Morgunblaðið - 17.10.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.10.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Eftir mikla pólitíska sviptivindasem geisað hafa vegna ábyrgð- ar ráðherra hafa umræður um störf þeirra allt aðra merkingu nú en fyrir fáeinum árum.    Nú hafa spurn-ingar um hver vissi hvað og hvenær allt aðra merkingu en áður. Ennfremur hafa spurningar um aðgerðir allt aðra þýðingu nú og ekki síður spurningar um aðgerðaleysi, sem hafa alveg sérstaka þýðingu.    Svör ráðherra viðfyrirspurnum þingmanna eru þess vegna stundum áhugaverðari nú en áður var. Í gær spurði Birgir Ár- mannsson Steingrím J. Sigfússon hvað hann hefði vitað um þann vanda sem uppi var vegna tölvukerf- is og mjög hefur verið í umræðunni.    Steingrímur svaraði því til að sérhefði ekki verið kunnugt um vandamálin.    Birgir sagði þá að svörin kæmusér á óvart. Umræður um þetta hefðu farið fram í þingnefndum og þingmenn Sjálfstæðisflokks hefðu vakið athygli fjármálaráðuneytisins á þessu árið 2009, en þá var Stein- grímur fjármálaráðherra, sællar minningar.    Birgir benti einnig á að Björn Val-ur Gíslason hefði sagt frá því að hann hefði vitað um þetta árið 2009.    Hvernig má það vera að Stein-grímur hafi ekki vitað um þetta þegar athygli ráðuneytis hans hafði verið vakin á þessu og hans helsti bandamaður vissi um málið? Birgir Ármannsson Vitneskjan og aðgerðaleysið STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 | VITA.is 6. til 10. desember 2012 Í ferðinni er kafað ofan í sögu og menningu Rómar, þú upplifir Rómverja dagsins í dag og heimsækir Vatíkanið Verð frá: 157.700 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Á mann í tvíbýli. *Verð án Vildarpunkta: 167.700 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ferðir hótel og máltíðir skv. ferðalýsingu. Sjá nánar á www.vita.is Fararstjóri: Séra Þórhallur Heimisson Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 61 54 2 10 /1 2 Aðventuferð til Rómar Veður víða um heim 16.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 3 skýjað Kirkjubæjarkl. 2 skýjað Vestmannaeyjar 4 skýjað Nuuk 7 heiðskírt Þórshöfn 6 súld Ósló 3 alskýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Helsinki 11 skýjað Lúxemborg 8 skýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 11 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 15 léttskýjað París 15 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 10 skúrir Berlín 12 heiðskírt Vín 7 skúrir Moskva 8 alskýjað Algarve 20 heiðskírt Madríd 20 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 7 þoka Montreal 7 skýjað New York 11 léttskýjað Chicago 12 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:26 18:01 ÍSAFJÖRÐUR 8:38 17:59 SIGLUFJÖRÐUR 8:21 17:41 DJÚPIVOGUR 7:57 17:29 Talsmaður neyt- enda hefur ekki gefið ráðherra ár- lega skýrslu né prentað hana eða birt opinberlega eins og lög um talsmann neyt- enda kveða á um. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir slíka heildstæða skýrslu ekki hafa verið gerða frá ári til árs síðan hann tók við embætti árið 2005. „Það væri æskilegt að koma þessu á heildstætt form. Hins vegar birtast allar upplýsingar á vefn- um flokkaðar eftir árum, mánuðum og viðfangsefnum. Þar má sjá tillögur, umsagnir og fleira. Allar upplýsingar eru birtar á vefnum nema ársreikn- ingar,“ segir Gísli og bætir við að ráð- herrar hafi ekki kallað eftir slíkum skýrslum. Auk þess hafi hann hitt alla sex ráðherra sem hann hafi heyrt und- ir á starfstímanum og rætt starfsemi embættisins og neytendamál þótt ekki hafi verið fundað reglulega. Fjárskortur og mannekla Gísli segir fjárskort og manneklu ástæðu þess að slíkar skýrslur hafi ekki verið gerðar en hins vegar liggi allar upplýsingar um starfsemi emb- ættisins fyrir á vefnum og hann hafi sjálfur gengið lengra en margir op- inberir aðilar í að birta upplýsingar. Þess má geta að Gísli er eini starfs- maður embættisins. Aðspurður hvort skortur á lögbundnum ársskýrslum dragi úr tiltrú almennings á embætt- inu segist Gísli ekki búast við að sú sé raunin enda birtist allar upplýsingar sem skylt sé að veita á vefnum og rúmlega það. Hann viðurkennir þó að heppilegra væri að útbúa heildstæða skipulagða ársskýrslu en tekur fram að ekki sé erfitt að átta sig á starfseminni með skoðun á vef embættisins, tn.is. heimirs@mbl.is Aldrei skilað árs- skýrslu  Segir allar upplýs- ingar liggja fyrir Gísli Tryggvason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.