Morgunblaðið - 25.09.2012, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.09.2012, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Eitt af því sem gerir verkiðRautt heillandi er sann-færandi innsýn inn ívinnuheim listamanns. Samkvæmt lýsingu leikritsins hefur myndlistarmaðurinn Mark Rothko komið sér í vinnuham með því að hlusta á klassíska tónlist, reykja, drekka viskí og rýna í verkin sín. Þessu er svo vel miðlað í uppsetn- ingu Borgarleikhússins á Rautt að maður upplifir vinnustofustemn- ingu. Vel heppnuð leikmynd, sem er vinnustofa listamannsins, með málverkum, römmum, litum og penslum, vegur þungt í að ná fram þessum áhrifum. Það gerir einnig tónlistin, bæði sígild sem og dæg- urtónlist frá sjötta áratugnum, sem streymir frá plötuspilara. Til við- bótar þessu má nefna það svigrúm sem vinnunni er gefið. Rothko sit- ur, horfir og hugsar, hann reykir, fær sér viskí og setur nýja plötu á fóninn. Ken strekkir striga á ramma, þrífur málningu af gólfinu, neglir saman myndramma, dansar eftir tónlist og í áhrifaríkri senu mála þeir saman rauðan grunn á striga við dramatískan undirleik. Rautt segir frá samskiptum þeirra Marks Rothkos, leiknum af Jóhanni Sigurðarsyni, og Ken, sem Hilmar Guðjónsson túlkar. Rothko er viðurkenndur listamaður sem er að vinna veggmyndir fyrir Four Seasons-veitingastaðinn í Seagram- byggingunni í New York fyrir fúlgu fjár. Ken er aðstoðarmaður Rothk- os. Hann er ungur málari sem hef- ur tekið að sér að þjóna snillingnum eins og þarf en halda sig annars al- mennt á mottunni og hafa sig lítið í frammi. Þau fyrirmæli á hann hins vegar til að brjóta. Sviðið er lengst af sparlega lýst, í anda við þá skoðun listamannsins að við þannig aðstæður ætti að njóta verka hans. Stundum þegar hinar tvær persónur verksins rök- ræða eru þær baklýstar þannig að skuggamyndir af höfðum þeirra varpast á veggi vinnustofunnar. Þær sýna aldursmun meistarans og aðstoðarmanns hans vel og gera samtölin einhvern veginn nánari. Við heyrum snillinginn lýsa skoð- unum sínum og fylgjumst með rök- ræðum hans og aðstoðarmannsins unga um eðli listarinnar, listina og samfélagið, listina og tengsl hennar við viðskiptalífið, kynslóðaskipti í listum. Þessi upptalning lætur kannski ekki mikið yfir sér en rök- ræður þeirra eru öflugar, áhuga- verðar og spennandi. Jóhann Sigurðarson er tvímæla- laust einn fremsti leikari okkar Ís- lendinga. Hann á auðvelt með að sýna okkur þá blöndu af snilld, sjálfhverfu, sérvisku og jafnvel ótta við samtíðina sem hinn viðurkenndi, en brátt aldni, málari glímir við. Hilmar Guðjónsson er kannski heldur of vandræðalegur í blábyrj- un sem aðstoðarmaðurinn Ken. Hann eflist hins vegar eftir því sem líður á verkið. Mennirnir tveir lenda í nokkrum snerrum þar sem allt er keyrt í botn. Þær eru mjög áhrifaríkar. Ken metur list Rot- hkos, hann leitast við að skilja hann, læra af honum og greina hann. En sem ungur listamaður hefur hann einnig gagnrýna afstöðu til hans og velgir honum hraustlega undir uggum. Rautt er snjallt verk sem hægt er að rýna í á marga vegu. Upp- færsla þess í Borgarleikhúsinu er á allan hátt afar vel heppnuð. Ástæða er til að þakka aðstandendum og leikstjóranum Kristínu Jóhann- esdóttur fyrir eftirminnilega kvöld- stund. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Rautt „Snjallt verk sem hægt er að rýna í á marga vegu. Uppfærsla þess í Borgarleikhúsinu er á allan hátt afar vel heppnuð.“ Hugsað af alefli Rautt bbbbm Rautt eftir John Logan Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljóð: Thor- bjørn Knudsen. Sviðshreyfingar: Val- gerður Rúnarsdóttir. Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Önnur sýning 22. september á litla sviði Borgarleikhússins. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Í tilefni af Evr- ópska tungu- máladeginum efna Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur, Samtök tungu- málakennara á Íslandi og Mál- tæknisetrið til dagskrár í Hátíð- arsal Háskóla Íslands á morgun milli kl. 16 og 17.15. Hátíðardag- skráin ber yfirskriftina „Tungumál, tækni og tækifæri“ og þar verður fjallað um hvernig ný þekking, tækni og leiðir geta nýst í þágu tungumálanáms og samskipta á er- lendum tungumálum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tungumál, tækni og tækifæri Háskóli Íslands. Kammertríó Kópavogs leikur á há- degistónleikum í Salnum á morgun, en tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Líttu inn í hádeginu. Flutt verða verk eftir Doppler og Clinton sem tríóið hljóðritaði í Búdapest og gaf út árið 2010. Tríóið er skipað flautuleikurunum Guðrúnu Birgis- dóttur og Martial Nardeau og píanó- leikaranum Peter Maté. Stutt kynning á verkunum sem leikin verða hefst kl. 12 en tónleikarnir sjálfir kl. 12.15. Líttu inn í hádeginu í Salnum Kammertríó Martial, Guðrún og Peter. Tökum á móti hópum, stórum sem smáum. Sími 567 2020 · skidaskali.is Við erum nær en þú heldur · Brúðkaup · Fermingar · Árshátíðir · Afmæli · Ættarmót · Útskriftir · Erfidrykkjur Aðeins 15 mín frá Rauðavatni Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gulleyjan – „Vel að verki staðið“ – JVJ, DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fim 27/9 kl. 20:00 9.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas Þri 9/10 kl. 20:00 16.k Fös 28/9 kl. 20:00 10.k Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Mið 10/10 kl. 20:00 17.k Lau 29/9 kl. 20:00 11.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k Fim 11/10 kl. 20:00 18.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Sun 14/10 kl. 14:00 12.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Lau 20/10 kl. 14:00 13.k Sun 30/9 kl. 19:00 8.k Lau 13/10 kl. 14:00 11.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur Rautt (Litla sviðið) Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k Lau 6/10 kl. 20:00 12.k Fim 27/9 kl. 20:00 5.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k Sun 7/10 kl. 20:00 13.k Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Fim 4/10 kl. 20:00 10.k Fim 11/10 kl. 20:00 14.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k Fös 5/10 kl. 20:00 11.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Fös 26/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 30/9 kl. 17:00 táknm Lau 20/10 kl. 14:00 aukas Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Lau 20/10 kl. 17:00 aukas Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Lau 13/10 kl. 14:00 aukas Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Lau 13/10 kl. 17:00 aukas Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sýningar í október komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn. Lau 29/9 kl. 20:30 aukas Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Lau 13/10 kl. 20:30 14.sýn Sýningin sem sló öll aðsóknarmet aftur á svið. Sýnd í september og október. Jónsmessunótt (Kassinn) Lau 6/10 kl. 19:30 frums Lau 13/10 kl. 19:30 4.sýn Sun 21/10 kl. 19:30 7.sýn Sun 7/10 kl. 19:30 2.sýn Sun 14/10 kl. 19:30 5.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 12/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 20/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 9.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma. Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Fös 12/10 kl. 19:30 frums Fös 19/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 5.sýn Fim 18/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 26/10 kl. 19:30 4.sýn Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur! Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30 Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.