Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 34
34 | MORGUNBLAÐIÐ K röfur í flutningaþjónustu hafa breyst mikið á und- anförnum árum. Ein- yrkjunum hefur fækkað en í þeirra stað komið stærri fyrirtæki sem hafa í flota sínum bíla af ýmsum stærðum og gerðum. Þannig er okkur mögulegt að veita heildstæða þjónustu,“ segir Hrólfur Sumarliðason fram- kvæmdastjóri sem á og rekur flutningaþjónustuna Farm. Undir hennar merkjum eru átján bílar í útgerð. Er að aukast „Auðvitað kom rosalegt bakslag í allt með hruninu. Það má segja að á einni nóttu hafi öll okkar starf- semi hrokkið í baklás. Þannig var staðan nokkuð lengi en síðustu tvö árin hefur þetta heldur verið að aukast. Fátt endurspeglar betur gagn efnahagslífsins en flutn- ingaþjónusta,“ segir Hrólfur. Í flota Farms eru bílar af ýmsum stærðum og gerðum. Minnstu bíl- arnir eru Renault Kangoo sem meðal annars eru notaðir til ýmissa snattferða innanbæjar. Aðrir sendi- bílar í flotanum eru Renault Traffic og Benzar af ýmsum stærðum og gerðum. Sá stærsti er 26 tonna vörubíll með sturtupalli og krana. Komi brosandi heim á bæ „Starfsemin er fjölbreytt. Rauði þráðurinn í þessu er dreifing á Morgunblaðinu sem ég hef sinnt al- veg frá árinu 2006. Þegar blaðið kemur úr prentvélunum síðari hluta nætur tekur við hressileg törn sem stendur alveg fram undir morgun. Og þá er kominn nýr dag- ur með alls konar verkefnum; flutningum fyrir minni sem stærri fyrirtæki út um borg og bý,“ segir Hrólfur sem byrjaði sendibílaakst- ur árið 1999. „Ég ætlaði bara að vera nokkra mánuði í þessu. En svo gekk þetta bara alveg ljómandi vel, við- skiptavinunum fjölgaði og stundum náði vinnudagurinn sextán tímum. Með því hreinlega fraus ég inni í þessu,“ segir Hrólfur sem fyrstu árin var á Benz 711; yfirbyggðum pallbíl. Hann bætti við sig öðrum bíl árið 2006 og um líkt leyti tók hann við dreifingu Morgunblaðsins. „Svona starfsemi gengur ekki nema með greiðvikni gagnvart við- skiptavinum. Maður þarf að vera endalaust tilbúinn að taka auka- krók ef fólkið óskar þess. Og í flutningum á vegum fyrirtækja úti í bæ skiptir bara öllu að bílstjórinn, sem þannig verður andlit fyrirtæk- isins, komi brosandi heim á bæ með fullan bíl af farmi. Þannig skapast þetta jákvæða og skemmti- lega viðhorf sem skiptir svo miklu í lífinu.“ Sparigrísinn framleiðir eldsneyti Að jafnaði er Hrólfur með átta til tíu manns í vinnu. Bílarnir eru hins vegar fleiri sem fyrr segir og í því liggur galdurinn; fólk einfaldlega færi sig milli bíla eins og þörfin kallar. „Stundum er þetta bara skottúr með pappakassa en í öðr- um tilvikum heilu gámarnir. Menn þurfa því að vera færir í flestan sjó,“ segir Hrólfur sem kveðst kannski ekki eiga neinn ákveðinn draumabíl. Hins vegar hafi Renault Traffic reynst afar vel. Sé snar í snúningum og í borgarumferðinni hafi það ekki lítið að segja. „Síðan er Renault Traffic ein- hver allra mesti sparigrís sem ég hef nokkru sinni kynnst. Þótt bílinn sé þokkalega stór eyðir hann ekki nema 7,5 á hundraðið. Mér er stundum næst að halda, svona í gamni sagt, að bíllinn framleiði eldsneyti,“ segir Hrólfur sem kveðst leggja mikið upp úr tækni- og öryggismálum í bílum sínum. Allir séu þeir með leiðsögutæki og í þeim stærri séu að sjálfsögðu bakkmyndavélar. Því fylgi mikið öryggi rétt eins og myndavél inni í farangursrými bílsins sjálfs, en með þeim búnaði getur ökumaður fylgst með öllum farangri, sem eðli- lega getur orðið fyrir hnjaski og það er hið versta mál. sbs@mbl.is farmur.is Þetta gengur út á greiðviknina Átján bílar flytja farm- inn. Allar stærðir og gerðir. Snattferðabílar og vörubíll með krana. Dreifir Morgunblaðinu og flytur vörur um borg og bý. Morgunblaðið/RAX Flutningur Starfsemi flutningarþjónustunnar Farms, sem Hrólfur Sumarliðason á og rekur er umfangsmikil. „Síðustu tvö árin hefur þetta heldur verið að aukast.“ Stundum er þetta bara skottúr með pappakassa en í öðrum tilvikum heilu gámarnir. Menn þurfa því að vera færir í flestan sjó. Hjá Umferðarstofu hafa alls 338 nýir sendibílar verið skráðir á árinu. Allar upplýsingar þar um má finna á vef- setri stofnunarinnar og þar vekja vinsældir Ford nokkra athygli. Þann- ig hafa alls 42 eintök selst af Ford Transit, sem raunar fæst í nokkrum afbrigðum. Af Ford Transit Connect eru fjórtán eintök farin – og gildir hér um selda Transit-bíla að allir eru þeir díselknúnir. Þá nýtur Volkswagen Caddy sem Hekla flytur inn mikillar velgengni. Þeir bílar eru léttir, nettir og spar- neytnir og hefur til dæmis iðn- aðarmönnum þótt þeir henta mjög vel fyrir sína starfsemi. Útkoman er því sú að sl. þriðjudag voru 59 bílar seldir á árinu, sem enn lifa tæpir þrír mánuðir af. Stundum er sagt að innflutningur á nýjum bílum sé góður vitnisburður um atvinnulífið; stöðu þess og strauma almennt. Í þessu getur sannleikskorn falist. Þannig var á síðasta ári 31 hópbíll fluttur til landsins, það er strætisvagnar og rútur. Það sem af er þessu ári hafa hins vegar ný 64 ökutæki bæst við. Þessi aukning milli ára er nokkuð at- hyglisverð og endurspeglar að nokkru hvað umsvifin í ferðaþjónust- unni hafa aukist mikið síðustu miss- erin. Sendibílar og rútur seljast vel Morgunblaðið/Ómar Snúningar Sendibílarnir seljast ágætlega og rúturnar fljúga út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.