Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ | 25 E N N E M M / S ÍA / N M 54 51 2 Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki Áfram bjóðum við græn bílalán án lántökugjalda. Við bjóðum einnig 50% afslátt af lántökugjöldum á bílalánum og bílasamningum í október. Reiknaðu með okkur á ergo.is. Afsláttur af lántökugjöldum Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is M eð þessu litla tæki er bíll- inn heitur og notalegur þegar þú ferð af stað út í umferðina. Í flestum til- fellum er nóg að hafa hitarann í gangi í hálftíma áður en haldið er af stað og þá ertu í góðum málum,“ segir framkvæmdastjóri Páll Leifs- son, framkvæmdastjóri Bílasmiðsins við Bíldshöfða í Reykjavík. Bílasmiðurinn hefur sett á mark- að Webasto-bílahitara sem valdir hafa verið hinir bestu undanfarin ár af lesendum virtra erlendra bíla- blaða. Tækin hafa fengið fjölda við- urkenninga fyrir gæði, áreiðanleika og skilvirkni svo eitthvað sé nefnt. Helstu bílaumboð hér á landi bjóða Webasto-hitara sem keyptir eru hjá Bílasmiðnum. Ísetning tækisins er dagsverk en panta þarf tíma með nokkurra daga fyrirvara. Ending ætti að aukast Hitararnir góðu verma bílinn að inn- an og vélina um leið. Tækið er sjálf- stætt og þarf ekki straum úr 230 volta tengli. „Óháð vél bílsins tekur tækið, sem fyrr segir, kælivatn vélarinnar og dælir að miðstöð bílsins,“ segir Páll „Og þegar vatnið er komið í um fimmtíu gráður setur hún miðstöðv- arblásara bílsins í gang og hitar þannig bílinn upp að innan, um leið hitnar vél bílsins. Niðurstaðan er þægilegur hiti inni í bílnum, hrím- lausar og móðufríar rúður. Auk þess sem ending vélarinnar ætti að aukast, eldsneytiseyðslan að minnka og mengun að minnka.“ Forvörn gegn slysum Páll getur þess að bílahitarann megi setja í gang með forstilltri klukku, fjarstýringu eða skilaboðum í síma. „Forhituð bílvélin slitnar ekki eins og þegar köld vél er ræst. Menn telja að um 80% af sliti í vél sé vegna kaldræsingar. Með forhitun þarf bíllinn minna eldsneyti og framleiðir ríflega 60% minna af skaðlegum loft- tegundum. Hrím á rúðum og móða að innan eru ekki bara hvimleiðir fylgifiskar haust- og vetrarmánaða heldur líka hættulegir. Flest um- ferðarslys verða á fyrstu mínútum ferðar. Orsökin er gjarnan slæmt skyggni og hæg viðbrögð. Með for- hituðum bíl ætti hins vegar að vera, svo langt sem það nær, hægt að tryggja útsýni úr bílnum sem skerp- ir á viðbragðsflýti ökumannsins. Þetta finnst mér góður kostur,“ seg- ir Páll Leifsson að síðustu. sbs@mbl.is Ylur í bílinn með einföldu tæki Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heitur Páll Leifsson með bílahitarann sem má setja í gang með til dæmis for- stilltri klukku, fjarstýringu eða jafnvel skilaboðum í síma. Bílahitarar bæta lífsgæði. Þægilegur hiti og hrímlausar rúður. Eyðsla og mengun minnka. Skyggnið er meira og slysahættan minni. Breikkun þjóðvega er næsta mál á dagskrá. Svo má ætla að verði ef fylgt verður niðurstöðum könnunar sem gerð var fyrir Vegagerðina. Um helmingur vill breiðari vegi og 30% vilja auka við bundið slitlag. Svipaður fjöldi og áður telur þjóð- vegi á Íslandi góða eða 43%. Nokkuð fleiri en undanfarið telja kantstikur fullnægjandi eða 54%. Ríflega þriðj- ungur er hlutlaus í málinu. Sömu sögu er að segja um yfirborðsmerk- ingar, heldur fleiri en hitt telja þær fullnægjandi eða 45%. Vegagerðin hefur lagt sig eftir að bæta merkingar við framkvæmdir, að því er fram kemur í Fram- kvæmdafréttum. Segir að því séu vonbrigði að þeim fækki sem telja merkingar fullnægjandi en þeim hafði fjölgað frá 2010. Þá var átaks- verkefni í merkingum hleypt af stokkunum. Nú segja 57% merking- ar í lagi en í síðustu könnun um 65%. Flestir vilja breiðari vegi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Framkvæmt Víða um landsins breiðu byggðir er unnið að vegagerð. Nýskráningar bíla í Þýskalandi féllu í september, eða um 10,4% miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem sala dregst saman en það þykir til marks um að skuldakreppan á evrusvæðinu sé að bitna á kaupgetu Þjóðverja. Alls 250.082 nýir bílar voru skráðir í september. Hafa þá um 2,4 milljónir bíla verið nýskráðar á árinu, 43.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Dýrari sport- og lúxusbílar seld- ust hlutfallslega betur en minni bílar fyrstu níu mánuðina. Til september- loka jókst t.a.m. sala á Porsche um 13,6% og sala á Audi um 8,4%. Til samanburðar dróst sala Opel saman um 13,2% miðað við sama tímabil í fyrra og nýskráningar Ford voru 8,8% færri en í fyrra. Hlutfallslega var ástandið skárra í Þýskalandi en öðrum bílafram- leiðsluríkjum Evrópu. Í nýliðnum september dróst bílasala saman um 18% í Frakklandi, um 37% á Spáni og 25,7% á Ítalíu. Skýringin á hruni á Spáni er sögð skattahækkanir. Fyrstu níu mánuðina er samdrátt- urinn 14% í Frakklandi, 20,5% á Ítalíu og 11% á Spáni. Peugeot naut góðrar viðtöku hins nýja 208-bíls sem hefur rokselst. Því drógust nýskráningar aðeins saman um 1% í september miðað við sama mánuð í fyrra. agas@mbl.is Varanleg niðursveifla í Þýskalandi Skuldakreppan bítur. Dýrari sport- og lúx- usbílar seljast hlutfalls- lega betur en minni bílar Gæðabílar Audi A8 skáka minni og ódýrari bílum á Þýskalandsmarkði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.