Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15 SONAX býður allt sem þarf: bón fyrir allar gerðir af lakki, felguhreinsi, dekkjahreinsi, sápur, svampa, vínylhreinsi, gluggahreinsi og fleiri hágæða hreinsivörur. Nánari upplýsingar á www.sonax.is Glansandi bíll með SONAX bón- og hreinsivörum grípur augað Breyta skal lögum um tekjuskatt á þann veg að fólki sem sækir vinnu um lengri veg svo kostnaðarsamt verður, á að bjóð- ast afsláttur af tekjuskatti. Þetta er megininntakið í tillögu til þings- ályktunar sem sex alþingismenn, undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar úr Framsókn- arflokki hafa lagt fram. Er tillögunni beint til fjármálaráðherra sem að lög- um samþykktum myndi útfæra reglu- verk þessu samhliða. Í greinargerð með tillögunnisegir efnislega að taka verði mið af breyttum atvinnuháttum. Fólk sæki í síauknum mæli til starfa um lengri veg. Kostnaði verði mætt „Þessi þróun hefur leitt af sér sífellt stækkandi atvinnusvæði og lengri akst- ur,“ segir í tillögunni. Þar er þessi þró- un sögð jákvæð. Stækkandi atvinnu- svæðum og ferðum fólks langar leiðir í og úr vinnu fylgi einnig vandamál. Elds- neytisverð hafi aldrei verið hærra en nú og víða sé verið að efla almennings- samgöngur. Til þessa þurfi að taka tillit með ívilnunum í skattkerfinu. Ferðir njóti ívilnunar Tekjuskattur lækki á móti. Fyrirmyndin er norræn. Sigurður Ingi Jóhannsson G era á breytingar á lögum svo vistvænt eldsneyti framleitt hérlendis verði undanþegið opinberum gjöldum að virð- isaukaskatti undanskildum. Skal þetta gilda til ársins 2020 eða þar til 10% bíla landsmanna nýta vistvæna orku. Þetta er inntak þingsályktun- artillögu sem ellefu þingmenn undir forystu Magnúsar Orra Schram hafa lagt fram á Alþingi. Málið bíður af- greiðslu. Allar klær úti Tillaga þessi hefur áður verið lögð fram á Alþingi. Segir í greinargerð að mikilvægt sé að hefja aðgerðir. Ísland sé með tilskipun ESB skuldbundið markmiði um 10% hlut endurnýj- anlegrar orku í samgöngum eftir átta ár. Aðeins 0,5% íslenskra bíla séu grænir í dag. Því þurfi að hafa allar klær úti því tæknin sé dýr, innviði fyrir nýja orkugjafa vanti, endurnýjun bílaflotans sé hæg og óvissa er um hvaða tækni verði ráð- andi í framtíðinni. Eldsneytistegundir fyrir bíla, framleiddar á Íslandi, eru lífdísilolía, rafmagn, vetni, metanól og metan. Einnig gætu ammoníak og etanól komið inn í myndina á síðari stigum. Sé litið til bíla og innlendra orku- gjafa er einkum horft til rafbíla. Segir að raforkukerfið sé í meginatriðum undirbúið fyrir það. Dýrt gæti þó orð- ið að koma upp neti hraðhleðslu- staura vegna kostnaðar og styrks dreifinets. Því sé mikilvægt að efla samstarf sveitarfélaga, veitna og ann- ara. Forðast offjárfestingar Auk þessa eru í þingsályktun- artillögunni nefnd vetnisvæðing og notkun á metani sem nú fæst á Bílds- höfða í Reykjavík og í Vallahverfinu í Hafnarfirði. „ Samstarf metanfram- leiðenda við opinbera aðila er mik- ilvægt til að forðast offjárfestingar til lengri tíma litið en ljóst er að hægja mun verulega á innleiðingu met- anbifreiða ef ekki verður fjárfest í nýjum innviðum,“ segir í greinargerð. Þar er og lagt til að jafnhliða þess- ari grænu byltingu verði komið á laggirnar sjóði til að byggja innviði nýs orkukerfis. Með slíku megi draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í sam- göngum sem skapað geti Íslandi sess sem fyrirmyndarríki þegar kemur að losun gróðurhúsalofts. sbs@mbl.is Grænir verði án gjalda Morgunblaðið/Kristinn Orka Rafbílar ryðja sér til rúms og um 0,5% íslenska flotans er þeirrar gerðar. Mitsubishi Miev er kominn á markað og hefur sérstakan svip. Vilja afnema skatta af vistvænum bílum. ESB setur markmið. Orku- kerfið talið tilbúið. Sjóður fjármagni nýja innviði. Magnús Orri Schram Bæta á viðbúnað Reykjavíkur til að geta brugðist við hratt og vel á snjóþungum dögum næsta vetur. Þetta er inntak vinnu í starfshóps á vegum borgarinnar sem vinnur að endurskoðun vetrarþjón- ustu. Gagnrýnt var harðlega síðasta vetur að snjómokstur væri með sleifarlagi og mál færu úr skorðum. Nú er þeim gagn- rýnisröddum svarað en þeir sem vilja leggja orð í belg geta til dæmis sent inn upplýsingar á upplysingar@reykjavik.is Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir vegna snjómoksturs næsta vetur og meðal annars verið keyptir sjö traktor- ar með snjóhreinsbúnaði. Óska ábendinga um vetrarþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.