Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 13
aðeins átta ár, verði 10% íslenska bílaflotans knúin grænum orkugjöf- um. Skv. opinberum tölum eru 238 þúsund bílar í umferð á Íslandi og á sl. ári voru vistvænir bílar á Íslandi tæplega 1.400, það er bílar undir fimm tonnum. Það er ekki nema 0,7% af skráðum bílum í landinu. Þú sérð að því er enn ansi langt að hinni grænu stönd. Verði bílarnir hins veg- ar boðnir á samkeppnishæfu verði og sæmilegri aðstöðu fyrir útgerð þeirra komið upp ætti þetta að vera vel framkvæmanlegt,“ segir Gísli. Í þessu sambandi getur hann þess að við pöntun á rafbílum hjá Even muni kaupendum bjóðast að fá sér- stakan orkupóst við heimili eða vinnustað. Þá vinnur fyrirtækið að því að koma upp neti að minnsta kosti þrjátíu hleðslustöðva á höf- uðborgarsvæðinu og út um land. Fyrstu póstarnir verða settir upp í haust og enn fleiri á næsta ári. 300 krónur á dag Rafhlöður rafknúinna bíla verða sí- fellt tæknilegri og betri. Þannig sé drægni rafknúinna Nissan Leaf um 160 km eftir hverja hleðslu – og miklu muni þar að geta haft gott að- gengi að rafhleðslu. Með sérstökum hraðhleðslustöðvum tekur aðeins fimm til tíu mínútur að setja orku- skot á bílinn, en hægt er að ná um 80% hleðslu á fimmtán mínútum. „Tíminn vinnur með okkur. Fyrir rúmum áratug voru gsm-símar nán- ast fágæti. Með meira framboði slíkra tækja, ódýrari framleiðslu og aukinni samkeppni á markaðnum urðu nánast straumhvörf og skyndi- lega voru farsímar komnir í hvers manns vasa. Með þetta í huga má því vænta að rafbílarnir verði fljótari að ryðja sér til rúms á Íslandi en við teljum í dag,“ segir Gísli Gíslason og heldur áfram: „Forsendurnar eru fyrir hendi og þar minni ég t.d. á að hægt er að hlaða alla rafbíla í venju- legri innstungu, en með 230 volt má fullhlaða Tesla-bílana á um sex tím- um, til dæmis yfir nótt. Þá er einnig í flestum tilvikum auðvelt að komast í 380 volt, til dæmis í Reykjavík, en slík hleðsla styttir tímann um helm- ing eða í um þrjár stundir. Og raf- magnið er ódýrt, ætli eldsneyt- iskostnaður hjá mér á rafknúnum Nissan Leaf sé nema um 300 kr. á dag.“ sbs@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ | 13 522 4600 www.krokur.net Krókur er sérhæft fyrirtæki í flutningum og björgun ökutækja. Ef bíllinn þinn bilar er mikilvægt að fá fagmenn til að flytja bílinn á réttan og öruggan hátt. Krókur býður m.a. uppá:                24 stunda þjónustu allt árið um kring                   Taktu Krók á leiðarenda    !" #$% &  á þinni leið Nissan LEAF Drægni: 160 km Hámarkshraði: 140 km/klst. Farþegar: 5 Væntanlegur: Nóvember 2012 Verð: 5,9 millj. kr. Coda Sedan Drægni: 190 km Hámarkshraði: 130 km/klst. Farþegar: 5 Væntanlegur: Nóvember 2012 Verð: áætlað 6,2 millj. kr. REVA NXR Drægni 160 km Hámarkshraði: 104 klst. Farþegar 4 Væntanlegur: Sumar 2013 Verð: áætlað 2,8 millj. kr TESLA Models S Drægni 480 km Hámarkshraði: 130 km/klst. Farþegar: 4 Væntanlegur: Sumar 2013 Verð: frá 8,5-12,5 millj. kr. eftir útfærslum Rafbílar sem eru væntanlegir á Íslandsmarkað „Ísland er í fararbroddi um íviln- anir svo rafbílavæðing gangi eftir. Við höfum tekið stór skref,“ segir Gísli Gíslason. Einungis Norð- menn hafa farið alla leið í þessum efnum, þar eru hvorki tollar né vörugjöld á rafbílum. Ísland er komið í fremstu röð með pólitískri stefnu, segir Gísli. Á vegum iðnaðarráðuneytis hafi samstarfshópurinn Græna orkan unnið þessu framgang með það að markmiði að auka hlut vist- hæfra innlendra orkugjafa. Sverr- ir Hauksson, formaður Bílgreina- sambandsins, leiddi starf hópsins og náði í gegn að vsk. af rafbílum undir 6 millj. kr. var afnuminn. „Allir þingmenn sem ég hef rætt vilja að við notum íslenska orku- gjafa,“ segir Gísli Gíslason. sbs@mbl.is Skrefið er stórt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.