Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er kynd-ugt að þeirsem mest flíka frasanum um að ákvörðun um afgreiðslu spurningar um Evrópusam- bandsaðild skuli taka að lok- inni „upplýstri umræðu“ hafa hvorki vilja né getu til að taka þátt í slíkri umræðu. Í stað þess er öllu snúið á haus. Jafnvel þau samtök sem sérstaklega voru stofn- uð til þess að fá Íslendinga til að segja já við ESB-aðild kalla sjálf sig Já - Ísland! Nú er auðvitað ekkert á móti því að hópur manna vilji berjast fyrir því að Ís- lendingar segi „já“ við spurningunni um hvort landið skuli ganga í ESB. En það er ekki traustvekj- andi að sjálf baráttuhreyf- ing þess skuli ekki treysta sér til að horfast í augu við spurninguna. Rúm þrjú ár eru frá því að Alþingi samþykkti aðild- arumsókn að ESB undir þeirri forskrift sem fram kom í atkvæðaskýringum sumra að ekki væri verið að taka afstöðu til umsóknar heldur eingöngu að fram mætti fara svonefnd „pakkaskoðun“. Slík nið- urstaða fengist ekki á Al- þingi í dag. Helsta skraut- fjöður umsóknarinnar, evran, hefur verið í gjör- gæslu drýgstan tíma síðan lokaatkvæðagreiðsla lodd- aragangsins fór fram á þingi. Helstu forystumenn ís- lensks ríkisvalds um þessar mundir létu lengi eins og þeir hefðu ekkert heyrt um ósköpin á evrusvæðinu. Lýstu sjálfa sig með því sem annað tveggja, kjána eða ólíkindafugla. Helstu tals- menn ESB og leiðtogar þeirra fáu ríkja innan þess sem tekið er mark á í Bruss- el hafa ekki verið með slík látalæti. Þeir endurtaka að evran sé á brún hengiflugs. Tvennt þurfi að koma til svo henni megi bjarga. Annars vegar óheyrilegir björg- unarsjóðir, með ábyrgð ríkja á evrusvæðinu, sem af- lögufær séu, en þeim fækkar óðum, og flutningur á vald- heimildum í fjárhagslegum efnum frá aðildarríkjum til sambandsins. Þessar yf- irlýsingar sýna að algjör for- sendubrestur er orðinn fyrir að- ildarumsókninni og var grundvöll- ur hennar þó veikur fyrir. Þegar Vigdís Hauksdóttir alþingismaður gerði þessa stöðu að umtalsefni á Al- þingi fyrir skömmu notaði íslenski utanríkis- ráðherrann tækifærið til að sýna að hann er vanhæfur til að vera í forsvari fyrir mál- ið. Hann virðist ekki fylgjast með þeirri þróun sem orðið hefur og hvernig aðstæður hafa gjörbreyst. Þess í stað lýsti hann fagnandi því mati sínu að lesa mætti það út úr nýjustu ræðu José Manuel Barroso, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, að hann ætli ekki „að leysa upp þjóðríkin!“ Hinn barnslegi fögnuður utanríkisráðherrans yfir eigin útlistun á ræðu þessa eins æðsta strumps ESB bendir til að hann telji að kommissarinn Barroso sé bær til að „leysa upp þjóð- ríki“. Því sé kominn tími til að kætast þegar stórmennið gefi til kynna að það muni ekki ganga svo langt. En ís- lenski ráðherrann bætti svo við að ekki mætti falla frá aðildarferlinu því þá yrði þjóðin svipt tækifæri um aldur og ævi til að taka upp evru. Það voru skrítin ummæli. En þau minna hins vegar á þýðingarmikla staðreynd. Íslensk þjóð getur, hvenær sem henni þóknast, ákveðið að sækja aftur um aðild að ESB í þeim tilgangi að taka upp evru, þótt hún falli frá því brölti nú. Hún hefur fullt forræði þess að farga sinni eigin mynt. En gangi hún í myntsamstarf um evru og þyki það reynast illa þá hef- ur hún ekki lengur heimild til að hverfa frá því. Sú full- veldisskerðing er varanleg. Svo stóralvarlegt sem það er, væri það þó aðeins lítill hluti af annarri fullveldis- skerðingu, eins og ESB er að þróast. Þjóðríkið í sam- bandinu hefur ekki enn formlega verið „leyst upp,“ en hlutverk þess sem ríkis hefur verið verulega skert gangi þær hugmyndir eftir sem nú er unnið að. Helstu forystumenn ríkisvaldsins eru ófærir um „upplýsta umræðu“ um Evr- ópusambandsmál} Ætlar ekki að „leysa upp þjóðríkin“ Þ að má láta ýmislegt, stórt sem smátt, fara í taugarnar á sér. Auð- vitað á maður ekki að eyða lífinu í að láta litlu hlutina pirra sig en ég leyfði mér þó að gera það á sunnu- dagskvöldið. Var það reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég lét hlé í bíó fara í taugarnar á mér, enda eindreginn andstæðingur bíóhléa og hef því gert í því að velja mér sýningartíma þar sem litlir möguleikar eru á slíku. Í fyrra- kvöld hafði ég þó ekki völ á því þegar ég fór að sjá íslensku kvikmyndina Djúpið. Myndin er einstök og mikil upplifun sem áhorfandinn í kvikmyndahúsinu verður fyrir. Eins og góðri bíómynd sæmir er auðvelt að lifa sig inn í atburðarásina. Eftir að hafa svamlað í sjónum með aðalpersónunni í dá- góðan tíma kom sú stund er hann náði landi í klettagörðum þar sem brimið barði hvern stein. Þetta var virkilega flott atriði þar sem hann barðist við brimið og virti fyrir sér möguleikana á að klífa klettana. Ég var á staðnum, kalt og örmagna eftir sundið í sjónum og þráði ekkert heitar en að komast í land. En allt í einu í miðju atriði er klippt á myndina og björt auglýsing kem- ur á skjáinn undir dynjandi danstónlist. Mér var kippt inn í veruleikann og næstu mínúturnar þurfti ég að sitja undir háværri tónlist og skærlitum auglýsingum frá lík- amsræktarstöðvum og veitingahúsum. Salurinn þetta kvöld var fullur og ég hugsa að það hafi ekki verið nema 25% af fólkinu sem stóðu upp og fóru fram. Rökin með að hafa hlé í bíói hafa oft heyrst, það verður að selja nammið í sjoppunni. En mér finnst að ég sem áhorfandi sem hefur borgað sig inn, 1.550 kr. í þessu tilviki, hafi rétt á að horfa á myndina án þess að fram- vinda hennar sé eyðilögð. Kvikmyndir eru byggðar upp á ákveðinn hátt, ekki með hlé í huga, og það er nú oft fyrir miðju þeirra sem hámarkið á sér stað og þar er hléið klippt inn í. Með hléi finnst mér verið að selja mér skemmda vöru. Hléið skiptir minna máli þeg- ar farið er á léttari myndir en í dramatískri mynd eins og Djúpinu kemur það á ögur- stundu og hefur áhrif á upplifun áhorfandans. Svo er hléið búið, skrúfað niður í diskóinu og myndin heldur áfram, nánast þar sem frá var horfið. Það tekur tíma að falla aftur í sama trans og áður. Pirringurinn yfir hléinu rénaði nú hjá mér er frá leið enda myndin svo mögnuð að ekki má láta slíkt skemma upplifunina. Konan sem sat við hliðina á mér kveikti þó annan pirring þegar hún á til- finningaþrungnustu stund myndarinnar fékk sér jórtur- leður. Á meðan ég sat með tárvota hvarma smellti hún tyggjókúlum í gríð og erg í takt við diskótónlistina sem leikin var í hléinu. Það lá við að ég gæfi henni olnboga- skot en áttaði mig svo á því að það eru eflaust ekki allir sem lifa sig inn í bíómyndir eins og ég og kannski ég væri bara best geymd heima þar sem ég get setið ein um mitt sjónvarp og stjórnað mínum bíóhléum sjálf. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Hlé á ögurstundu upplifunar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is E gill Steinþórsson hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra fær- eyska fiskeldisfyrir- tækisins Faroe Farming. Hann hefur fylgst lauslega með uppbyggingu laxeldis á Íslandi og telur mikilvægt að skipuleggja það vel og koma upp góðu eftirlits- kerfi. Egill hefur unnið við fiskeldi í rúm tuttugu ár og þar af tæp tíu hjá Faroe Farming. Hann var fram- leiðslustjóri síðustu árin. Fyrirtækið er með laxeldi í þremur fjörðum á Suðurey og höfuð- stöðvarnar eru í Vogi. Það er einn mikilvægasti vinnuveitandinn á eyj- unni, með um 60 starfsmenn. Hræringar hafa verið í eignar- haldi því félagið hefur tvisvar skipt um eigendur á stuttum tíma. Stór- fyrirtækið Bakkafrost keypti út aðra eigendur í Faroe Farming í vor og sprengdi þannig reglur um hámark sem eitt fyrirtæki má eiga í fiskeldi í Færeyjum. Það varð til þess að fjár- festingarsjóður og fóðurverksmiðja keyptu Faroe Farming og það er nú orðið sjálfstætt fyrirtæki. Egill var ráðinn framkvæmdastjóri í fram- haldinu. Samstarf gegn sjúkdómum Egill hefur tvisvar upplifað hrun í færeyska fiskeldinu frá því hann hóf störf í greininni. Hann seg- ir að velgengni fiskeldis í Færeyjum grundvallist á því að tekist hafi sam- starf þeirra sem vinna í greininni og yfirvalda um strangar reglur til varnar sjúkdómum. Hann telur gott fyrir Íslendinga að hafa þetta í huga við uppbyggingu fiskeldis. „Ég veit að ef á að gera þetta almennilega verður að vera gott skipulag og eftirlit,“ segir Egill. Hann bendir á að með miklu og dýru efirlitskerfi í Færeyjum hafi tekist að koma í veg fyrir sjúkdóma í fisk- inum. Nú detti engum í hug að vera með margar stöðvar í sama firði, eins og var þegar hann hóf störf í fiskeldinu. Faroe Farming er með kynslóðaskipt eldi í þremur fjörðum og eru firðirnir hvíldir í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir slátrun. Sumir íslenskir laxeldismenn hafa gagnrýnt að ekki séu nógu strangar reglur um fjarlægð milli stöðva hér á landi og sjúkdómavarn- ir. Margir sækja um aðstöðu til eldis í sömu fjörðunum og baráttan virðist vera hörð, bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Laxalúsin vandamál Laxalúsin er viðvarandi vanda- mál í laxeldinu í Færeyjum, eins og í Noregi og víðar. „Það er gott eftirlit með þessu og baðað þegar of mikið er komið af lús. En það er erfitt að losna við lúsina þegar hún er kom- in,“ segir Egill. Íslensku laxeldisstöðvarnar eru að mestu lausar við laxalúsina og segir Egill mikils virði ef hægt væri að halda eldinu lúsafríu. Það geti unnið að hluta upp það forskot sem Færeyingar hafa á Íslendinga í fisk- eldinu. Sjórinn er mun hlýrri við Færeyjar en Ísland og því vex laxinn hraðar þar. Egill nefnir að laxinn sem hann er að slátra nú sé 8 kíló. Framleiðslan verður því alltaf tölu- vert meiri. Beint í skip Áætluð framleiðsla Faroe Farming er 5-6 þúsund tonn af laxi í ár. Eftir slátrun í Vogi fara afurð- irnar í skip sem sigla beint á markað í Bretlandi og Dan- mörku og þaðan eru þær svo fluttar áfram með flugi á fjarlægari markaði. Getum lært af skipu- laginu í Færeyjum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vogur Faroe Farming er með sláturhús og höfuðstöðvar sínar í Vogi. Laxinn er alinn í þremur fjörðum Suðureyjar og vex vel. „Ég kom hingað 1986 sem þjálf- ari hjá TB á Þvereyri. Ætlaði mér bara að vera í sex mánuði en það gekk ágætlega og ég ákvað að koma aftur 1987. Þá hitti ég konu hér og er búinn að vera síðan,“ segir Egill um komu sína til Færeyja á sínum tíma. Hann er fæddur í Ölfusinu en ólst upp í Reykjavík frá níu ára aldri. Hann lék knattspyrnu og handknattleik með ýmsum fé- lögum á Íslandi. Eftir að hann flutti til Færeyja lék hann knatt- spyrnu í mörg ár og var þjálfari einnig hjá TB og VB í Vogi þar sem hann býr. Var meðal annars markahæsti leikmaður deildar- innar eitt árið. „Ég tel mig betri í handbolta en fótbolta en var bara í fótboltanum hér því það er eiginlega eng- inn handbolti leik- inn hér á Suður- ey,“ segir Egill. Kom sem þjálfari BÚIÐ Í FÆREYJUM Í 20 ÁR Egill Steinþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.