Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19 ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR VORU AÐ KOMA! Vertu fyrstur, fáðu þann besta! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is Eigum allskonar bíla, langar þig í einn? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is Ertu með kaupanda? Skjalafrágangur frá 14.990 kr. Fylgstu með okkur á facebook Sölulaun frá 39.900 kr. V ið erum tiltölulega dugleg að bóna bíla, já. Og það hefur verið að taka meira við sér síðustu tvö til þrjú árin vegna þess að bíla- flotinn hefur verið að eldast og eðli málsins samkvæmt þarfnast hann þá meiri umhirðu. Ef hann á að eld- ast lengur þá þarf að hugsa betur um hann,“ segir Guðmundur K. Björnsson, framkvæmdastjóri Ás- björns Ólafssonar hf., í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtækið hefur í áratugi boðið upp á hreinsivörur fyrir bíla. Einstaklega góð virkni „Við bjóðum upp á efni til alls sem viðkemur bílaþrifum. Erum sem sagt með sjampó, svampa, felgu- hreinsi, leðuráburð, innréttinga- hreinsi og svo framvegis,“ segir Guðmundur sem telur engum vafa undirorpið að Sonax-bónið sé það besta og vinsælasta hér á landi. „Við erum búnir að vera með Sonax í yfir 40 ár á Íslandi og vin- sælasta bónið okkar í gegnum tíð- ina hefur verið Hardwax, í rauðu brúsunum. Vinsældir þess byggjast á því hvað gott er að vinna það og fljótlegt, og hvað það hreinsar vel tjöru og önnur óhreinindi. Hins vegar er enginn massi í því, það massar sem sagt ekki rispur eða neitt slíkt í burtu. Til þess erum við með önnur efni eins og lakkhreinsi og svokallaða Xtreme-línu, sem er bón með massa í,“ segir Guð- mundur og heldur áfram: „En það sem hefur verið að slá mest í gegn hjá okkur undanfarið er felgu- hreinsir. Hann er núna undir Sonax Xtreme-línunni, sýrulaus og þar með skaðlaus og með alveg ein- staklega góða virkni gegn bremsu- rykinu sem festist á álfelgunum. Venjulegar sápur ná því ekki en það gerir þessi tiltekni felguhreins- ir léttilega.“ Kippur í sölunni Íslendingar eru duglegri nú en áð- ur að hreinsa bíla sína, ef draga má ályktun af aukinni sölu bíla- hreinsiefna. „Við finnum kipp í söl- unni. Það er greinilegt að menn hugsa betur um bílana sína en áð- ur. Við teljum mikilvægt að bílum sé haldið vel við. Það viðheldur verðmæti hans og verum minnug þess að bíllinn er ein af stóru fjár- festingum okkar í lífinu fyrir utan húsnæði.“ Guðmundur segir að margir láti nægja að dekra við bíla á sumrin með bóni en ekki sé síður mik- ilvægt að hreinsa þá á veturna. „Það er bráðnauðsynlegt, til að verja bílinn gegn salti og öðrum umhverfisáhrifum sem geta haft skaðleg áhrif. Fyrir utan það, þá held ég að menn geti allir verið sammála því að það að vera í hrein- um og fínum bíl sé gott fyrir líkama og sál.“ Þótt Íslendingar séu duglegir að bóna og hreinsa bíla sína þykir Guðmundur ekki nógu mikið að gert á einu sviði umhirðunnar. Skítugir á Íslandi „Menn leggja lítið upp úr rúðupissi svokölluðu og sápu í það. Fyrir ut- an ísvara, til að bæta í það, eru til sápur sem mýkja rúðuþurrkurnar og auka virkni þeirra. Aðrar þjóðir leggja mikið upp úr því að menn sjái vel út og séu með rétt efni á rúðupissinu, bæði hreinsiefni og ís- vara. Við höfum ekki orðið varir við að Íslendingar geri miklar kröfur í þessu. Mér finnst að menn mættu huga betur að þessum þætti því við erum að tala um öryggisatriði. So- nax er mjög framarlega á þessu sviði, en okkur hefur ekki tekist mjög vel að koma þessu í gang hér, en þarna er um að ræða vöru sem er talsvert dýrari en virknin er betri og öryggið meira,“ segir Guð- mundur og bætir við: „Síðan er umhverfið hérna á Ís- landi þannig að bílarnir skitna meira en í öðrum löndum. Við þurf- um að þvo meira og oftar en flestar aðrar þjóðir. Þannig að þær að- stæður sem við búum við kalla á meiri umhirðu og reglulegri.“ agas@mbl.is Betri bílar og brúsarnir rauðir Morgunblaðið/Styrmir Kári Bón Bílaflotinn hefur verið að eldast og eðli málsins samkvæmt þarfnast hann þá meiri umhirðu,“ segir Guðmundur Björnsson forstjóri Ásbjörns Ólafssonar hf. Sonax er sígilt bón. Ásbjörn Ólafsson hefur í ára- tugi boðið upp á hreinsivörur fyrir bíla. Sjampó, svampar, felguhreinsir, leðuráburður og fleira. Það er greinilegt að menn hugsa betur um bílana. Mikilvægt að bílum sé haldið vel við. Það við- heldur verðmæti hans og verum minnugug þess að bíllinn er ein af stóru fjár- festingum okkar í lífinu .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.