Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 17
Æ tla mætti að ekki væri allt með felldu þegar forsvarsmenn stórra bílsmiða leiða hjá sér tækifæri til að slá sig til riddara og gorta upp á framtíðina. Einmitt það gerðu yfirmenn Ford í Evrópu og Opel, dótturfélags Gene- ral Motors, á bílasýningunni í París. Á fjölmiðladögunum fyrir opnun sýningarinnar fyrir almenning grípa forstjórar bílafyrirtækja tækifærið sem býðst til að baða sig í kastljósi sjónvarpsstöðva og annarra fjöl- miðla sem mættir eru svo í hundr- uðum er talið. Einn bíll á básnum En vegna þverrandi sölu í Evrópu og stöðugt versnandi horfa ákváðu Ford og Opel að halda sig til hlés. Til að mynda var aðeins einn bíl að finna á bás GM, hinn smáa Adam. Honum er ætlað að laga eitthvað stöðu Opel/ Vauxhall en allt stefnir í að þau fyr- irtæki GM muni sitja uppi með millj- arðs dollara rekstrartap í ár. Frum- sýning hins netta borgarbíls fór næstum fram í kyrrþey. Adam er stefnt gegn bílum á borð við Fiat 500 og BMW Mini og er ætlað að höggva skörð í raðir þeirra, enda veitir ekki af til að bæta afkomuna. Mondeo í brennipunkti Allt stefnir einnig í að rekstrartap Ford Europe verði rúmur milljarður dollara í ár. Aflýsti fyrirtækið ráð- gerðum blaðamannafundi á Par- ísarsýningunni og ákvað að láta kynningarathöfn í Amsterdam hálf- um mánuði áður duga. Á bás Ford í París var hinn nýi Ford Mondeo í brennipunkti, en þar er um að ræða Evrópuútgáfu af hinum nýja Fusion sem seldur verður á heimamarkaði í Bandaríkjunum. September sl. var Ford óhagstæð- ur,bæði heima fyrir og á alþjóðavísu. Til dæmis nam samdráttur í sölu 32% í Frakklandi og 40% á Spáni. Aðeins 1,5% aukning varð á sölu GM á heimamarkaði í september og 0,1% aukning hjá Ford, hvort tveggja vegna aukinnar samkeppni frá út- lendum bílsmiðum og mikils sam- dráttar í sölu pallbíla sem jafnan eru gullnáma beggja fyrirtækjanna. agas@mbl.is Forstjórarnir héldu sig til hlés AFP Dularfullt Leyndardómsfulli hugmyndabíllinn frá Citroen, Numero 9, kynntur til leiks á fjölmiðladögum bílasýningarinnar í París. Vakti bíllinn mikla athygli, ekki síður en glæsidísin sem við bílinn stóð í sínum bláa kjól með bjartan og fallegan svip. Lítill Með hinum nýja Opel Adam ætlar framleiðandinn sér í samkeppni við Fiat 500 og Mini. Eftir miklu er að slægjast á smá- bílamarkaðinum, sem fer sístækkandi og tæplega er ofsagt að sú sylla sé einskonar aldingarður bílaviðskipta á veraldarvísu. Bílakóngarnir slógu sig ekki til riddara. Yfirmenn Ford og Opel í felum. Adam sýndur í kyrrþey. Aðeins 1,5% aukning varð á sölu GM á heimamarkaði í september og 0,1% aukn- ing hjá Ford, hvort tveggja vegna aukinnar samkeppni frá útlendum bílsmiðum og mikils samdráttar í sölu pallbíla MORGUNBLAÐIÐ | 17 Veturinn kemur fyrr en þig grunar, vetrar- og heilsársdekkin eru komin í hús OPIÐ: Virka daga 8-18 og laugardaga 10-14 Skútuvogi 8, 104 Reykjavík / Smiðjuvegi 28, 200 Kópavogi Sími 567 6700 / vakahf@vakahf.is / www.vakahf.is VAXTALAUSAR LÉTTGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.