Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Það verða engin hátíðarhöld í kvöld. Ég er að fara út að borðameð vinnunni. Við erum með erlenda birgja sem fara meðokkur út að borða og þetta verður svona vinnufundur,“ segir Þórný Birgisdóttir, vörustjóri hjá Rekstrarvörum, en hún er 39 ára gömul í dag. „Það er eins gott að það verði skálað fyrir mér fyrst maður fórnar deginum í vinnuna!“ segir hún og hlær. Þórný vann á föstudag fyrsta deildarleik tímabilsins í blaki með liði sínu, Siglingaklúbbinum Ými, en það er dótturfélag HK í Kópa- vogi. Hún spilar á miðjunni og skoraði tíu stig í leiknum. „Ég spilaði með Völsungi á Húsavík og svo FH í yngri flokkunum. Svo tók ég tíu ára frí frá íþróttinni þangað til vinkona mín dró mig inn í þennan hóp fyrir nokkrum árum. Þá komst ég að því að þetta er svolítið eins og að læra að hjóla. Þetta er skemmtilegasta íþróttin og það er aldr- ei of seint að byrja í blaki,“ segir hún. Einn af eftirminnilegri afmælisdögum Þórnýjar var þegar hún var au pair í borginni Nyon í Sviss. Þá fagnaði hún og vinkona henn- ar með því að fara út að borða og skella sér út á lífið. „Það var gaman að þegar maður var búinn á djamminu þá mætti maður alltaf bökurunum á leiðinni heim og fékk nýbakaða croissant og brauð. Þá fékk maður alltaf vel að borða áður en maður fór heim,“ segir hún og hlær. kjartan@mbl.is Þórný Birgisdóttir er 39 ára í dag Gleði Þórný býst við að fagna um helgina með fjölskyldunni. Blakið eins og að læra að hjóla Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Njarðvík Jökull Stephen James fædd- ist 26. desember kl. 7.02. Hann vó 2.825 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Emma Gail Holt og Smári Hjálmarsson. Nýir borgarar Reykjavík Jóhann Atli fæddist 14. desember kl. 19.58. Hann vó 3.840 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Halldóra Rut Jóhannsdóttir og Þórarinn Helgi Agnarsson. A xel fæddist í Reykjavík. Hann ólst þar upp en dvaldist þó löngum hjá ættingjum í Þingeyjar- sýslum. Axel lauk stúdentsprófi frá MR 1962, stundaði nám í eðlisfræði og jarðeðlisfræði við háskólann í Gött- ingen, lauk magistersprófi 1968 og doktorsprófi þaðan 1972. Byggði upp jarðeðlisfræðideild Axel hóf störf á jarðhitadeild Orkustofnunar 1972, við jarðhitaleit og nýtingu jarðvarma. Hann vann einkum að þróun nýrra aðferða við jarðhitaleit og öflun jarðhita fyrir fjölmargar nýjar hitaveitur víða um land. Í þeim tilgangi byggði hann upp á Orkustofnun sérstaka jarðeðlis- fræðideild og var fyrsti deildarstjóri hennar en síðar staðgengill forstjóra jarðhitadeildar stofnunarinnar. Sam- Axel Björnsson, prófessor við Háskólann á Akureyri – 70 ára Umvafinn fjölskyldunni Axel og Hrefna, ásamt börnum hans, tengdadætrum og barnabörnum. Aldrei verið meira að gera en einmitt núna Útskrift Axel og Hrefna, ásamt útskriftarárgangi 2010 stúdenta í RES orkuskólanum á Akureyri. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur Allar GSM rafhlöður 2.990.- SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali - Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick Gerið verðsamanburð! iPad borðstandur - Festing fyrir sætisbak fylgir 5.990.- Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum! Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad og aðra spilara eða síma. Innbyggð rafhlaða. 4.990 Allt fyrir IPod og Ipad Ipad bílhleðslutæki 1.490.- Öll GSM bílhleðslutæki 990.- 12V tvídeilir 1490.- Flott úrval 12V fjöltengja í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið. 12V þrídeilir með Micro-USB útgangi og viðvörunarljósi ef raf- geymirinn í bílnum er að tæmast 2.990.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.