Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Ástandsskoðun arctictrucks.is Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | sími 540 4900 | www.arctictrucks.is fyrir jeppa og fólksbíla Ertu að kaupa eða selja notaðan bíl? Eða viltu bara vera viss um að bíllinn þinn sé í fullkomnu lagi? ArcticTrucks býður: - fullkomna skoðunarstöð fyrir jeppa og fólksbíla - skoðanir framkvæmdar af fagfólki - nákvæm skoðunarskýrsla fylgir öllum skoðunum Verð: - Fólksbílar og jepplingar kr. 9.700,- - Jeppar kr. 10.500,- - Breyttir jeppar (38” og yfir) kr. 11.500,- Nánari upplýsingar á www.arctictrucks.is Tímapantanir í síma 540 4900 Bíldshöfði 10 Sími 587 8888 HONDA ACCORD EXECUTIVE Árgerð 2010. Ekinn 33 þ.km. 2/2010. Ekkert áhvílandi. BENSÍN. SJÁLFSKIPTUR. 4 sumardekk 4 vetrardekk. Verð kr. 4.400.000. V ið tökum á móti öllum far- artækjum frá vespum og upp í jeppa á 46 tomma dekkjum,“ segir Vil- hjálmur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Splass. „Mér telst til að við séum aukinheldur þeir einu sem geta tekið á móti svo stórum bíl- um,“ bætir hann við. „Þá erum við ennfremur eina stöðin sem tekur við bílum með tengdamömmuboxi á þak- inu. Þannig að við getum þrifið nokk- urn veginn alla fólksbíla og jeppa sem hingað koma.“ Tökum minnst hálftíma í bílinn Aðspurður hve langan tíma það taki að þrífa hefðbundinn fólksbíl svarar Vilhjálmur því til að stysti mögulegi tíminn sé líkast til um þrjátíu mín- útur. Lengst getur afgreiðslutíminn svo farið í um eina klukkustund. Fer þá lengd tímans eftir því hversu skít- ugur bíllinn er þegar komið er með hann. Bílarnir fara fyrst gegnum færiband þar sem þeir eru þvegnir að utan, sem tekur um tíu mínútur, og svo í bílastæði þar sem þeir eru þvegnir hátt og lágt að innan.“ Vil- hjálmur bætir því við að það gengi seint að ætla að bóka á fasta tíma í tiltekna lengd: „það væri varla hægt þar sem Íslendingar eiga oft og tíð- um bágt með að mæta á réttum tíma,“ bætir hann við og hlær. „En svo er bara misjafnt hversu óhreinir bílarnir eru. Þó að einn taki um hálf- tíma er ógerningur að leggja út frá því að allir taki sama tíma. Sumir þurfa einfaldlega 45 mínútur til að verða nógu fínir til að við sendum þá frá okkur. Staðlaður afgreiðslutími gengur því ekki.“ Beðið eftir bílnum í Smáralind Á meðan Vilhjálmur og félagar fara fimum höndum um bílinn má bíða á biðstofu, fá sér kaffi og kíkja í nýj- ustu blöðin. „Við erum með frítt wi-fi í öllu húsinu svo það er leikur einn að kíkja á netið, svara nokkrum tölvu- póstum eða stússast annað í tölvunni meðan beðið er, og skiptir þá engu hvort þú ert á biðstofunni eða dokar við í bílnum meðan hann er þrifinn,“ útskýrir Vilhjálmur. „Þegar við erum með bílinn í inniþrifum er mjög vin- sælt hjá fólki að bregða sér nokkur skref yfir í Smáralindina og kíkja í búðir. Við sendum svo SMS-skilaboð þegar bíllinn er tilbúinn og fólk kem- ur svo þegar því hentar og vitjar bíls- ins þar sem hann bíður hreinn og strokinn. Viðskiptavinirnir hafa verið mjög ánægðir með þessa þjónustu, og þá ekki síður þeir hjá Smáralind,“ segir Vilhjálmur og hlær við. Þá bætir Vilhjálmur því við að sé rigningarlegt um að litast utandyra geti viðskiptavinir fengið lánaða regnhlíf fyrir labbið yfir í Smáralind. Farið gegnum ferilinn „Við byrjum á að tjöruhreinsa bílinn með tjöruhreinsi frá Mjöll Frigg,“ segir Vilhjálmur þegar forvitnast er um ferilinn sem bíllinn fer gegnum þegar hann er tekinn í gegn. „Því- næst er hann háþrýstiþveginn, og svo mæta strákarnir með svampana til að sápa bílinn. Hjá okkur fara eng- ir burstar um bílana þegar strákarnir fara yfir hann,“ bætir Vilhjálmur við. Þegar hann er inntur eftir því hvort engin stelpa sé í hópnum segir hann svo ekki vera. „Það hefur engin stelpa sótt um hjá okkur ennþá.“ Dömur, er þetta ekki eitthvað til að kanna við tækifæri? „Við setjum þá felgusýru á allar felgur til að gera þær hreinar, og það er innifalið í verðinu á meðan aðrir rukka sérstaklega fyrir þá þjónustu. Svo er sett Sonax-bón á bílinn og í framhaldi af því fer blásari yfir hann. Að endingu er bíllinn svo handþurrk- aður hátt og lágt, líka í hurðafölsum og skottlokinu.“ Skolað með eimuðu vatni Þegar bíllinn er skolaður fyrir þurrk- un hjá Splass er það gert með eimuðu vatni. Blaðamaður stenst ekki að spyrja hvers vegna það sé gert. „Vatnið er eimað svo engin steinefni séu í því, en það auðveldar alla þurrk- un til muna,“ útskýrir Vilhjálmur. „Sem dæmi um muninn þá voru menn hér áður alltaf með sköfur þeg- ar gluggar á háhýsum voru þrifnir að utan. Núorðið nota menn bara eimað vatn.“ Þegar bíllinn er svo þveginn að innan er hann ryksugaður, gluggar þrifnir að innan og strokið yfir mæla- borð og sæti. Fyrir innan- og ut- anþvott eins og hér var lýst borgar viðskiptavinurinn 4.990 kr. fyrir fólksbíl og 5.990 kr. fyrir jepplinga og stærri bíla. „Vilji fólk fá bílinn bón- aðan í framhaldinu kostar það svo 2.500 fyrir fólksbíla og 3.500 fyrir jeppa. Allan heila pakkann kapp- kostum við svo að afgreiða á ekki meira en einni klukkustund.“ Og klukkustund er jú skotfljót að líða meðan maður spókar sig í Smáralindinni. jonagnar@mbl.is Engin venjuleg bílaþvottastöð! Bílaþvottastöðin Splass var opnuð rétt fyrir páska í vor, við túnfót Smáralindar í Haga- smáranum. Þar á bæ nota menn hendur vopnaðar svömpum við bílaþvottinn, ásamt því að eimað vatn kemur þar einnig við sögu. Morgunblaðið/RAX Vandvirkni Vilhjálmur og strákarnir taka sinn tíma við þvottinn og sjá til þess að hver og einn rúlli þaðan skínandi hreinn. „Við tökum á móti öllum farartækjum frá vespum og upp í jeppa á 46 tomma dekkjum,“ segir Vilhjálmur Einarsson, framkvæmdastjóri bílaþvottastöðvarinnar Splass við Hagasmára. Þrif Algengt er að viðskiptavinirnir bregði sér yfir í Smáralindina á meðan. Mottur Gólfmotturnar fá sín þrif í þar- tilgerðri vél eins og annað í bílnum. Innandyra Hægt er að fá bílinn þrifinn og strokinn að innan sem utan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.