Morgunblaðið - 17.10.2012, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012
✝ Gísli Hall-dórsson arki-
tekt fæddist að
Jörfa, Kjal-
arneshreppi, Kjós
12. ágúst 1914.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
8. október 2012.
Foreldrar hans
voru Halldór Hall-
dórsson, f. 6.6. 1869,
d. 26.5. 1943 og
Guðlaug Jónsdóttir, f. 1.10. 1876,
d. l9.2. 1954. Gísli var næst-
yngstur 11 systkina, með honum
eru þau öll fallin frá. Systkini
hans voru: Elínborg, f. 30.4.
1987, d. 19.1. 1970, Marteinn f.
14.11. 1898, d. 18.6. 1963, Þor-
geir, f. 10.10. 1900, d. 31.7.1921,
Jónfríður Kristbjörg, f. 17.7.
1902, d. 12.12. 1986, Kristín
Magnea, f. 23.8. 1905, d. 12.10.
1967, Ásta Gísla, f. 24.3. 1907, d.
5.7. 1997, Sigurður Jóhann, f.
25.3. 1907, d. 20.1. 1980, Björn, f.
27.3. 1911, d. 11.10. 1965, Ólafía
Laufey, f. 19.8. 1912, d. 12.4.
Sigvalda Thordarson arkitekt
sem þeir starfræktu til 1948, rak
hana síðan einn 1948-1957 en eft-
ir það sem sameignarfélag með
nokkrum starfsmönnum sínum.
Hann sat sem varamaður í borg-
arstjórn Reykjavíkur 1954-1958,
var borgarfulltrúi 1958-1974,
varaforseti borgarstjórnar 1958,
forseti 1970-1974, í borgarráði
1962-1970, sat í bygginganefnd
Reykjavíkur 1954-1958, skipu-
lagsnefnd Reykjavíkur 1958-
1974 og umferðarnefnd 1962-
1966. Hann var formaður í stjórn
íþróttavallanna 1958-1961, for-
maður íþróttaráðs 1961-1974, í
húsnefnd og síðar bygg-
inganefnd KR 1934-1974, for-
maður 1947-1974, í stjórn
Íþróttabandalags Reykjavíkur
frá stofnun 1944-1962, formaður
1949-1962. Hann var forseti
Íþróttasambands Íslands 1962-
1980, í sambandsráði þess í 22 ár,
í Ólympíunefnd Íslands 1951-
1994, varaformaður 1953-1957,
formaður 1972-1994. Hann var
formaður Lionsklúbbs Reykja-
víkur 1974.
Útför Gísla fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 17. október 2012,
kl. 13.
2005, Kristbjörg, f.
25.3. 1919, d. 17.12.
2002.
Gísli kvæntist
Inger Margrete Er-
ichsen, f. 25.12.
1908, d. 17.2. 1987.
Sonur þeirra er
Leifur Gíslason
byggingafræð-
ingur, f. 8.8. 1938,
kona hans er Þórdís
Jónsdóttir, f. 27.1.
1943. Börn þeirra eru Margét
Leifsdóttir, f. 25.8. 1969, eig-
inmaður hennar er Þorsteinn
Stefánsson, f. 12.8. 1969. Börn
þeirra Leifur, f. 28.1. l998, Svava,
f. 3.12. 2001, Þórdís, f. 27.9. 2005,
Gísli Leifsson, f. 20.7. 1971, Jón
Páll Leifsson, f. 12.6. 1973, sam-
býliskona hans er Guðrún Norð-
fjörð, f. 14.5. 1974. Börn þeirra
eru Hildur, f. 9.12. 2005, Kári, f.
24.11. 2008.
Gísli lauk námi frá Det konge-
lige Akademi for de skönne
kunster l947. Hann setti á fót
teiknistofu í Reykjavík ásamt
Það eru forréttindi að hafa átt
samleið með manni eins og
tengdaföður mínum, Gísla.
Alltaf ljúfur, alltaf góður.
Lagði aldrei illt orð til nokkurs
manns. Að ganga lífsgötuna með
hans hugarfari og ljúfmennsku er
ekki öllum gefið. Að ganga með
golfsett fyrir hann var hans leið til
að fá mig til að byrja í íþróttinni.
Eitt af heilræðum Gísla var að
hjón ættu að vera saman í golfi.
Og fegurð golfvalla utanlands og
innan er hluti af þeirri ánægju.
Að kveðja er ekki auðvelt, en er
hluti af lífinu.
Að fá að halda reisn til loka vil
ég þakka frábæru starfsfólki á
Hjúkrunarheimilinu Eir.
Að leiðarlokum. Hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Þórdís Jónsdóttir.
Í dag fór ég í Vesturbæjarlaug-
ina ykkar ömmu Margrétar og
rifjaði upp þegar ég fór með ykk-
ur í laugina eftir næturgistingu.
Eftir það fórum við heim og borð-
uðum ristað franskbrauð og app-
elsínusafa í morgunmat, það var
veisla hjá mér því ég fékk sjaldan
hvítt brauð heima.
Á menntaskólaárunum kom ég
oft á Tómasarhagann eftir skóla.
Það var gott að leggja sig í sóf-
anum hjá ykkur, það var svo mikil
ró yfir öllu.
Elsku afi, þú kenndir mér svo
margt og varst og verður mér
alltaf mikil fyrirmynd. Þú hafðir
mikla trú á mér og það var mér
svo mikilvægt. Þú studdir mig
alltaf í því sem ég var að gera og
þú kenndir mér að vera sáttfús og
„diplómatísk“. Þú kenndir mér
líka að vera æðrulaus, það lærði
ég með því að fylgjast með þér
spila golf. Þú hafðir mikið keppn-
isskap og þið pabbi kepptuð stíft
hvor við annan. Þú tókst stöðug-
um framförum en þegar þú fórst
að nálgast nírætt þá tókstu ekki
lengur framförum. Ég gleymi
aldrei æðruleysinu sem þú sýndir
þegar púttin geiguðu því sjónin
var farin að gefa sig. Þú spilaðir
golf þar til þú varðst 94 ára og
hafðir alltaf gaman af. Í eitt skipt-
ið þegar ég var að byrja og við
spiluðum saman, þá varst þú 91
árs og við vorum í golfbílnum þín-
um. Þú keyrðir svo hratt að í einni
beygjunni var ég næstum dottin
út úr bílnum. Það næsta sem
gerðist var að ég sló í svokallaða
hliðarvatnstorfæru og þú sagðir
að ég mætti ekki „grounda“ kylf-
una. Þá hugsaði ég: „Nei nú er
hann orðinn ruglaður maður enda
orðinn 91, það er ekki séns að
maður megi ekki snerta jörðina
með kylfunni áður en maður
slær!“ En auðvitað hafðir þú rétt
fyrir þér eins og yfirleitt alltaf.
Að fá að verða 98 ára og vera
hress og vel með á nótunum nán-
ast fram á síðasta dag eru forrétt-
indi. Ég man þegar Leifur sonur
okkar Steina fæddist árið 1998.
Þú afi sast með hann í fanginu ný-
fæddan og ég hugsaði: „Vonandi
nær Leifur að muna eftir langafa
sínum.“ Svava fæddist árið 2001
og við sömu aðstæður hugsaði ég
líka: „Ég vona bara að hún eigi
eftir að muna eftir langafa sínum
þegar hún verður stór.“ Þegar
Þórdís fæddist árið 2005, þá hugs-
aði ég enn og aftur það sama en
var ekki mjög vongóð. Nú er Þór-
dís 7 ára og öll eiga þau frábærar
minningar um hjartahlýjan,
merkilegan og glæsilegan lang-
afa. Það er mikil gæfa.
Elsku afi, mér er efst í huga
óendanlega mikið þakklæti fyrir
að hafa átt þig að, þú fyllir mig
stolti og verður mér alltaf mikil
fyrirmynd í lífinu.
Margrét.
Ég kveð þig nú, afi, eftir marg-
ar ómetanlegar stundir. Þær eru
ansi margar, kvöldstundirnar
sem við áttum saman tveir. Ég
minnist þín fyrst og fremst sem
eins af mínum bestu vinum því
ekki get ég státað af miklum af-
rekum á golfvellinum. Eftir að
amma dó og þú varst einn hitt-
umst við a.m.k. einu sinni í viku og
borðuðum saman og alltaf var
jafnnotalegt að koma til þín eftir
langan vinnudag.
Þú snertir ekki bara líf mitt
heldur svo ótal margra annarra.
Sennilega fáir Íslendingar sem
hafa afrekað jafnmikið og þú á
þinni löngu ævi. Ég vona bara að
ég hafi erft lítið brot af þinni
snilligáfu í mannlegum samskipt-
um. Allavega náðum við alltaf
mjög vel saman.
Afrek mín á íþróttasviðinu
munu víst aldrei komast í hálf-
kvisti við þín en ég vona þó að það
sem ég hef gert sé þér til sóma.
Nafni þinn,
Gísli.
Ég var hjá afa mínum, Gísla
Halldórssyni, þegar hann dó að
kvöldi mánudagsins 8. október á
dvalarheimilinu Eir. Þar lauk ævi
eins merkilegasta manns sem ég
hef kynnst og ég var svo heppinn
að fá að kynnast honum vel.
Ég áttaði mig ekki á því þegar
ég var lítill strákur hversu mikinn
mann hann hafði að geyma, um-
fram það að vera góður og
skemmtilegur við okkur. En eftir
því sem ég kynntist eða hitti sam-
ferðafólk hans og samstarfsmenn
í gegnum tíðina gerði ég mér þó
smátt og smátt grein fyrir því. Afi
minn var nefnilega alltaf svo hóg-
vær á eigin ágæti en óspar á að
hrósa öðrum sem unnu með hon-
um. Allt það sem hann áorkaði á
sinni löngu ævi þakkaði hann allt-
af ágætu samstarfsfólki eða skiln-
ingsríku fólki sem tók vel í hug-
myndir hans. Þessi maður, sem
setti sjálfan sig aldrei í forgrunn,
hafði óbilandi kraft til að vinna að
hagsmunum annarra í öllum þeim
ólaunuðu störfum sem hann tók
sér fyrir hendur. Ekki spillti það
heldur fyrir honum að vera sént-
ilmaður af guðsnáð og gamla skól-
anum því þannig hefur hann náð
öllu því besta fram í fólki, hvort
sem það var hjá samstarfs- og
samferðafólki sínu, vinum, fjöl-
skyldu, starfsfólkinu á dvalar-
heimilinu Eir eða bara strákunum
sem báru út blaðið til hans.
Við Guðrún erum mjög þakklát
fyrir að börnin okkar skuli líka
hafa fengið að kynnast honum
Gísla langafa sínum og eftir því
sem þau öðlast þroska til verður
betur hægt að útskýra fyrir þeim
hvers konar langafa þau áttu. Þar
er af nógu að taka. Takk fyrir að
vera okkur svo góð fyrirmynd.
Jón Páll Leifsson.
Kveðja frá Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands
Það er ávallt sárt þegar símtal
með tilkynningu um andlát berst.
Þótt Gísli Halldórsson hafi staðið
nærri tíræðu þegar hann féll frá
þá verður hans saknað af íslenskri
íþróttahreyfingu. Hann var heið-
ursforseti ÍSÍ, og hafði á sínum
ferli gegnt stöðu forseta Íþrótta-
sambands Íslands í 18 ár frá 1962-
1980, og formanns Ólympíunefnd-
ar Íslands í 22 ár frá 1972-1994 eft-
ir rúmlega fjögurra áratuga setu í
nefndinni, auk ótal annarra trún-
aðarstarfa hérlendis sem erlendis
sem útilokað er að útlista í stuttri
grein. Ævisaga Gísla Halldórsson-
ar var samtvinnuð aldarsögu
íþróttahreyfingarinnar á Íslandi,
og ef til vill táknrænt að hann falli
frá á 100 ára afmælisári samtak-
anna sem hann unni svo mikið og
þjónaði svo dyggilega. Þakklæti
okkar til Gísla Halldórssonar
verður vart með orðum lýst.
Viðburðarík saga ÍSÍ í 100 ár
hefur aðeins að geyma fimm fyrr-
verandi forseta samtakanna. Það
var því stór stund fyrir forystu
íþróttahreyfingarinnar á Íslandi
þegar tveir þeirra gátu mætt á af-
mælisdegi samtakanna í Bárubúð í
Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar síð-
astliðinn, og tekið þar þátt í athöfn
við afhjúpun minnisskjaldar um
stofnun ÍSÍ á þeim stað 100 árum
áður, og setið í kjölfarið hátíðar-
fund með framkvæmdastjórn
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands og erlendum gestum frá
Samtökum evrópskra Ólympíu-
nefnda. Sá fundur verður öllum
sem hann sátu ógleymanlegur fyr-
ir hnyttna og leiftrandi ræðu Gísla
Halldórssonar.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast Gísla Halldórs-
syni persónulega, og líklega er öll-
um sem á eftir koma hollt að fræð-
ast um lífshlaup frumherja sem
einkennst hefur af slíkum dugnaði
og ósérhlífni. Hann var afkasta-
mikill og farsæll í starfi sínu sem
virtur arkitekt, og hannaði ýmsar
þekktar byggingar hér á landi, þar
á meðal þekktustu íþróttamann-
virki landsins. Hann sinnti trún-
aðarstörfum sem borgarfulltrúi og
forseti borgarstjórnar í Reykja-
vík. Eftir hann liggja jafnframt
merkileg ritverk sem meðal ann-
ars hafa átt ríkan þátt í að varð-
veita sögu íþróttahreyfingarinnar
á Íslandi.
En ekki síst verður Gísla
minnst fyrir ákaflega háttvísa
framkomu og hversu auðveldlega
honum tókst að leysa mál og sætta
málsaðila í umfangsmiklum og
krefjandi viðfangsefnum íþrótta-
hreyfingarinnar. Hann var sannur
leiðtogi og hafði ávallt heiðarlega
hagsmuni íþróttahreyfingarinnar
að leiðarljósi. Gísli naut ennfremur
mikillar virðingar erlendis, og enn
spyrja forystumenn íþróttamála
erlendis um Gísla Halldórsson,
þótt meira en þrír áratugir séu síð-
an hann lét af embætti forseta ÍSÍ.
Fyrir hönd stjórnar og starfs-
fólks Íþrótta- og Ólympíusam-
bands Íslands, og fyrir hönd allra
félaga í íþróttahreyfingunni á Ís-
landi, færi ég fjölskyldu og að-
standendum Gísla Halldórssonar
dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Gísla Hall-
dórssonar.
Ólafur E. Rafnsson,
forseti ÍSÍ.
Kveðja frá ÍBR
Sumarið 1940 voru tveir ungir
Íslendingar að ljúka starfsnámi í
Kaupmannahöfn en heimsstyrj-
öldin lokaði á möguleika á heimför.
Úlfar Þórðarson augnlæknir gerð-
ist matsveinn á þrjátíu tonna mót-
orbát sem heimilað var að sigla
síðsumars út til Íslands og ís-
lenska ríkisstjórnin samdi við báða
styrjaldaraðila um heimild fyrir
heimflutning Íslendinga af Norð-
urlöndum með strandferðaskipinu
Esjunni um finnsku borgina Pet-
samo. Með þeirri ferð tóku sér far
Gísli Halldórsson og fjölskylda og
má segja að þetta hafi verið
happafengur íþróttahreyfingar-
innar í Reykjavík að fá þá tvo heim
fimm árum fyrr en annars hefði
getað orðið. Þeir áttu eftir að
marka sín spor innan íþróttafélag-
anna í Reykjavík, annað hvort
sameiginlega í borgarstjórn og
vallarstjórn eða einir sér í KR eða
Gísli Halldórsson
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við
fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu
og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
✝
Okkar ástkæra
HJÖRDÍS MAGNÚSDÓTTIR
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR
frá Stærri-Bæ,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar-
daginn 20. október kl. 11.00.
Jarðsett verður í Stóru-Borgar-kirkjugarði.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Gunnar Ágústsson,
Þorkell Gunnarsson, Kristín K. Karlsdóttir,
Sigríður Laufey Gunnarsdóttir, Brandur Matthíasson,
Jón Rúnar Gunnarsson, Kristín P. Birgisdóttir,
Ágúst Gunnarsson, Anna M. Sigurðardóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Árni B. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar,
KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR KAABER
menntaskólakennari,
lést að morgni þriðjudagsins 16. október.
Svanhildur Kaaber,
Lúðvík Kaaber.
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
HELGA JÓNSDÓTTIR
frá Reynistað á Akranesi,
Sóltúni 2,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn
12. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 19. október kl. 13.00.
Sigrún Stella Jónsdóttir, Jón Þorvaldsson,
Þórarinn Jónsson, Sigríður Halla Sigurðardóttir,
Magnús Þór Jónsson, Þórunn Þórisdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur
og bróðir,
ÓFEIGUR GÚSTAFSSON,
Dalsskógum 14,
Egilsstöðum,
er lést á Landspítalanum laugardaginn
6. október, verður jarðsunginn frá
Egilsstaðakirkju föstudaginn 19. október
kl. 13.30.
Þórunn Berglind Elíasdóttir,
Andrea Rut Ófeigsdóttir,
Ásdís Birta Ófeigsdóttir,
Rannveig Haraldsdóttir,
Gústaf Gústafsson,
Gústaf Gústafsson, Sigrún,
Haraldur Gústafsson, Lára
og aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SABÍNA UNNUR JÓHANNSDÓTTIR,
áður á Nýlendugötu 17,
lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn
3. október.
Að hennar ósk hefur útförin farið fram í
kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, H-2, fyrir frábæra
umönnun hennar.
Jóhanna Magnúsdóttir, Örn Ingólfsson,
Dóra Magnúsdóttir, Reynir Björnsson,
Bjarni Ingi Gíslason,
Jóhannes Bragi Gíslason, Ásta Sif Jóhannsdóttir,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.