Morgunblaðið - 25.09.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 25.09.2012, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Bíólistinn 21. september-23. september 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Djúpið Lawless The Campaign Ávaxtakarfan Brave Dredd 3D The Bourne Legacy Intouchables Ice Age 4 Resident Evil: Retribution Ný Ný 1 4 5 Ný 2 9 8 3 1 1 2 4 7 1 3 15 11 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Djúpið eftir Baltasar Kormák, með Ólafi Darra Ólafssyni í aðal- hlutverki, var best sótta kvikmynd- in í bíóhúsum um helgina en um 10 þúsund miðar hafa selst á hana frá því hún var frumsýnd fyrir helgi. Það hlýtur að teljast ágætisbyrjun. Spennumyndin Lawless er í öðru sæti listans en hún var einnig frum- sýnd föstudaginn síðastliðinn. Bíóaðsókn helgarinnar 10 þúsund sáu Djúpið Sjóslys Úr kvikmyndinni Djúpið sem byggð er á sönnum atburðum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Meðal helstu viðburða á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF, sem hefst í vikulokin, er að Damo Su- zuki, fyrrverandi söngvari þýsku hljómsveitarinnar Can, flytur tón- list undir Metropolis, meistaraverki þýska leikstórans Fritz Langs frá 1927. Damo Suzuki var söngvari Can á árunum 1970-1973 og á tveimur helstu plötum sveitarinnar, Tago Mago og Ege Bamyasi. Tveir stofn- endur Can, Holger Czukay og Jaki Liebezeit, heyrðu Suzuki syngja á götuhorni í München, réðu hann í sveitina samstundis og hann söng með henni á tónleikum sama kvöld. 1973 var Suzuki búinn að fá nóg af rokklífinu, dró sig í hlé frá tónlist- inni, giftist og gerðist vottur Je- hóva. Þegar hann veiktist af krabba og varð að leggjast undir hnífinn gekk hann af trúnni. „Tónlist var mér ofarlega í huga á þessum árum, en mig langaði til að nálgast hana með öðrum hætti, að finna aðrar leiðir til að skapa tónlist og flytja hana. Það gefur svo miklu meira að spila tónlist á tón- leikum en að vinna í hljóðveri. Áheyrendur skapa andrúmsloft og tónlist án andrúmslofts er ekki tón- list. Þegar við komum saman til að spila tónlist frammi fyrir áheyr- endum verður til ný orka, tær orka.“ Að þessu sögðu segir Suzuki að tónleikar hans séu iðulega hljóðrit- aðir og gefnir út, en það jafnist þó ekkert á við það að sjá tónlistina spilaða á tónleikum, ekki síst í ljósi þess að hún er samin á staðnum, ef svo má segja, menn koma saman án þess að vera með fyrirfram ákveðnar eða mótaðar hugmyndir í kollinum, „allt byggist á því að við komumst í samband hver við annan og sköpum nýja orku með aðstoð áheyrenda“. Eftir að Suzuki sneri aftur í tón- listina stofnaði hann ekki eiginlega hljómveit heldur fær hann tónlist- armenn víða um heim til að spila með sér á hverjum stað og þannig munu íslenskir hljóðfæraleikarar, trommuleikari og bassaleikari, leika með honum en einnig verða með í för tveir þýskir hljóðfæraleikarar. Alla jafna notar hann þó ekki orðið hljóðfæraleikari, notar orðin „sound carrier“, sem snara má sem hljóð- bera. Hann lýsir því svo fyrir mér að skipuleggjendur hverra tónleika velji samstarfsmenn fyrir hann, sem tryggi það að hann leiki með ólíkum listamönnum af ólíkum tónlistarsviðum. „Við ræðum síðan ekkert um það sem spilað verður, hittumst í hljóðprufunni rétt fyrir tónleika og síðan á sviðinu þegar tónleikarnir hefjast. Ég vil ekki vera of undirbúinn og helst vita sem minnst um þá sem spila með mér þangað til tónleikarnir hef- jast.“ Í gegnum árin hefur Suzuki leikið með grúa tónlistarmanna sem hann segir að tilheyri Damo Suzuki- netinu, en þar á meðal eru fyrrver- andi Can-félagar, liðsmenn Broken Social Scene, Mani Neumeier, Acid Mothers Temple og svo má telja. Eins og getið er var Damo Suzu- ki félagi í Can, sem er óefað ein áhrifamesta rokksveit sögunnar. Hann tekur og undir að það komi iðulega fyrir að fólk búist við og ætlist til þess að hann spili Can-lög á tónleikum. „Menn skilja það þó fljótt þegar ég útskýri það fyrir þeim, að ég er ekki í Can lengur, ég er að gera allt aðra hluti, að vinna í allt annarri hugmyndafræði, en ég skammast mín ekki fyrir að hafa verið í Can, alls ekki, það á bara ekki við sem stendur.“ Kvikmyndatónleikar Damos Suz- ukis fara fram í Gamla bíói 3. októ- ber. RIFF sýnir einnig mynd um tónleikaferðalag Suzukis um Bandaríkin árið 1998, Over the Air, í leikstjórn Peters Braatz. Sköpum nýja orku með aðstoð áheyrenda  Damo Suzuki úr Can spilar undir meistaraverkið Metropolis Orka Damo Suzuki, fyrrverandi söngvari þýsku hljómsveitarinnar Can, flytur tónlist undir Metropolis á RIFF í næstu viku. Spennuþættirnir Homeland hlutu flest Emmy-sjónvarpsverðlaun en þau voru afhent í Los Angeles í fyrrakvöld. Þáttaraðir Mad Men hafa undanfarin fjögur ár hlotið flest verðlaun á hátíðinni en þurftu nú að lúta í lægra haldi. Mad Men hlaut flestar tilnefningar í ár en engin verðlaun. Homeland var valin besta þáttaröðin og aðalleikarar hennar, Briton Damian Lewis og Claire Danes, hlutu verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í dramatískri þáttaröð. Þá hlutu handrits- höfundar þátt- anna einnig verð- laun. Af öðrum Emmy-verðlaunum má nefna að Modern Family hlaut þau sem besta gamanþáttaröðin. Sigurgöngu Mad Men á Emmy lokið Leikkonan Claire Danes WILL FERRELL OG ZACH GALIFIANAKIS Í FYNDNUSTU MYND ÞESSA ÁRS! „YOU LAUGH UNTIL IT HURTS.“ BOXOFFICE MAGAZINE „A TASTY, HILARIOUS TREAT.“ ENTERTAINMENT WEEKLY 16 12 64.000 GESTIR STÆRSTA MYND SUMARSINS STÆRSTA MYND WB ALLRA TÍMA Á ÍSLANDIL Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up. Ó.H.T - RÁS 2 HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR.  MORGUNBLAÐIÐ 121216 ÁLFABAKKA 7 L L L L 12 12 12 EGILSHÖLL 12 12 L L VIP 12 KRINGLUNNI LAWLESS KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D LAWLESS VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D THE CAMPAIGN KL. 6 - 8 - 10 2D FROST KL. 6 - 8 - 10:45 2D THE BOURNE LEGACY KL. 8 - 10 2D HIT AND RUN KL. 10:30 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 2D LAWLESS KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D CAMPAIGN KL. 6 - 8 - 10 2D 12 12 AKUREYRI LAWLESS KL. 10:10 2D CAMPAIGN KL. 8 2D BABYMAKERS KL. 8 2D FROST KL. 10:10 2D “HARÐASTA KRIMMAMYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í ÁRARAÐIR. EIN BESTA MYND 2012!” T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT THE HOLLYWOOD REPORTER BOXOFFICEMAGAZINE 16 16 16 16 16 16 16 16 16 12 KEFLAVÍK DJÚPIÐ KL. 8 2D LAWLESS KL. 10 2D FROST ÍSL.TALI KL. 8 - 10 2D THE BRAVE KL. 5:50 2D BABYMAKERS KL. 5:50 2D 16 16 TOM HARDY HEFUR ALDREI VERIÐ BETRI LAWLESS KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D CAMPAIGN KL. 5:50 - 8 - 10:30 2D BOURNE LEGACY KL. 8 - 10:40 2D FROST KL. 8 2D DARK KNIGHT RISES KL. 10 2D BRAVE KL. 5:40 2D MADAGASCAR 3 KL. 5:50 2D ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG TILBO Ð TILBO Ð TILBO Ð TILBO Ð TILBO Ð Ert þú frjáls? Handfrjáls höfuðtól SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Dasan Létt og þægilegt höfuðtól frá Dasan sem hægt er að teng ja með USB við tölvu eða hefðbundnu síma- tengi við borðsíma. Jabra Pro 920 / 930 - þráðlaust Þráðlaust DECT höfuðtól sem tengist nær öllum gerðum símtækja og skiptiborða. Allt að 120m drægni. Falleg og stílhrein hönnun. USB 12.900 kr. Borðsíma eða USB - 33.900 kr.Borðsíma 9.900 kr. Við bjóðum mikið úrval af handfrjálsum og þráðlausum höfuðtólum. Kíktu til okkar, við tökum vel á móti þér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.