Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 38
38 | MORGUNBLAÐIÐ ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN • TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK • SÍMI: 515-7200 • FAX: 515-7201 NETFANG: osal@osal.is • www.osal.is Nýtt á lager! Bodyhlutir á vörubíla Mercedes-Benz MAN Scania Volvo o.fl S ögu lúxusjeppa má rekja rúmlega fjörutíu ár aftur í tímann til ársins 1970 er Rover-verksmiðjurnar ensku sendu fyrst frá sér Range Rover. Hinn seinni ár hefur markaðurinn fyrir lúxusjeppa ver- ið hvað hraðast vaxandi og ólíkleg- ustu framleiðendur hugsa sér gott til glóðarinnar. Bílarnir sem hér verða nefndir eru enn tæknilega á hugmyndastigi en framleiðsla er fyrirhuguð á næstu árum, ef ekki misserum. Það þótti til talsverðra tíðinda þegar út spurðist að sú ákvörðun hefði verið tekin í höfuðstöðvum Porsche í Stuttgart að ráðast í framleiðslu jeppa. Fram að því hafði nafnið einungis prýtt hina goðsagnakenndu sportbíla og þótti mörgum hreintrúarmanninum helgispjöll að ætla að „þynna“ vörumerkið út með því að bæta jeppa við línuna. Vinsældir Porsche Cayenne hafa aftur á móti verið slíkar að jeppi er í dag lang- söluhæsta týpan af Porsche, ótrú- legt sem það er. Aðrir lúx- usbílaframleiðendur hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja sneið af kökunni. Áður óþekktur lúxus Fyrsta skal í þessu sambandi nefna hina hábresku mun- aðarbifreið Bentley. Eftir tals- verðan aðdraganda var Bentley EXP 9 loks kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf á þessu ári og verksmiðjurnar í Crewe gera ráð fyrir fullri framleiðslu síðla árs 2014. Það þýðir að vongóðir eig- endur fá jeppann sinn í hendur í ársbyrjun 2015. Í millitíðinni þurfa þeir að láta 150.000 pund fyrir, eða sem nemur 30 milljónum króna. Áhugasamir geta svo leikið sér að tölunum til að finna út hvað jepp- inn sá kemur til með að kosta hingað til lands kominn. Þegar þar að kemur fær Bentleyinn vænt- anlega ríkmannlegt nafn, en EXP er hefðbundið vinnuheiti fyrir Bentley-bíla á hugmyndastigi. Öll- vangi fjórhjóladrifinna jepplinga. Sú er engu að síður raunin og meira að segja ekki í fyrsta sinnið því árið 1986 sendi fyrirtækið frá sér torfærutröll að nafni LM002 sem framleitt var til ársins 1993. Ekki er þó svo að skilja að Lam- borghini Urus, en svo nefnist tryllitækið, sé drullujeppi til ut- anvegaaksturs heldur er í reynd um að ræða upphækkaðan sport- bræðing sem sómir sér eiginlega betur á rennisléttum stórborg- argötum en utanvegaófærum. Framendinn er fullkomlega í takt við aðra bíla Lamborghini og minnir í raun helst á upphækk- aðan Aventador. Urus hefur ekki enn verið stað- festur í framleiðslu en stjórnendur Lamborghini eru bjartsýnir á möguleika hans og telja hann vel geta keppt við sambærilega bíla á markaðnum. Munar þar ekki minnst um að hann verður um 100 kg léttari en sambærilegir jepp- lingar sökum notkunar á koltrefj- um, og þá er hugmyndabíllinn með rafmótor og tengimöguleika – í viðbót við 584 ha. V8 túrbínuvél. Hversu vel framleiðendum tókst að bræða saman upprunalegan anda og prófíl hvers fyrirtækis um sig og svo hugmyndina um dug- mikinn jeppa verður hver og einn að dæma um fyrir sig. Hver og einn gerði sitt besta til að taka út- lit sem þegar var til staðar og út- færa það sem upphækkaðan fjór- hjóladrifsbíl og vonast í framhaldinu til að auka við sölu og hlutdeild á ört vaxandi markaði. Hvernig þeim reiðir af í reynd verður þá að koma í ljós. jonagnar@mbl.is Allt verður að jeppum! Einhvern tímann hefði þótt óhugsandi að fram- leiðendur á borð við Maserati, Bentley og Lamborghini sendu frá sér fjórhjóladrifna jeppa. Slíkur er þó veru- leikinn og allir fram- angreindir hafa sýnt slíkar bifreiðar á bíla- sýningum nú þegar. Tryllitæki Lamborghini Urus er nægilega öflugur til að standa flestum sportbílum snúning á malbiki en plumar sig sömuleiðis utan vega. Sportlegur Maserati Kubang hugmyndabíllinn kemur til með að heita Levante þegar hann fer í framleiðslu. Ættarsvipurinn leynir sér ekki. Munaður Bentley jeppinn verður búinn áður óþekktum lúxus og verðið er í takt við það — með allra hæsta móti. Ítalskur ofurjeppi Lúxusbílaframleiðandinn Maserati frá Ítalíu á að baki langa sögu lúx- usbílaframleiðslu sem mestan part- inn má skipta í tvennt: drossíuna Quattroporte (sem þýðir „fjögurra dyra“, vel að merkja) og svo sport- bílínn GranTurismo. Þar á bæ hafa menn um árabil verið að skoða möguleikann á lúxusjeppa, og allt ferli við rannsóknir og þróun fór á yfirsnúning þegar sölutölurnar frá Porsche varðandi Cayenne Turbo tóku að birtast, enda eftir all- nokkru að slægjast. Jepplingurinn Kubang var frumsýndur á bílasýn- ingum á síðasta ári og mæltist vel fyrir, að því marki að ráðist verður í framleiðslu þegar á næsta ári. Þó féll nafnið í misgóðan jarðveg og um trompum í lúxus verður teflt fram í jeppanum, og til dæmis verður hægt að svissa milli „office“ og „lounge“ stillinga á aft- ursætarýminu, allt eftir því hvort farþegarnir hyggjast vinna þar í tölvunni eða slaka þar á við bíóg- láp. Fátt er vitað með vissu um vélina sem í bílnum verður, en þó liggur fyrir að hún verður um 600 hö., með 6 lítra sprengirými sem gefur bílnum tog upp á 800 Nm, og verður aflinu stýrt af 8 þrepa sjálfskiptingu. Útlitið þykir al- mennt vel heppnað enda dregur það beinan dám af þeim Bentley- bifreiðum sem þegar eru fyrir, einkum Bentley Mulsanne, með hinu auðþekkta matrixu-framgrilli og stóru kringlóttu framluktum. mun hann því bera hið virðulega heiti Levante þegar hann kemur í sölu. Verðið er talið munu hlaupa á sem nemur 9-11 milljónum króna þar ytra og er hann því heldur skaplegri kostur með tilliti til buddunnar en áðurnefndur Bent- ley. Levante er hinn snaggaraleg- asti að sjá og fellur ágætlega að þeim týpum sem Maserati fram- leiða nú þegar enda framsvipurinn auðþekkjanlegur. Lamborghini? Í alvöru? Þótt það kunni að koma mönnum spánskt fyrir sjónir að fram- angreindir framleiðendur ætli að spreyta sig á jeppa þá fyrst er nánast óhugsandi að ofur- sportbílaframleiðandinn Lamborg- hini hyggi á landvinninga á vett-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.