Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 38
Hvernig ertu búinn fyrir veturinn? Ég er prýðilega vel undir veturinn búinn en karlatískan er íhaldssöm í eðli sínu, það þarf ekki mikið til að fríska upp á það sem fyrir er. En það má alltaf á sig blómum bæta. Er eitthvað sérstakt á óskalistanum þetta haustið? Gerðarlegur vaxborinn jakki, snyrtilegir ökklaháir leðurskór, L.L.Bean-stígvél og leðurtaska undir tölvu og bækur að ógleymdum hlaupaskóm - líftími þeirra er takmarkaður. Hvar verslar þú helst? Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur. Þegar ég fer utan reyni ég að kaupa mér föt, helst í magnkaupum, en þá heimsæki ég m.a. H&M, Suit, Cos og Uniqlo. Hér heima eru það stök föt helst í Zöru, Geysi, GK og Kormáki og Skildi. Ég spreða í yf- irhafnir og skó, en er nokk sama hvaðan aðrar flíkur koma. Hvert liggja tískustraumarnir þetta haustið? Tískan fer í hringi. Eftir sumarið eru seglskútuleg Kennedy- klæði komin á herðatré. Haustið og veturinn taka við þar sem háskólastúdentinn og -kennarinn frá 1965 hafa fengið yfirhaln- ingu en einnig breskur veiði- og lordastíll. Uppáklæddir Ein- steinar eða Laxnesar fengju eflaust ágæt- iseinkunn hjá tísku- bloggurum. Það ligg- ur við að þrír ættliðir geti verslað saman. Flauelið hefur ver- ið dregið fram úr skugganum en ann- ars eru straumarnir á svipuðum slóð- um og undanfarin tvö ár – háskólajakkar, „peacoat“, vax og vat- teraðir jakkar og duffel-yfirhafnir eru vinsælar. Einnig tweed- og flauels- blazerar, reffileg vesti sem innri eða ytri klæði, ullarbuxur, flauels- og kakí- buxur nú búrgúndí rauðar og galla- buxur sem og aðrar með gulrótarsniði. Ofangreint er kryddað með olnbogabótum, munstruðum peysum, rúllukragapeys- um, galla-, flannel-, flauels- eða Oxford-bómullarskyrtum, slaufum og ofnum ull- ar- og bómullarbindum. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég reyni að vera snyrtilegur, er elskur að góðum peysum enda á ég nokkuð af þeim og vel sniðnum buxum. Ég vil ekki vesen en get verið hrifinn af litum. Góð- ar yfirhafnir og skór eru punkturinn yfir i-ið. Maður þróast – stíllinn er sígengur endurframleiddur ferill sem hefur samt ákveðið stef. Áttu þér eitthvert gott ráð eða mottó varðandi fatakaup? Það er eins með fatakaup og matarinnkaup, maður á ekki að versla á fastandi maga. Ég stekk ekki á hluti, er yfirleitt búinn að mynda mér skoðun á því sem ég ætla að versla þegar ég fer í leiðangur. Föt eiga að vera aðsniðin en ekki þröng. Buxur eiga ekki að vera fánar, þú átt ekki að flagga í hverju skrefi. Kjörorð eru að klæða sig eftir veðri, glugga í tímarit og heimasíður líkt og valet- mag.com og asos.com til að sjá hvað þykir móðins – svo maður viti hvaða gömlu lörfum eigi að dusta rykið af. Föt og fylgihlutir *Flugfreyjur eru þekktar fyrir smekkvísi, enda er ekki kastað til höndum við hönnun flugbúninga»36VAXBORINN JAKKI Á ÓSKALISTANUMUppáklæddir Einsteinar og Laxnesar ÁRNI GEORGSON MENNINGARFRÆÐINGUR ER ANNÁLAÐUR ÁHUGAMAÐUR UM FATNAÐ OG MÓÐ HVERJU SINNI. HANN DEILIR SINNI SÝN Á HERRATÍSKUNA FYRIR HAUSTIÐ Gunnghildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Árni G Morgunblaðið/Kristinn JAKKAR OG VESTI Vörurnar frá Harris Tweed og Barbour eru oftar en ekki lífstíð- areign. Harris Tweed fæst m.a. hjá Sævari Karli hér á landi. BINDI Ofin ullar- og bómullarbindi fást m.a. hjá Kormáki og Skildi. FLAUELSSKYRTA Skyrtur úr hinum ýmsustu efnum eru móðins sem stendur. Ganga galla-, flan- nel-, flauel- eða Oxford bómullarskyrtur allar. L.L.BEAN SKÓR Gerðarlegir ökklaháir vetrarskór á borð við þessa, henta vel við ís- lenskar aðstæður. TÖLVUTASKA Leður- eða rúskinnstaska undir tölvu og bækur klæðir herra sem dömur. Þessir er frá Barbour.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.