Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 38
Hvernig ertu búinn fyrir veturinn? Ég er prýðilega vel undir veturinn búinn en karlatískan er íhaldssöm í eðli sínu, það þarf ekki mikið til að fríska upp á það sem fyrir er. En það má alltaf á sig blómum bæta. Er eitthvað sérstakt á óskalistanum þetta haustið? Gerðarlegur vaxborinn jakki, snyrtilegir ökklaháir leðurskór, L.L.Bean-stígvél og leðurtaska undir tölvu og bækur að ógleymdum hlaupaskóm - líftími þeirra er takmarkaður. Hvar verslar þú helst? Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Þegar ég fer utan reyni ég að kaupa mér föt, helst í magnkaupum, en þá heimsæki ég m.a. H&M, Suit, Cos og Uniqlo. Hér heima eru það stök föt helst í Zöru, Geysi, GK og Kormáki og Skildi. Ég spreða í yf- irhafnir og skó, en er nokk sama hvaðan aðrar flíkur koma. Hvert liggja tískustraumarnir þetta haustið? Tískan fer í hringi. Eftir sumarið eru seglskútuleg Kennedy- klæði komin á herðatré. Haustið og veturinn taka við þar sem háskólastúdentinn og -kennarinn frá 1965 hafa fengið yfirhaln- ingu en einnig breskur veiði- og lordastíll. Uppáklæddir Ein- steinar eða Laxnesar fengju eflaust ágæt- iseinkunn hjá tísku- bloggurum. Það ligg- ur við að þrír ættliðir geti verslað saman. Flauelið hefur ver- ið dregið fram úr skugganum en ann- ars eru straumarnir á svipuðum slóð- um og undanfarin tvö ár – háskólajakkar, „peacoat“, vax og vat- teraðir jakkar og duffel-yfirhafnir eru vinsælar. Einnig tweed- og flauels- blazerar, reffileg vesti sem innri eða ytri klæði, ullarbuxur, flauels- og kakí- buxur nú búrgúndí rauðar og galla- buxur sem og aðrar með gulrótarsniði. Ofangreint er kryddað með olnbogabótum, munstruðum peysum, rúllukragapeys- um, galla-, flannel-, flauels- eða Oxford-bómullarskyrtum, slaufum og ofnum ull- ar- og bómullarbindum. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég reyni að vera snyrtilegur, er elskur að góðum peysum enda á ég nokkuð af þeim og vel sniðnum buxum. Ég vil ekki vesen en get verið hrifinn af litum. Góð- ar yfirhafnir og skór eru punkturinn yfir i-ið. Maður þróast – stíllinn er sígengur endurframleiddur ferill sem hefur samt ákveðið stef. Áttu þér eitthvert gott ráð eða mottó varðandi fatakaup? Það er eins með fatakaup og matarinnkaup, maður á ekki að versla á fastandi maga. Ég stekk ekki á hluti, er yfirleitt búinn að mynda mér skoðun á því sem ég ætla að versla þegar ég fer í leiðangur. Föt eiga að vera aðsniðin en ekki þröng. Buxur eiga ekki að vera fánar, þú átt ekki að flagga í hverju skrefi. Kjörorð eru að klæða sig eftir veðri, glugga í tímarit og heimasíður líkt og valet- mag.com og asos.com til að sjá hvað þykir móðins – svo maður viti hvaða gömlu lörfum eigi að dusta rykið af. Föt og fylgihlutir *Flugfreyjur eru þekktar fyrir smekkvísi, enda er ekki kastað til höndum við hönnun flugbúninga»36VAXBORINN JAKKI Á ÓSKALISTANUMUppáklæddir Einsteinar og Laxnesar ÁRNI GEORGSON MENNINGARFRÆÐINGUR ER ANNÁLAÐUR ÁHUGAMAÐUR UM FATNAÐ OG MÓÐ HVERJU SINNI. HANN DEILIR SINNI SÝN Á HERRATÍSKUNA FYRIR HAUSTIÐ Gunnghildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Árni G Morgunblaðið/Kristinn JAKKAR OG VESTI Vörurnar frá Harris Tweed og Barbour eru oftar en ekki lífstíð- areign. Harris Tweed fæst m.a. hjá Sævari Karli hér á landi. BINDI Ofin ullar- og bómullarbindi fást m.a. hjá Kormáki og Skildi. FLAUELSSKYRTA Skyrtur úr hinum ýmsustu efnum eru móðins sem stendur. Ganga galla-, flan- nel-, flauel- eða Oxford bómullarskyrtur allar. L.L.BEAN SKÓR Gerðarlegir ökklaháir vetrarskór á borð við þessa, henta vel við ís- lenskar aðstæður. TÖLVUTASKA Leður- eða rúskinnstaska undir tölvu og bækur klæðir herra sem dömur. Þessir er frá Barbour.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.