Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Nú styttist brátt í tvenns konar kosningar sem hvorar tveggja flokkast sem óábyrgar gagnvart samfélaginu þó með mismunandi hætti sé. Stjórn- arskrárkosningin er ekki kosning heldur fer nær því að flokkast sem skoðanakönnun um eitthvað sem stjórn- málamenn geta svo túlkað hvernig sem þeim hentar, m.a. til afnáms eignarréttar. Hin kosningin er um sameiningu Garðabæjar og Álftaness undir fyrirsögninni okkarval.is sem er kost- uð og gerð af orku- fullum embætt- ismönnum bæjarfélaganna auk herfylkingar áróðurs- og auglýsingasmiða. Á heimasíðunni eru til- teknir ótal kostir en ekki minnst á einn ein- asta ókost vegna sam- einingarinnar. Fyr- irspurnum er varða fjárhagsleg atriði er hinsvegar ekki svarað. Fyrirsögn kosningarinnar er reyndar einstaklega ósvífin ef haft er í huga að með samningnum fylgir 1.200 milljóna meðgjöf frá íbúum annarra sveitarfélaga sem reyndar hafa ekkert „val“ um sameininguna. Ástæða þessarar meðgjafar er að í ljós hefur komið að nokkrir fjár- magnseigendur, m.a. Arion banki, lánuðu Álftanesi í senn glannalega og veðlaust sem sveitarfélagið gat ekki með nokkru móti greitt og fjár- magnseigendur með engu móti inn- heimt. Í stað þess að láta slíka lán- veitendur afskrifa sín lán, taldi Ögmundur Jónasson farsælast að seilast ofan í buddur almennings sem þó fer jafnvel ekki einu sinni í sund á Álftanesi. Á heimasíðu Arion banka slær bankinn um sig með tískufrasanum „Samfélagsleg ábyrgð“. Flestir leggja þann skilning í það hugtak að viðkomandi vilji t.d. „taka virkan þátt í samfélaginu og uppbyggingu þess og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki“. Arion banki tekur hinsvegar tískufrasann nokkuð bók- staflega í aðra átt og telur að sam- félagið skuli taka sjálfskuldarábyrgð á glannalegum lánveitingum bank- ans. Þess má geta að samkvæmt 6 mánaða uppgjöri hagnast bankinn um 2 milljarða á mánuði á sama tíma og 15-20% heimila á Íslandi eiga í greiðsluerfiðleikum. Með fulltingi Ögmundar sem héð- an í frá verður minnst sem velferð- arráðherra fjármagnseigenda, fær hvert heimili í greiðsluerfiðleikum reikning upp á 10.000 kr. í formi skuldaaukningar. Flestum Íslend- ingum var réttilega misboðið þegar Icesave-ánauðin var borin á borð fyr- ir kjósendur. Þó freklega sé gengið framhjá þeim kjósendum sem þó eru látnir borga fyrir sameininguna er hér með skorað á kjósendur sem þó fá að kjósa, að hafna og sýna sam- félagslega ábyrgð í verki. Samfélagsleg sjálfskuldarábyrgð Eftir Arnar Sigurðsson » Á heimasíðunni eru tilteknir ótal kostir en ekki minnst á einn einasta ókost vegna sameiningarinnar. Arnar Sigurðsson Höfundur starfar á fjármálamarkaði. Sunnudaginn síð- asta, þann 14. okt., bauð Ríkissjónvarpið upp á nýja tegund af sjónvarpsefni. Sýnd var mynd (Fjallkonan hrópar á vægð) þar sem markmiðið var að vekja andstyggð áhorf- andans á sauð- fjárbændum og sauðfé. Að vísu var stöku sinn- um reynt að hafa einhverskonar fræðilegan blæ á áróðrinum en grímulaus var hann þess á milli. Ósannindi, sem áhorfandanum var ætlað að trúa, voru margendurtekin eins og áróðursmeistara er siður. Þau helstu voru þessi: 1. Allir sauðfjárbændur eru land- níðingar. (Líka þeir sem stunda land- græðslu) 2. Öll landeyðing frá landnámi er eingöngu af völdum sauðkindarinnar. (Líka við rætur jökla og eldfjalla sem og á flæðiaurum stórfljóta) 3. Tvö þúsund sauðfjárbændur fá árlega í sinn vasa 4.000 milljónir af skattfé. (Þó þeir fái 2.000.000 kr. í vasann á mann frá ríkinu, þurfa flest- ir að vinna með búskapnum til ná endum saman, þvílíkt óráðsíufólk) 4. Bændur beita fé á lönd annarra í óleyfi, fái þeir því við komið. (Segir það sig ekki sjálft? Þetta eru jú allt drullusokkar) 5. Hvergi í heiminum eru landbún- aðarvörur niðurgreiddar nema á Ís- landi. (Enda er verið að rægja ís- lenska bændur, ekki erlenda) 6. Sauðfé kann best við sig á eyði- melum og lítt grónu landi. (Svipað og aðrar skepnur hljóta kindur að sækja þangað sem minnst er að éta, ef þær fá að skemma fágæt blóm í staðinn) 7. Skógrækt er ekki kostuð af skattfé, hvorki plöntur né gróð- ursetning. (Það eru bara sauð- fjárbændur sem eru afætur á sam- félaginu) 8. Rollur grafa rofabörð í algróið land. (Jafnvel þó öll rofabörðin snúi mót ríkjandi vindátt, þær bíta bara allar sömumegin í þúfunum) 9. Stór hluti tekna bænda er fyrir að smala eigin fé á annarra landi. (Enda undirstrikar það ágirnd og ill- mennsku þessa þjóðfélagshóps) 10. Uppgræðsla bænda skiptir ekki máli, því þeir stunda hana ein- göngu í gróðaskyni á eigin landi. (Þeir eiga hvort sem er eftir að eyði- leggja þetta land aftur með ofbeit) Fleiri atriði nenni ég ekki að telja úr þessari einstöku mynd. Upp í hvaða dans er Rík- isútvarpið að bjóða? Líklega verður mynd um hunda á næsta sunnudag. Þar verða saman teknar allar fréttir um hundsbit, frá því að sögur hófust. Við hæfi væri að taka viðtöl við öll blaðburðarbörn og póstmenn sem orðið hafa fyrir aðsúg hunda. Í lokin væri viðeigandi að sýna allan þann hundaskít sem finnst á strætum og stígum höfuðborgarsvæðisins. Þessi efnistök væru álíka hlutlaus eins og umrædd mynd og gæfu jafn trúverðuga mynd af besta vini mannsins. Það væri ekkert við því að segja að sýna áróðursmynd gegn sauðfé og bændum, eða hverju sem er, í bíó- húsum og á myndbandaleigum og auglýsa hana sem slíka. En að senda svona sora inn á heimili fólks, í formi fræðsluþáttar á sunnudagskvöldi, er að fara yfir strikið. Einn viðmælandi myndarinnar stakk örlítið í stúf en það var okkar ágæti umhverfisráðherra, frú Svan- dís Svavarsdóttir (fyrir utan að sparka í Sjálfstæðisflokkinn eins og góðum komma er eðlilegt). Í hennar máli kom fram að fólk þyrfti að styðja mál sitt með fræðilegum rökum, eigi að taka á því mark. En athygli vakti að ekki einn einasti þeirra sem fram komu í myndinni gat vitnað til gagna, eða vísindalegra rannsókna, máli sínu til stuðnings. Það var því ákaflega viðeigandi að þeir Þorvaldur Gylfa- son og Þórólfur Matthíasson skyldu vera fengnir til að leggja málinu lið. Þar sem hráefnið í baksturinn var að uppistöðu til þröngsýni, fáfræði og hræsni, var framlag þeirra félaga eins og jarðarberið ofan á rjómann. Sunnudagur á RÚV Eftir Kára Gunnarsson Kári Gunnarsson » Þar sem hráefnið í baksturinn var að uppistöðu til þröngsýni, fáfræði og hræsni, var framlag þeirra félaga eins og jarðarberið ofan á rjómann. Höfundur er kennari. Næstkomandi laug- ardag verður þjóð- aratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlag- aráðs. Ein spurning- anna varðar samband kristni og þjóðar. Rétt er að benda á að ekki er verið að kjósa um samband rík- is og kirkju, heldur miklu fremur um sam- band kristni og þjóðar og hvaða umgjörð við viljum hafa um hið trúarlega svið samfélagsins. Nauðsynlegt er að árétta, að þjóð- kirkjan er sjálfstætt trúfélag og ekki ríkiskirkja eða stofnun. Um hana gildir rammalöggjöf, en lýðræð- islega kjörið kirkjuþing, sem er að meirihluta skipað leikmönnum, fer með æðsta vald. Ekki er það svo að kirkjan sé bein- ingamaður sem þiggur ölmusu úr ríkissjóði, líkt og sumir halda fram. Laun presta koma úr ríkissjóði, enda fékk ríkið í sinn hlut fleiri hundruð kirkjujarðir, með sérstökum samn- ingi árið 1997. Arður af þessum jörð- um stóð um aldir undir prestsþjón- ustu í landinu. Prestlaun eru því eins og endurgjald fyrir þau verðmæti er ríkissjóður hefur tekið yfir. Rekstur sókna er fjármagnaður með sóknargjöldum sem innheimt eru með tekjuskatti – þau eru fé- lagsgjöld en ekki rík- isframlag. Öll skráð trúfélög fá sín fé- lagsgjöld með þessum hætti. Þjóð og kirkja og kristni hafa átt farsæla samleið um aldir. Krist- indómurinn er einn af hornsteinum íslenskrar menningar. Kirkjan hefur því gegnt ríku menningarlegu og sögulegu hlutverki. Með boðun sinni hefur hún mótað siðvitund okkar, vitund okkar um rétt og rangt, og sjást ávextir þess víða. Ef þjóðkirkjuákvæði verður sam- þykkt er ekki ljóst í hvaða mynd það yrði. Hægt væri að halda óbreyttu ákvæði núgildandi stjórnarskrár, eða, líkt og margir telja hagfellt, að geta auk þjóðkirkju um stuðning rík- isvaldsins við önnur trúfélög og lífs- skoðunarhópa. Norðmenn fara þessa leið í nýrri stjórnarskrá. Íslenska þjóðkirkjan er bundin af venju og lagahefð að þjóna á lands- vísu. Þannig hefur það verið og verð- ur. Margvísleg þjónusta kirkjunnar stendur öllum almenningi til boða, burtséð frá trúarafstöðu eða lífs- skoðunum. Hjálparstarf kirkjunnar hefur aldrei skoðun á því hvað þeir sem þangað leita hugsa um trúarleg efni. Líklega hefur engin örsaga haft viðlíka áhrif í samfélagsmótun og sagan af miskunnsama Samverj- anum. Það er ekki svo að einhver ein trúarbrögð eða lífsskoðun lagi þau mein sem hrjá heiminn. Þar þurfa allir sem vilja vel að taka höndum saman og ganga til góðra verka. Íslenska þjóðkirkjan hefur um langa hríð verið leiðandi í samstarfi með öðrum trúfélögum. Hún vill starfa í sátt, leitast við að vera um- burðarlynd og víðsýn og taka hönd- um saman með öllum sem hafa góð- an vilja til að efla gott mannlíf og tryggja réttlátt samfélag. Af hverju jáyrði við þjóðkirkju Eftir Þorbjörn Hlyn Árnason Þorbjörn Hlynur Árnason »Margvísleg þjónusta kirkjunnar stendur öllum almenningi til boða, burtséð frá trúarafstöðu eða lífsskoðunum. Höfundur er sóknarprestur á Borg á Mýrum. signa.is TILBOÐ *verð með vsk. kr.59,900- Vindskilti með merkingu Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN .... Hafðu samband

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.