Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21 Nám í Ökuskóla 3 getur bjargað mannslífum Ökuskóli 3 í boði alla daga Mikilvægur fyrir öruggan akstur www.okuskoli3.is sími 445-3000 Á tján tóku þátt í Íslandsmeistarakeppn- inni í Ökuleikni sem haldin var á dög- unum. Keppt var í karla- og kvenna- flokkum og varð niðurstaðan sú að Íslandsmeistarar eru Ævar Sigmar Hjartarson í karlariðli og Ragna Óskarsdóttir í kvennariðli. Lítið bar þó á milli efstu manna í riðlum og var Ævar, sem ók samtals á 379 sek- úndum aðeins níu sekúndum á undan næsta manni, Sighvati Jónssyni, sem ók á 388 sek- úndum. Í kvennariðli var munurinn enn minni en Ragna ók á 742 sekúndum, aðeins þremur sekúndum á undan Íslandsmeistaranum frá 2011, Guðnýju Guðmundsdóttur sem ók á 745 sekúndum. Í hópi keppenda í dag voru nokkrir fyrrverandi Íslandsmeistarar og var keppnin því nokkuð spennandi. Vekja til umhugsunar Keppnin er haldin af Brautinni – bindindisfélagi ökumanna en samstarfsaðili er Ökukenn- arafélag Íslands sem lánaði aðstöðu til keppn- ishaldsins á kennslusvæði sínu á Kirkjusandi. Þá lánaði Hekla VW Golf bifreiðar til keppni, N1 gaf sigurvegurum eldsneytisinneign, Sjóvá gaf verðlaun og svo mætti áfram telja. „Tilgangur Ökuleikni er að vekja ökumenn til umhugsunar um hve mikilvægt er að vanda sig við akstur og að vandvirkni skiptir meira máli en hraði,“ segir í fréttatilkynningu frá Brautinni. Ævar og Ragna sigruðu Átján í ökuleikni. Öruggir sig- urvegarar. Litlu munaði á keppendum. Vandvirkni um- fram hraða. Leikni Nákvæmnin ræður í keppninni og ekkert má bregðast. Vissulega er kúnst að keyra niður kókflösku með jafn snyrtilegri aðferð og hér sést. Ökumenn Þátttakan var með ágætum en í tímans rás hefur keppnin Ökuleikni notið vinsælda, enda alltaf gaman að spreyta sig á erfiðum viðfangsefnum. Beygt Ökumenn þurftu að fara fetið og smjúga milli allskonar hindrana sem komið hafði verið fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.