Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Pitstop | sími: 568 2020 | netfang: pitstop@pitstop.is Dugguvogi 10, Reykjavík | Hjallahrauni 4, Hafnarfirði | Rauðhellu 11, Hafnarfirði | Austurvegi 52, Selfossi Þú færð vetrardekkin hjá okkur ! F ramleiðsla rafbíla er sífellt þró- aðri og betri og stemningin fyrir þeim fer vaxandi. Mark- aðurinn er fyrir hendi. Þar munar mjög um þær skattaívilnanir sem bílar knúnir grænum orkugjöf- um njóta,“ segir Gísli Gíslason, fram- kvæmdastjóri Even hf. Nokkrar gerðir væntanlegar Á næstu vikum koma á markað raf- bílar af gerðinni Nissan Leaf sem fluttir eru inn á vegum Even. Í fyrsta skammti koma til landsins um hundr- að bílar. Væntir Gísli þess að slíkt sé aðeins upptaktur annars og meira. Á næstu misserum verði seldir og flutt- ir til landsins rafbílar af ýmsum gerð- um. Megi þar nefna Tesla Motors og smábílinn Reva sem er indversk framleiðsla. Coda eru bílar frá Bandaríkjunum sem sömuleiðis eru væntanlegir. Hægt verður að fá um 50 slíka til landsins fyrir áramót og að minnsta kosti 200 á næsta ári. Þá eru þegar komin til landsins fyrstu eintökin af sendi- og flutn- ingabílum af gerðunum Smith New- ton og Edison. Langur undirbúningstími En fyrst er það hins vegar Nissan Leaf; bíll sem er rómaður og var til dæmis valinn Bíll ársins í Evrópu ár- ið 2011 af þeim fjölmiðlamönnum sem best til bíla þekkja. Þessir bílar eru verðlagðir á rétt um 5,9 millj. kr. „Rafbílavæðing er verkefni sem krefst mikillar þolinmæði og und- irbúningstíminn er langur. Innflutn- ingur á Nissan Leaf hefur átt sér langan aðdraganda og fyrstu pöntun af Reva-bílunum indversku setti ég inn árið 2009 og þá var þetta allt kom- ið á fljúgandi ferð. Nokkru síðar var framleiðslan sett á ís, en fór af stað að nýju fyrir fáeinum misserum.“ Gísli getur þess að nú sé verið að ganga frá samningum um sölu rafbíla á innalandsmarkaði. Þar verði mikið lagt upp úr því að yfirbygging söl- unnar verði sem allra minnst. Sömu- leiðis verði til dæmis hægt að leigja bílana til þriggja til fimm ára og greiða fyrir mánaðargjald þar sem afnot og ýmis þjónusta verður í pakk- anum. Langt að grænni strönd Græn gildi eru meðal áherslumála stjórnvalda í dag. Samþykkt var fyrr á þessu ári sérstök áætlun um grænt hagkerfi, en skv. henni verður leið rafbílanna greidd svo sem kostur er. Hluti af því er breyting á lögum um virðisaukaskatt sem gerð var sl. vor. Skv. henni verða rafbílar sem kosta undir 6 millj. kr. undanþegnir virð- isaukaskatti sem er 25,5%. Segir Gísli mikla bót að þessari lagabreyt- ingu og auðvelda rafbílavæðinguna. „Núna hafa stjórnvöld sett sér markmið um að árið 2020, eða eftir Rafbílar ryðja sér til rúms. Even hefur inn- flutning. Nokkrar teg- undir væntanlegar. Sala hefst í haust. Lægri skattar skapa skilyrðin. Aðeins 0,7% flotans rafknúin í dag. Morgunblaðið/RAX Frumkvöðull Gísli Gíslason hefur víða látið að sér kveða í atvinnulífinu. Hann ætlar sér stóra hluti í rafbílavæðingunni. Einskonar tilraunbílar eru þegar komnir til lands- ins og reynslan er góð. Það hvetur menn til frekari dáða enda eru áformin sem nú er starfað samkvæmt mjög stórhuga. Samið Rafbílarnir Tesla Motors koma til landsins innan tíðar. Gísli Gíslason undirritaði samninga fyrir utan verksmiðjuna í Freemont í Kaliforníu og með honum á myndinni eru stjórnendur Tesla Motors. Það er ekki nema 0,7% af skráðum bílum í landinu. Þú sérð að því er enn ansi langt að hinni grænu stönd. Verði bílarnir hins vegar boðnir á samkeppn- ishæfu verði og sæmilegri aðstöðu fyrir útgerð þeirra komið upp ætti þetta að vera vel framkvæmanlegt. Orkuskot á nokkrum mínútum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.