Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 32
32 | MORGUNBLAÐIÐ BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali Icetrack ehf. - Umboðsaðili CLAW mtdekk.is 46”-54” Söluaðilar: Fyrir stóru strákana B ílarnir eru glæsilegir á al- þjóðlegu bílasýningunni í París og tæknilega full- komnir. En þeir eru sýnd- ir þar í andrúmi mikillar óvissu um framtíð bílasmíði í Evrópu og helstu bílaframleiðenda. Ástæðan eru óvenju miklir erfiðleikar sem blasa við vegna mikils samdráttar í bílasölu í Evrópu allt þetta ár. Ýmsir segja að stemningin minni á ástand- ið á Norður-Ameríkubílasýningunni í Detroit 2008, þegar bandarískur bílaiðnaður var um það bil að hrynja. Bera höfuðið hátt Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna reyna að bera höfuðið hátt og beina athyglinni að nýjum og glæsilega hönnuðum bílum sínum en alltaf spratt upp umræða um yfirvofandi framleiðslusamdrátt með lokun bíl- smiðja, uppsögnum og ólgu. Hið sama var uppi á teningnum í Bandaríkjunum 2008, er áhyggjur voru vaxandi þar í landi að erf- iðleikar á verðbréfamarkaði leiddu til bankahruns. Tal um yfirvofandi kreppu náði yfirhöndinni og áður en árið var úti leituðu General Motors og Chrysler Group ásjár stjórnvalda um að bjarga sér frá hruni. Evrópskir bílaframleiðendur fóru margir sömu leið og var bjargað fyr- ir horn er bankakreppan skall á. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkj- unum endurskipulögðu evrópsku fyrirtækin hvorki starfsemi sína né stokkuðu hana upp. Því standa þau nú frammi fyrir framleiðslu- samdrætti og óvinsælum upp- sögnum. Margar smíða æ færri bíla Hagtölur sýna, að nýskráningar bíla á Evrópusambandssvæðinu (ESB) drógust saman um 8,9% í ágúst og var það ellefti mánuður í röð þar sem samdráttur er í skráningu. Stað- reyndin er sú að bílasmiðjurnar eru alltof margar að smíða stöðugt færri bíla. Fyrirtækin undirbúa lokun en stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt það. Nú kemur það sér illa að hafa ekki stokkað starfsemina gagngert upp í upphafi hrunsins. Í Evrópu hefur að- eins þremur bílasmiðjum verið lokað frá 2010 en átján var lokað í Banda- ríkjunum 2009, eftir að bandarísk stjórnvöld björguðu GM, Chrysler og íhlutasmiðum frá gjaldþroti. Dregið fram vandamál Greinandi hjá fjármálafyrirtækinu Alix Partners segir, að fjár- málakreppan í Evrópu undanfarin misseri sé ekki rót vanda bílafyr- irtækjanna, hún hafi einungis dregið fram vandamál sem fyrir hendi voru hjá evrópskum bílasmiðum. Í krafti öflugrar vinnurétt- arlöggjafar sé hægt að draga upp- sagnir á langinn eftir að tilkynnt hef- ur verið um þær og ríkisstjórnir séu tregar til að greiða fyrir uppsögnum á tímum mikils atvinnuleysis, eins og í Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Afleið- ing er sú, að bílaiðnaðurinn, ein mik- ilvægasta iðngrein álfunnar, þjáist áfram. Sergio Marchionne, forstjóri Fiat og Chrysler, leggur til að ESB taki forystu um nauðsynlegar aðgerðir á vinnumarkaði og uppstokkun í bíl- greinunum. Bendir hann á, að ein- stakar ríkisstjórnir sýni því aðeins áhuga á að bjarga bílasmiðjum á heimavelli. Víða hart á dalnum Meðal þeirra sem hart er á dalnum hjá þessi misserin eru PSA Peugeot- Citroën, General Motors og Ford. Öll vinna þau eftir áætlunum sem miða að því að draga jafnt og þétt úr bílasmíði í Evrópu. Þá útilokar Re- nault ekki lokun bílasmiðja fyrirtæk- isins í Evrópu og Frakklandi vegna þverrandi sölu. Til greina kæmi að Nissan yrði fengið til að smíða Re- naultbíla þar sem framleiðnin væri mun meiri í bílasmiðjum japanska dótturfélagsins í Englandi og Spáni en í smiðjum Renault í Frakklandi. Stefnur og straumar Á sama tíma og lífsbaráttan tekur aukinn toll og fyrirtækin einbeita sér að því að halda velli gáfu fram- leiðendur sér þó tíma til að sýna nýj- ustu afurðir sínar í París. Mjög er horft til sýningarinnar varðandi stefnur og strauma í bílaframleiðslu. Sé einhver rauður þráður í sýning- unni er það fyrst og fremst vaxandi áhersla á smíði minni og sparneyt- nari bíla. Þeir drottnuðu á sýning- unni í samanburði við stærri bíla, lúxusbíla og sportbíla. Annað sem kemur berlega í ljós, er að framleið- endur úrvals- og lúxusbíla leggja minna upp úr hraða og snobbi en meira upp úr tæknibúnaði sem tryggir skilvirkari meðferð elds- neytis og hlífir vistkerfinu. agas@mbl.is Sýning í and- rúmi óvissu Flottir bílar í Frakklandi, en framleiðendur í bobba. Salan er minni og samdráttur er líklegur. Kallað eft- ir ríkisaðstoð. Hart á dalnum hjá PSA Peugeot- Citroën, General Motors og Ford. Kraftur Hugmyndabíllinn BMW I 8 vakti verðskuldaða athygli. Ekki er endilega víst að bíll þessi fari í framleiðslu, en eigi að síður sýnir Orka Rafbíllinn Zoe frá Renault vakti athygli en allt sem áhrærir nýja orkugjafa er í raun mál málanna í bílaiðnaði um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.