Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ Ó negld vetrardekk ættu að duga flestum í borg- arumferðinni. Slík dekk eru úr mjúku gúmmíi og míkró- skorin og hafa því gott grip þegar á þarf að halda. Continental- vetrardekkin, sem hafa hátt hlutfall náttúrulegs gúmmís, hafa reynst af- ar vel að þessu leyti og seljast vel,“ segir Jón Ágúst Stefánsson, sölu- stjóri hjá Sólningu hf. Fyrstu snjókornum haustsins fylgir annríki á dekkjaverkstæðum. Þá flykkist fólk á verkstæðin og læt- ur skipta um dekk á bílnum til að vera tilbúin að takast á við veturinn. Umsvifamikil starfsemi „Búast má við fyrsta snjónum um miðjan október. Mig minnir að fyrsti snjórinn í fyrrahaust hafi komið 19. október og þá stóð auðvitað heima að hér fylltist allt,“ segir Jón sem hefur starfað við hjólabarðaþjónustu í bráðum fjörutíu ár; lengst hjá Sóln- ingu. Starfsemi Sólningar er umfangs- mikil. Undir merkjum fyrirtækisins eru rekin verkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi, í Njarðvík og á Selfossi sem og verkstæði Barðans við Skútu- vog. Þá ber þess að geta, sem kemur fram annars staðar hér á síðunni, að nýlega keyptu eigendur Pitstop, sem verið hafa umsvifamiklir í dekkja- þjónustu, starfsemi Sólningar og má gera ráð fyrir að starfsemi þessara fyrirtækja verði samþættuð með ein- hverju móti í næstu framtíð. Dekk út um allt land „Við erum stórir í dekkjainnflutningi og seljum út um allt land, vestur á firði, vítt og breitt um Norðurland og austur á land,“ segir Jón Ágúst. „Úti á landi er sjálfsagt full þörf á því að nota negld dekk, enda er oft yfir fjall- vegi að fara og snjóþungi er einfald- lega miklu meiri en hér í bænum. Munurinn er mikill. Og dekkjaverk- stæði úti á landi eru við öllu búin; fyrstu sendingarnar frá okkur til þeirra fóru strax um miðjan sept- ember.“ Á hverju sviði gildir sérstakt tungutak. Almenningi er gjarnt að tala um heilsársdekk, sem Jón Ágúst telur þó tæpast til. Nær lagi sé að tala um óneglanleg vetrardekk. Á Ís- landi hefur þó skapast hefð fyrir því að kalla óneglanleg vetrardekk heils- ársdekk. „Sólning leggur áherslu á að flytja inn og selja vönduð dekk sem upp- fylla þarfir íslenskrar aðstæðna. Við höfum ekki farið í innflutning á ódýr- um dekkjum frá Kína þar sem eig- inleikar þeirra henta mjög illa í ís- lenskum aðstæðum með tilliti til rásfestu og bremsuvegalengdar. Þessi dekk eru framleidd með lágu innhaldi af náttúrulegu gúmmíi og bregðast því illa við hitabreytingu og eiga það til að harðna í frosti sem eykur bremsuvegalengd og dregur úr akstursöryggi,“ segir Jón Ágúst og heldur áfram: Sérhönnuð fyrir norðurslóðir „Á dekkjum af þessum merkjum eru ökumenn færir í flestan sjó. Mér er raunar nær að halda að hér á Reykja- víkursvæðinu þurfi aðeins negld vetrardekk fólk sem fer mikið út á land eða þarf t.d. vinnu sinnar vegna að fara um áður en götur eru ruddar og saltbornar,“ segir Jón Ágúst. Nefnir hann þar sérstaklega að dekk frá Continental þyki sér- staklega góð við íslenskar aðstæður. Frá framleiðandanum koma tvær gerðir vetrardekkja; annars vegar dekk sérhönnuð fyrir akstur á meg- inlandi Evrópu og hins vegar fyrir akstur á norræna markaðnum. Cont- inental hefur fengið afburðadóma blaðamanna Aftonbladet í Svíþjóð. Það er könnun sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda vitnar gjarnan til þegar dómur er lagður á hvað dekk henta best fyrir íslenskar aðstæður og til að mynda er Continental eini framleiðandinn sem fékk fimm stjörnur í prófunum FÍB veturinn 2011 til 2012. sbs@mbl.is Gott grip þegar á þarf að halda Umfangsmikil starfsemi Sólningar. Verkstæðin víða og innflutningur fer vaxandi. Nagladekkin út á land. Gott gúmmí fyrir íslenskar aðstæður. Selja vönduð dekk sem uppfylla þarfir íslenskrar aðstæðna. Við höfum ekki farið í innflutning á ódýr- um dekkjum frá Kína þar sem eiginleikar þeirra henta mjög illa í íslenskum aðstæðum með tilliti til rásfestu og bremsu- vegalengdar. Morgunblaðið/RAX Sólningarmenn Jón Ágúst Stefánsson sölustjóri, Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri og nýi eigandinn, Færeyingurinn Gunnar Justinussen er lengst til hægri. Ýmsar breytingar eru framundan í starfseminni í samræmi við breyttan markað. Stilling Standa þarf vel að verki þegar dekk eru sett undir bíl. Röskur Strákar á dekkjaverkstæðum þurfa að vera snarir í snúningum og víkingar til vinnu því allir vilja vetrardekk í fyrstu snjóum hausts. Færeyingurinn Gunnar Just- inussen keypti Sólningu ehf. af Hömlum, dótturfélagi Landsbank- ans í mars sl. Fyrir átti Gunnar Pit- stop en undir þess merkjum eru rekin fjögur verkstæði. Einnig rek- ur Gunnar Dekksentrið í Fær- eyjum og þekkir dekkjamarkaðinn því mjög vel. Gunnar var, að sögn, lengi búinn að hafa auga á Sóln- ingu þar sem félagið er leiðandi á sínum markaði. Með sameiningu við Pitstop verður til öflugasta dekkjafyrirtæki landsins. Alhliða þjónusta Sólning á langa sögu að baki. Fé- lagið var stofnað á fimmta ára- tugnum og hefur starfsemin hing- að til einskorðast við hjólbarðaþjónustu. Sólning rekur í dag verkstæði á Smiðjuvegi í Kóp- vogi, Fitjabraut Njarðvík og Gagn- heiði á Selfossi auk Barðans við Skútuvog í Reykjavík. Við sameininguna Pitstop verð- ur til fyrirtæki þar sem fólk getur komið með bílinn í viðgerð, smurningu, hjólastillingu eða dekkjaskipti. Gunnar S. Gunnarsson endur- skoðandi, sem á dögunum var ráðinn framkvæmdastjóri Sóln- ingar, segir að nauðsynlegt sé að breyta hinum hefðbundnu dekkja- verkstæðum í alhliða þjón- ustustöðvar til að mæta aukinni samkeppni á markaðnum. Und- irbúningur þessa er hafinn og mun félagið m.a. opna smurverk- stæði í Sólningu við Smiðjuveg og í Barðanum í október nú í mán- uðinum. Þekkir framleiðendur Helstu vörumerki Sólningar eru: Continental, Hankook, Mast- ercraft, Nankang og Kingstar. Sólning hefur alltaf lagt mikinn metnað í að flytja inn dekk sem uppfylla ströngustu gæðastaðla. Framkvæmdastjórinn Gunnar Sigurður Gunnarsson starfaði áð- ur í fyrirtækjaráðgjöf Deloitte. „Sólning er sennilega þekktasta dekkjafyrirtæki landsins og mögu- leikar þess mjög miklir; vegna sterks vöruframboðs auk þess sem í bakvarðasveit okkar er mik- ill fjöldi traustra viðskiptavina.“ sbs@mbl.is Þekktir fram- leiðendur og möguleikarnir eru mikilir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.