Morgunblaðið - 17.10.2012, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Nafn mannsins sem fannst látinn
2. Rukkað fyrir þjónustu hraðbanka
3. Leigja pláss í Kringlunni
4. Nauðganir í Herjólfsdal upplýstar
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tvö lög eftir Áskel Másson, „Haust-
ljóð“ og „Encore“, verða frumflutt á
hádegistónleikum í dag í kapellunni á
annarri hæð aðalbyggingar Háskóla
Íslands. Katie Elizabeth Buckley leik-
ur á hörpu og Kristinn Árnason á gít-
ar. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og er
aðgangur ókeypis.
Lög eftir Áskel frum-
flutt í kapellu HÍ
Sigurður Hall-
dórsson sellóleik-
ari og Liwen Hu-
ang píanóleikari
leika hluta sónötu
Rachmaninoffs
fyrir selló og pí-
anó og sónötu
fyrir selló og pí-
anó eftir Debussy
á hádegistónleikum í Sölvhóli, sal
tónlistardeildar Listaháskólans við
Sölvhólsgötu, í dag kl. 12.15. Sig-
urður mun einnig leika brot úr verki
Hafliða Hallgrímssonar, Solitaire.
Rachmaninoff,
Debussy og Hafliði
Uppistandshópurinn Mið-Ísland
verður með uppistand á Stóra sviði
Þjóðleikhússins í kvöld. Uppistands-
hópinn skipa þau Ari Eldjárn, Bergur
Ebbi Benediktsson,
Dóri DNA (Halldór
Halldórsson), Jó-
hann Alfreð Krist-
insson, Björn
Bragi Arnarsson
og Anna Svava
Knútsdóttir.
Grínið hefst kl.
20.
Mið-Ísland með uppi-
stand í Þjóðleikhúsi
Á fimmtudag Norðaustan 3-8 m/s, en norðan 5-10 með A-
ströndinni. Lítilsháttar él NA-til en léttskýjað S- og V-lands. Hiti
kringum frostmark, en 1 til 5 stig yfir daginn á S-verðu landinu.
VEÐUR
„Ég veit ekki hvaða skala á
að nota en ef það er einn til
tíu, þá er það tíu,“ sagði
landsliðsþjálfarinn Lars
Lagerbäck, spurður hversu
svekktur hann væri, á
blaðamannafundi á Laug-
ardalsvelli í gærkvöldi þar
sem Sviss sigraði Ísland 2:0
í undankeppni HM. Svíinn
sagði ennfremur að miðað
við marktækifærin hefðu Ís-
lendingar átt skilið að ná
jafntefli. »1
Lagerbäck afar
svekktur
„Svo fremi sem ég verð valinn þá gef
ég áfram kost á mér í íslenska lands-
liðið. Ég fékk gott frí eftir Ólympíu-
leikana og því vel hvíldur og ferskur
hvað handboltann varðar. Ég vonast
til þess að verða klár í slaginn með
landsliðinu verði ég val-
inn. Það eru spennandi
verkefni framundan
hjá liðinu,“ segir hand-
knattleiksmaðurinn
Snorri Steinn Guð-
jónsson, sem er á ný
genginn til liðs við
GOG á Fjóni eftir
þriggja
ára
fjar-
veru.
»4
Fékk gott frí eftir
Ólympíuleikana
„Þetta er algjörlega grátlegt. Við
vörðumst vel í 70 mínútur en fáum
svo á okkur klaufalegt mark,“ sagði
Kári Árnason, miðvörður íslenska
landsliðsins, eftir 2:0 tapið gegn
Sviss á Laugardalsvellinum. Hann
sagði það hafa verið svekkjandi að fá
á sig fyrra markið þar sem íslensku
leikmennirnir hefðu fengið tækifæri
til að koma boltanum burt. »3
Algjörlega grátlegt tap
að mati Kára
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Börn með þroskahömlun eru af-
skaplega næm fyrir takti og tón-
um og dansinn veitir þeim ómælda
gleði,“ segir Agnes Lára Magn-
úsdóttir. Hún er liðveitandi sjö
ára stúlku í Hafnarfirði, Kristjönu
Lífar Albertsdóttur. Saman fara
þær í sund, leikhús, á kaffihús og
fleira slíkt eins og fjöldinn gerir
sér til dægrastyttingar. Og nú er
dansinn kominn á dagskrá þeirra
stallna.
Fylgst að í fimm ár
Agnes Lára og Kristjana Líf
hafa fylgst að sl. fimm ár. Fyrst
tók Agnes skjólstæðing sinn í fóst-
ur eina helgi í mánuði auk þess að
vera með í dægradvöl eða liðveislu
fjórtán tíma í mánuði.
„Við höfum síðustu misserin far-
ið saman á æfingar hjá Sundfélag-
inu Firði sem er með aðstöðu í
Ásvallalaug í Hafnarfirði. Svo
skynjaði ég áhuga hennar á dansi,
hafði þá samband við alla dans-
skólana og spurði eftir nám-
skeiðum fyrir krakka með sérþarf-
ir. Við komumst í tíma í
samkvæmisdönsum hjá Dansskóla
Reykjavíkur sem var ofsalega
skemmtilegt. Þar var hún þó ekki
með krökkum jafnsettum í þroska
og dansaði því bara við mig,“ segir
Agnes Lára sem fékk góðar und-
irtektir hjá stjórnendum Kram-
hússins þegar hún leitaði eftir því
að þar yrði sett á dagskrá nám-
skeið fyrir krakka sem eru á sama
reki og Kristjana.
Dansinn er frábær útrás
„Námskeiðið sem verður í
Kramhúsinu hefst að óbreyttu á
fimmtudaginn og Eva Rós Guð-
mundsdóttir ætlar að leiða. Við
þurfum að lágmarki sex krakka og
Dansinn er þeim ómæld gleði
Sjö ára með
þroskahömlun
og elskar dans
Morgunblaðið/Ómar
Vinátta Þær Agnes Lára Magnúsdóttir og Kristjana Líf Albertsdóttir hafa lengi fylgst að. Kristjönu finnst gaman
að dansa og nú stendur til, að frumkvæði liðveitandans, að halda námskeið fyrir krakka á svipuðu reki.
fyllum það leikandi, myndi ég
halda. Hins vegar væri gaman að
fá enn fleiri. Það er svo mikilvægt
að gefa öllum tækifæri og í dans-
inum felst líka svo frábær útrás,“
útskýrir Agnes Lára sem segir
liðveislu ákaflega gefandi starf.
Einlægni barnanna sé smitandi og
eðlilega myndist sterk tilfinn-
ingaleg bönd milli fólks.
„Börnin eru glaðvær, gefa mikið
af sér og í návist þeirra finnast
mér satt að segja öll vandamál
heimsins nánast hverfa,“ segir
Agnes Lára.
Liðveislan er að vissu leyti hug-
sjónastarf, þótt launað sé. Krökk-
unum er þetta mikilvægt, en
möguleikar þeirra til tómstunda-
starfs eru ekki mjög margir,“ segir
Agnes Lára. Hún bendir í því sam-
bandi á að dansnám fyrir fötluð
börn hafi hvergi verið í boði. Kram-
húsið hafi hins vegar svarað kalli
og nú eigi börnin kost á diskó-
dansi. Námskeiðið hefst á morgun
og sér Agnes um skráningu í síma
692-7170 og á netfanginu abloma-
ros@internet.is.
Krökkunum er þetta mikilvægt
FÁIR TÓMSTUNDAMÖGULEIKAR FATLAÐRA BARNA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-13 m/s. Víða léttskýjað, en skýjað
að mestu á NA- og A-landi og með N-ströndinni og lítilsháttar skúr-
ir eða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, mildast syðst.