Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is Hemlahlutir Ítalir brutu áratuga hefð í fyrra og keyptu þá fleiri reiðhjól en bíla. Seld voru 1,75 milljón reiðhjóla á Ítalíu árið 2011 eða tveimur þúsundum fleiri en sem nam bílasölu ársins, að sögn blaðsins La Repubblica. Umskipti þessi eru afleiðing krepp- unnar og hækkandi eldsneytisverðs, að sögn blaðsins, ásamt því að það er að komast aftur í tísku að fara ferða sinna og reka erindi sín á reiðhjóli. Bílasala á Ítalíu hefur hrunið og nem- ur nú svipuðum eintakafjölda og til dæmis 1964, fyrir tæplega hálfri öld síðan. Hjólahefðin er rík Þó rík hjólahefð sé á Ítalíu drottna bílar og skellinöðrur í miðju borga og bæja. Í vikunni hvatti Giorgio Napolit- ano forseti til þess að Ítalir tækju sig á og drægju önnur Evrópuríki uppi í að búa götur sínar og vegi betur und- ir umferð reiðhjóla svo þau yrðu hjólavænni. agas@mbl.is Ítalía Aftur í tísku meðal Ítala að fara á reiðhjóli og sú er raunar þróunin víða. Ítalir kaupa reiðhjól í stað bíla Óvenjulegur faraldur hefur gosið upp í dreifbýli í Staffordskíri á Englandi og varar lögreglan við því að hann, sem aðrar pestir, geti breiðst út til annarra svæða. Sótt þessi lýsir sér í því að þrjá daga í röð lögðust menn undir bíla í Staffordskíri og los- uðu pústgreinar og höfðu með sér á brott. Fyrst og fremst eru það hvarfakútar sem þjófarnir eru á eftir því í sumum tilvikum höfðu þeir sagað þá út úr púst- greininni. Eitt fórnarlambanna lýsir því í blaðinu Post & Times hvernig óprúttnir náungar hafi læðst heim að húsi hennar og undir Ford Ranger pallbíl hennar og sagað hvarfakútinn lausan. Ný pústgrein kostar hana 2.200 pund – rúmar 400 þúsund krón- ur – en gangverð á hvarfakút hjá seljendum notaðra varahluta mun vera 300-400 pund. agas@mbl.is Stela púst- greinum að næturþeli Þ róun bíls sem nær yfir þús- und mílna hraða, yfir 1600 km/klst, færðist nær veru- leikanum eftir árangurs- ríkar tilraunir með eldflaugina sem knýja mun hann áfram. Bíllinn ber hið óvenjulega heiti Blóðrakkinn. Eldflaug á hjólum Bíllinn líkist meira eldflaug á hjól- um en nokkuð annað. Hann er fjögurra metra langur, 45 senti- metrar á breidd og vegur 450 kíló. Stærra farartæki af þessu tagi hef- ur ekki verið smíðað í Evrópu áð- ur. Í tilrauninni með flaugarmót- orinn mældist knýrinn 14.000 punda eða sem samsvarar 30-40 þúsundum hestafla. Hávaðinn í út- blásturstúðunni mældist 185 desi- bel sem er margfaldur hávaði Bo- eing 747 þotu í flugtaki. Rýfur hljóðmúrinn Verkfræðingar Blóðrakkaverkefn- isins liggja nú yfir mæligögnum úr tilrauninni til að halda áfram þró- un farartækisins. Miðað er við að aksturstilraunir verði hafnar á Hakskeen eyðimerkursléttunni í Suður-Afríku á næsta ári. Þar er verið að leggja 500 metra breiða og 20 kílómetra langa braut en við verkið hefur þurft að hreinsa úr henni 6.000 tonn af grjóti. Mesti hraði sem náðst hefur á landi er 1228 km/klst, en það tókst breskum flughersforingja árið 1997. Í tilrauninni rauf hann hljóð- múrinn og það mun Blóðrakkinn gera líka því hann er hannaður til að ná hljóðhraða og 40% betur. agas@mbl.is Blóðrakkinn sýnir tennurnar Bíllinn líkist meira eld- flaug á hjólum en nokkru öðru. Nær 1.600 km hraða. Tilraunir halda áfram. Geimferja Þannig sér listamaður Blóðrakkann fyrir sér á ferð. Óhætt er að segja þetta er alveg ótrúlegt farartæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.