Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ | 39 Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Öll ljós í búð – þrjú verð Ljósaútsala í eldri bíla 8.-12. október Stefnuljós 500 Afturljós 1000 Framljós 1500Í slendingurinn Emil Björnsson og bíllinn hans sem er 1998 árgerð af gerðinni Jeep Grand Chero- kee fengu góða umfjöllun í banda- ríska jeppablaðinu 4Wheel & Off- Road fyrir skemmstu. Í blaðinu var bíl Emils lýst sem „einum getu- mesta Grand Cherokee á jörðinni“ en það er jú það sem hann þurfti til þess að geta prófað búnaðinn sem hann er að selja hjá Master Pull. Bíll Emils er útbúinn 5,9 lítra V8-vél en einungis 1% þeirra 1,4 milljóna Grand Cherokee-jeppa sem voru framleiddir voru útbúnir þessari stóru vél. Kaðlar og dráttarbúnaður Emil Björnsson býr í Bandaríkj- unum og er eigandi fyrirtækisins Master Pull sem sérhæfir sig í sölu á köðlum og öðrum dráttarbúnaði í hernað, til iðnaðar og þeirra sem hafa gaman af því að keyra út af malbikinu. Árið 2002 fékk Master Pull beiðni frá bandaríska hernum um að setja saman fullkomið sett af búnaði fyrir hin ýmsu hertæki og trukka. Hönnuðir Master Pull fóru að vinna í því og völdu nokkra aðila sem framleiða hágæðabúnað til þess að mæta kröfum hersins. Hampiðjan í heiðurssæti Eitt af þessum fyrirtækjum var Hampiðjan á Íslandi, sem var valin sakir þess hve mikla þekkingu og reynslu starfsmenn fyrirtækisins hafa í kaðlagerð, að sögn Emils. Hampiðjan hefur framleitt kaðla og fiskinet sem þola íslensk nátt- úruöfl frá árinu 1934. Það ætti því ekki að koma Íslendingum á óvart að öflugasti her heims geti nýtt sér búnaðinn. Til þessa hafa Master Pull og Hampiðjan selt bandaríska og kanadíska hernum ýmsar gerðir kaðla. Á næstunni mun markaðs- svæðið teygjast yfir til Evrópu. jonas@giraffi.net Þjarkur Á þessum jeppa eru Emil Björnssyni, eins og þessi mynd sýnir vel, flestir vegir færir, enda hefur bíllinn víða vakið athygli fyrir afl og akstursgetu. Einn sá öflugasti á jörðinni Ofurbíllinn Jeep Grand Cherokee. Íslendingur í bandarísku bílablaði. Selur hernum íslenska kaðla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.