 6. febrúar til að óska eftir hæli í Bandaríkjunum vegna máls sem varð ein- um af valdamestu mönnum Kína, Bo Xilai, og eiginkonu hans að falli. Bo var leiðtogi kommúnistaflokksins í Chongqing, átti sæti í stjórnmálaráði flokksins, æðstu valdastofnun hans, og búist hafði verið við að hann yrði skipaður í fastanefnd ráðsins sem tekur allar lykilákvarð- anir í kínverskum stjórnmálum. Níu menn eiga sæti í fastanefndinni og gert er ráð fyrir að sjö þeirra víki úr henni í næsta mánuði. Talið er að Bo sé nú haldið í stofufangelsi. Eiginkona hans, Gu Kailai, var dæmd til dauða í síðasta mánuði fyrir morð á breskum kaupsýslumanni, Neil Heywood, sem fannst látinn á hótelherbergi í Chongqing í nóvember. Bú- ist er við að dómnum verði breytt í lífstíðarfangelsi. Bo Xilai saksóttur? Wang er sakaður um að hafa tekið þátt í því að hylma yfir með Gu Kailai. Wang er m.a. sagður hafa falið nánum vini Gu að rannsaka morðið og leynt mikilvægum gögnum um málið. Svo virðist sem Wang og Bo hafi sinnast eftir að rannsókn málsins hófst og hermt er að Bo hafi greitt lög- reglustjóranum bylmingshögg í höfuðið þegar Wang skýrði honum frá því að eiginkona flokksforingjans væri grunuð um morðið. Wang flúði í skrifstofu ræðismannsins og dvaldi þar í 33 klukkustundir fjórum dögum eftir að kommúnista- flokkurinn í Chongqing tilkynnti að hann væri ekki lengur lögreglustjóri borgarinnar. Sem lögreglumaður hafði Wang getið sér orð fyrir að vera mikið hörkutól og gerð var sjónvarpsþáttaröð sem byggðust á ævintýrum hans í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sagt er að hann sé með tuttugu ör á lík- amanum eftir byssukúlur og önnur sár. Undir stjórn hans handtók lögreglan þúsundir meintra félaga í glæpa- samtökum. Hermt er að leiðtogar kommúnistaflokksins deili nú um hvort saksækja eigi Bo Xilai fyrir að hylma yfir með eiginkonu sinni. Talið er að nokkrir gamlir bandamenn hans leggist gegn því. „Ofurlögga“ dæmd í 15 ára fangelsi  Er sagður hafa hylmt yfir með eiginkonu eins af æðstu leiðtog- um Kína í morðmáli AFP Í fangelsi Wang Lijun, fyrrv. lögreglustjóri, fyrir rétti í borginni Chengdu. Hann var dæmdur í 15 ára fangelsi. 62 ára Svíi, sem var dæmdur fyrir átta morð sem framin voru á ár- unum 1976 til 1988, verður ekki saksóttur að nýju fyrir morð á tveimur norskum konum í Ósló árin 1981 og 1985. Maðurinn, Sture Bergwall, sem áður hét Thomas Quick, var dæmdur til lífstíðarvistar á réttargeðdeild árið 2000 fyrir morðin. Dómarnir byggðust á játn- ingum hans en hann dró þær til baka og í apríl sl. var ákveðið að taka mál hans upp á nýjan leik. Frá þeim tíma hefur hann verið sýknaður af alls fimm morðum en þrjú standa eftir og Bergwall hefur farið fram á að hann verði einnig sýknaður af þeim. Bergwall játaði á sínum tíma að hafa framið morðin átta auk rúm- lega tuttugu annarra morða í Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi. Í desem- ber 2008 dró hann játningarnar til baka, kvaðst hafa sóst eftir athygli og verið undir áhrifum lyfja þegar hann játaði morðin á sig. Miklar efa- semdir hafa verið um sekt mannsins í mörg ár. Engar tæknilegar sann- anir eða vitnisburður studdu játn- ingarnar. guna@mbl.is SVÍÞJÓÐ Sýknaður af fimm morðum sem hann var dæmdur fyrir Bergwall fyrir rétti árið 2001. í kvöld 25. september kl. 20:00-21:30 Jarðskjálftar -- er jörðin að segja okkur eitthvað? Sigríður Kristjánsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR Hvað er jarðskjálfti? Hvað geta jarðskjálftar sagt okkur um jörðina okkar? Höfum við eitthvað um það að segja hvar eða hvenær jarðskjálfti á sér stað? Eru þeir alltaf óvelkomnir eða eru þeir lykillinn sem opnar okkur dyr að huliðsheimum jarðskorpunnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.