Morgunblaðið - 17.10.2012, Page 10

Morgunblaðið - 17.10.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 ÞARFNAST ÞÚ MEIRI ORKU TIL DAGLEGRA STARFA? Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Orkulausnir, henta einstaklingum sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda, svo sem einstaklingum með vefjagigt og þeim sem þurfa þjálfun eftir veikindi af ýmsum toga. Orkulausnir hefjast• 30. október 8 vikna námskeið.• Þjálfun 2x í viku:• Þri og fim kl. 15:00. Fræðsla um svefntruflanir, streitu, andlega• líðan og verki. Einstaklingsviðtal við hjúkrunarfræðing.• Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari.• Verð kr. 16.900 pr. mán. (samtals 33.800• kr. fyrir 8 vikur). Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hugmyndin að þessari bókkviknaði samtímis hjáokkur og hún hefur veriðí þróun í þrjú ár,“ segja þær Kristín Þóra Harðardóttir og Sigrún Óskarsdóttir, höfundar bók- arinnar Orð, krydd og krásir, sem inniheldur spennandi og girnilega rétti af slóðum Biblíunnar og kemur út í næsta mánuði hjá Veröld. „Okkur langaði að gera matreiðslubók sem væri óhefðbundin og þótt ég sé prest- ur langaði mig ekki að gera and- aktuga bók með hugvekjum, heldur tengja mat og Biblíuna saman með öðrum hætti. Fanga einhverja stemningu. Lokaniðurstaðan var að búa til samfélag við matarborð. Við bjuggum því til tólf veislur út frá jafnmörgum textum í Biblíunni og bættum við eigin hugleiðingum.“ Sköpunargleðin við völd Sigrún sá um að velja textana úr Biblíunni, enda nokkuð vel lesin í þeirri bók eðli málsins samkvæmt. „Tilvitnunartextarnir segja ekki endilega frá veislum í Biblíunni held- ur líka frá einhverju þar sem matur kemur við sögu. Síðan fór eitthvað af stað við lestur textans og við gáfum okkur frelsi til að láta hann örva okk- ur til sköpunargleði í matargerðinni. Útkoman verður því stundum allt öðruvísi en var á tímum Biblíunnar. En við skoðuðum samt mjög vel hvernig matur var í boði á þessum tíma á þessu svæði. Það er mjög áhugavert að kynna Biblíuna á annan hátt en fólk er vant og tengja það við hversdagslífið.“ Etið og drukkið Guði til dýrðar Þær eru matreiðslunördar og vakna stundum að morgni með hugmynd að uppskrift í hausnum. Þær segja samveruna við matarborðið og kærleikann sem lagður er í matargerðina skipta öllu máli. Orð, krydd og krásir er fyrsta matreiðslu- bókin þeirra og inniheldur hún rétti af slóðum Biblíunnar. Á þeim ágæta vef Hugi.is eru greinar um hin ólíkustu málefni. Þar á meðal er ein grein um fleyg orð um ketti. Þetta eru skemmtilegar tilvitnanir sem komnar eru frá fólki sem flestir kannast við, eins og til dæmis Ernest Hemingway en eftir honum eru þessi fleygu orð höfð: Einn köttur leiðir óhjákvæmilega til annars. Hún Mary Bly segir að hundar komi þegar kall- að sé á þá, en að kettir taki skilaboð og hafi samband síðar. Allir sem kynnst hafa köttum vita að þeir eru sjálfstæðir og líta jafnvel mjög stórt á sig. Og kannski er það vegna þess sem haft er eftir ónefndum aðila: Fyr- ir þúsundum ára voru kettir dýrkaðir eins og guðir. Þeir eru ekki búnir að gleyma því. Hippolyte Taine lét hafa eftir sér þessi orð: Á lífsleiðinni hef ég kynnst mörgum heimspekingum og mörgum köttum. Það er mun meira varið í speki kattanna. Vefsíðan www.hugi.is/kettir/greinar Morgunblaðið/Kristinn Mosi Hann er merkilegur köttur og til er bók um ævintýralegt lífshlaup hans. Kettir eiga sig algerlega sjálfir Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og það á sérstaklega við ef fólk ætlar að gifta sig og blása til stórrar veislu. Þeir sem eru að huga að brúðkaupi eða öðrum veislum ættu að kíkja inn í Kópavoginum næsta laugardag 20. okt., því þá mun Cocktail veisluþjón- usta standa fyrir glæsilegri brúð- kaups- og veislusýningu í Lions- salnum Lundi, Auðbrekku 25-27 í Kópavogi, kl. 13-17. Á boðstólum verður m.a. úrval forrétta, sjávar- rétta, heitar kalkúnabringur, tertur og vínsmakk ásamt kynningu á blóm- um, skreytingum, brúðar- og herra- fatnaði, ljósmyndun, gjafavöru ofl. Endilega... ...smakkið og skoðið Brullaup Stór stund og skemmtileg. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Viska og fáviska verða í brennidepli á heimspekikaffi í Gerðubergi í kvöld klukkan 20. Lengi hafa menn brotið heilann um eðli viskunnar og jafnvel skipað henni til sætis með góðsemd. Áhrif heimskunnar hafa aftur á móti verið vanmetin en hún hefur m.a. áhrif á stöðu og virðingu einstaklinga. Gunnar Hersveinn, heimspek- ingur og rithöfundur, mun með hjálp gesta kryfja málin. Víða verð- ur leitað fanga úr sögu visku og fá- visku, m.a. í Lofi heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam. Spurt verð- ur hvers vegna heimskan er jafn- hátt skrifuð í heiminum og viskan. Friðbjörg Ingimarsdóttir verður með innlegg um fordóma og lúmsk áhrif staðalímynda á hugsun okkar og gerðir. Friðbjörg, sem er MA í mennta- og menningarstjórnun, mun nefna ýmis áhugaverð dæmi. Heimspekikaffið hefur verið á dagskrá Gerðubergs frá því í fyrra- haust og notið mikilla vinsælda. Þar er viska kaffihúsagesta lokkuð fram með lifandi umræðu. Eftir inn- gang frummælenda hefjast skemmtilegar umræður við hvert borð út frá efni kvöldsins og síðan er leitað eftir innleggi gesta. Margir hafa fengið gott veganesti eftir kvöldin, a.m.k. eitthvað til að íhuga nánar og ræða heima eða á vinnu- stað sínum. Heimspekikaffi í Gerðubergi í kvöld Viska og fáviska krufin Frummælendur Friðbjörg Ingimarsdóttir og Gunnar Hersveinn munu leiða umræðuna. Vinkonur Sigrún og Kristín kunna vel við sig í eldhúsinu. Matreitt Hér matreiða þær fiska tvo af mikilli ást. Orð, krydd & krásirSigrún Ó sk O rð,krydd & krásir Spennandi og girnilegir réttir af slóðum Biblíunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.