Morgunblaðið - 05.10.2012, Síða 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ
- merkt framleiðsla
yfir 30 ára reynsla á Íslandi•
hurðir úr áli — engin ryðmyndun•
hámarks einangrun•
styrkur, gæði og ending — langur líftími•
háþróuð tækni og meira öryggi•
möguleiki á ryðfríri útfærslu•
lægri kostnaður þegar fram líða stundir•
Sveigjanlegar lausnir og fjölbreytilegt útlit hentar
mismunandi tegundum bygginga.
IÐNAÐAR- OG
BÍLSKÚRSHURÐIR
idex.is - sími: 412 1700
Byggðu til framtíðar
með hurðum frá Idex
Iðnaðar- og bílskúrshurðir úr áli
REIKNAÐU DÆMIÐ TIL ENDA
FÍB AÐILD MARGBORGAR SIG!
Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík s. 414 9999 fib@fib.is fib.is
FÍB félagi fær - 8 kr. af eldsneyti
- 8 kr
FÍB dælulyklar veita 8 krónu afslátt á valdri Atlantsolíustöð og 6 krónu
afslátt á öðrum stöðvum. Sparnaðurinn jafngildir 11.500 krónum
miðað við 120 lítra á mánuði í eitt ár.
FÍB Aðstoð
Opin allan sólarhringinn.
- Start aðstoð - Eldsneyti
- Dekkjaskipti - Dráttarbíll
Lögfræðiráðgjöf
Tækniráðgjöf
Allt þetta innfalið og meira til! Ársaðild FÍB er aðeins kr. 6.180.-
Gerast FÍB félagi í dag? Síminn er 414-9999 eða fib.is
Skoðunarstöðvar, smurstöðvar, verkstæði, hjólbarðaverkstæði,
veitingastaðir, 150.000 staðir innanlands sem og erlendis.
Afslættir
Vart hafði hinn nýi Jagúar F-Type verið
frumsýndur er væntanlegir kaupendur
hófu að panta hann. Þegar hafa um
1.400 manns borgað staðfestingargjald
á röskri viku en bíllinn kemur fyrst á
götuna næsta vor. Með þessum bíl
stefnir Jagúar hátt og skorar enga auk-
visa á hólm, engan annan en Porsche
911-bílinn.
„Við ætlum með þessum bíl að hefja
Jagúarmerkið aftur til vegs og virð-
ingar,“ segir Jeremy Hicks, forstjóri
Jagúar Land Rover. „Í þessum bíl felst
mikil yfirlýsing og hann færir okkur aft-
ur til uppruna okkar, sportbílanna.
Boðar nýja sókn
Jagúar F-Type mun kosta tæpar jafn-
virði 12 milljóna króna kominn á götuna
í Bretlandi. Hann markar upphaf nýrrar
framleiðslusóknar Jagúars sem boðar
ný módel á næstu árum í hinum ýmsu
bílaflokkum.
agas@mbl.is
Vinsæll Jagúar F-Type virðist ætla að renna út enda enginn venjulegur bíll.
Allir vilja Jagúar F-Type
Jagúarinn er alltaf spennandi. 1.400 staðfesta
pöntun. Hólmganga við Porsche 911-bílinn.
C
hevrolet Volt er að stinga
aðra raf- og tvinnbíla af í
sölu í Bandaríkjunum
það sem af er ári. Sala
slíkra bíla hefur nær
þrefaldast í landinu frá í fyrra.
Fyrstu níu mánuði ársins seldust
31.400 raf- og tvinnbílar í Banda-
ríkjunum miðað við aðeins 11.094 á
sama tíma í fyrra, samkvæmt sam-
antekt Bloomberg-fréttastofunnar.
Þar af er röskur helmingur af
gerðinni Volt, eða 16.348. Í öðru
sæti er Toyota Prius-tengiltvinnbíll
með 7.734 eintök og Nissan Leaf
með 5.212.
Nissan hafði sett sér sem mark-
mið að selja 20.000 Leaf í Banda-
ríkjunum í ár en er langt frá því
marki. Hann hefur þó verið að
sækja í sig veðrið með 685 eintök-
um seldum í ágúst og 984 í sept-
ember. Er sala Leaf 4,6% minni en
í fyrra en hins vegar er um veru-
lega aukningu að ræða í tilfelli
bæði Volt og Prius.
Prius slær met
Af allri Prius-línunni hefur Toyota
selt í ár 183.340 eintök til sept-
emberloka, sem er met, en allt árið
2007 seldi bílsmiðurinn 181.221
slíkan bíl. Áætlanir Toyota miða
við að allt að 230.000 Priusar seljist
í Bandaríkjunum í ár.
agas@mbl.is
AFP
Áhugi Chevrolet Volt á bílasýningu í Washington fyrr á þessu ári. Markaður fyrir rafbíla fer ört vaxandi vestanhafs og eft-
irspurn eykst stöðugt þó þeir séu dýrari en bensínknúnir. Innstungubílar seldust vel í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins. Volt
var þar ekki undanskilinn en hann seldist í fleiri eintökum á fyrri helmingi ársins en allt árið 2011 samanlagt.
Volt tekur forystuna
AFP
Vinsæll Toyota Prius hefur selst vel í Bandaríkjunum. Vestra hefur Toyota selt
4.300 rafbíla þeirrar gerðar, þriðjungi fleiri en tvinnbíla sömu gerðar.
Selja vel af Chevrolet.
Volt nýtur vinsælda.
Toyota Prius og Nissan
Leaf eru á góðri siglingu.