Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 ö frandi gjafir rá Provence Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’Occitane en Provence - Ísland tö frandi gjafir FRá PROVENCE VERBENA Ilmpoki 35 g - 990 kr. • Sturtusápa 250 ml - 2.230 kr. • Sápa 100 g - 660 kr. • Húðmjólk 250 ml - 3.630 kr. Verð áður:7.51 0 k r. 5.990kr. GJAFAKASSI BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við seljum raforku eingöngu til heildsala og stórnotenda en ekki til almennings. Þetta hefur engin áhrif á sölu okkar til heildsölunnar, þar með talið til Orkusölunnar, Orku- veitu Reykjavíkur og HS Orku. Varðandi stóriðjuna þá erum við með fasta samninga við hana. Hækk- unin lendir því á Landsvirkjun,“ seg- ir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um áhrif verð- hækkana Landsnets á reksturinn. Hækkunin nemur 9% til dreifi- veita, eða almennings, og 20% til stórnotenda. Er tillaga Landsnets til Orkustofnunar sú að hækkunin taki að fullu gildi 1. janúar næstkomandi. Hörður segir Landsvirkjun hafa mótmælt hækkuninni. „Þetta skekkir tekjuskiptingu Landsvirkjunar og Landsnets. Við höfum sent inn okkar athugasemdir, bæði fyrir hækkunina og eftir að hún var tilkynnt. Við höfum mótmælt henni og munum gera það áfram.“ Eignahliðin fær meiri tekjur Spurður út í tekjuskiptinguna vís- ar Hörður í eldri samninga við stór- iðjufyrirtækin. Þar hafi ákveðinn hluti verið eyrnamerktur raf- orkuflutningi og annar hluti raf- orkuframleiðslu. Með hækkuninni fái eignir sem tilheyri flutningshlið- inni mun meiri tekjur en eignir sem taki þátt í raforkuframleiðslunni. „Það verður því þónokkur munur á tekjuskiptingunni. Á henni var nokkur munur áður en nú eykst hann enn frekar. Stór hluti af tekj- unum verður látinn fylgja flutnings- hlutanum í stað þess að halda í svip- aða skiptingu milli flutnings og framleiðslu, líkt og við töldum eðli- legt,“ segir Hörður. Spurður hvaða áhrif þetta hafi á arðsemi Landsvirkjunar segir Hörð- ur það flækja málið að Landsnet sé hluti af samstæðu Landsvirkjunar; eignarhluturinn er 64,73%. „Hækkunin hefur því ekki mikil áhrif á samstæðuna en þetta hefur áhrif á áform um að skilja algerlega á milli fyrirtækjanna. Það verður erfiðara með þessu móti. Það kemur m.a. til af lánasamningum.“ Sýna álverunum lítinn áhuga Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samáls, Samtaka ál- framleiðenda, segir stjórnvöld ekki sýna álfyrirtækjunum velvilja. „Öll álfyrirtækin hér á landi hafa lýst yfir áhuga á stækkunum. Straumsvík hóf í sumar framleiðslu á verðmætari afurðum og undirbýr 20% framleiðsluaukningu, og við- ræður standa yfir um framhald framkvæmda í Helguvík. Þá hefur Alcoa viðrað ýmsar hugmyndir um stækkun Fjarðaáls, auk álvers á Bakka sem hætt var við þar sem ljóst var að ekki fengist nægt magn raforku á samkeppnishæfu verði. Það virðist hins vegar vera and- staða við frekari uppbyggingu í ál- iðnaði. Þetta má m.a. sjá í ýmissi stefnumótun stjórnvalda, svo sem Orkustefnu og Stefnu um erlenda fjárfestingu, þar sem skilaboðin hafa verið að lítt eftirsóknarvert væri að byggja frekar upp í áliðnaði.“ Skattahækkanir hjálpa ekki Þorsteinn heldur áfram. „Þá er ljóst að stjórnvöld eru ekki að stuðla að uppbyggingu á þessu sviði með áformum um framlengingu raf- orkuskatts, þvert á þá samninga sem gerðir voru við fyrirtækin í orku- frekum iðnaði fyrir þremur árum. Það er grafalvarlegt þegar ekki er hægt að treysta samningum við stjórnvöld. Slíkt grefur verulega undan trúverðugleika stjórnvalda hvað varðar erlenda fjárfestingu hér á landi. Þá bætir ekki úr skák að Landsnet hefur boðað 20% gjald- skrárhækkun á flutningi raforku til stórnotenda frá næstu áramótum, á sama tíma og flutningskostnaður fyrirtækisins hefur lækkað að raun- gildi um 60% á megavattstund frá því fyrirtækið hóf starfsemi sína. Fyrirtækið vísar þar til nýrrar reglugerðar atvinnuvega- ráðuneytisins. Það er hins vegar ljóst að rekstrarkostnaður fyrirtæk- isins réttlætir ekki þessa hækkun og raunar hefði verið full innstæða fyrir lækkun gjaldskrár. Að okkar mati er hér um óheimila skattheimtu af hálfu stjórnvalda á orkufrekan iðnað að ræða. Við höfum ítrekað bent á það í samtölum við stjórnvöld en ekki haft erindi sem erfiði. Við höf- um því neyðst til að kæra þessa niðurstöðu til úrskurðarnefndar um raforkumál,“ segir Þorsteinn. Spurður út í hækkun Landsnets segir Þorsteinn að þar sem flutn- ingskostnaður sé innfalinn í flestum núgildandi raforkusamningum lendi kostnaðarhækkunin að stærstum hluta á orkufyrirtækjunum. Annað gildi um ógerða samninga. Hækkun raforkuflutnings langt umfram kostnað sé ekki til þess fallin að auð- velda gerð nýrra orkusölusamninga. Torveldar aðskilnað við Landsnet Morgunblaðið/Brynjar Gauti Möstur Landsnet hyggst hækka verð á raforkuflutningum um áramót. Landsvirkjun mótmælir hækkuninni.  Forstjóri Landsvirkjunar segir hækkanir Landsnets flækja tekjuskiptingu á milli fyrirtækjanna  Samtök álframleiðenda telja hækkun Landsnets „óheimila skattheimtu“  Dragi úr arðsemi Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar kemur fram að nefndin geri breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem nemur 7,7 milljörðum til hækkunar gjalda. Jafn- framt að gert sé ráð fyrir 1,3 milljarða halla á A-hluta ríkissjóðs en áður var gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla. Verkefnin sem þyngst vega eru vegna fjárfestingar- áætlunar ríkisstjórnarinnar. Gjaldheimildir hennar vegna hækka um 5,6 milljarða. Í nefndarálitinu segir einnig að lagt sé til að veita 500 milljóna stofnframlag til stofnunar græns fjárfest- ingasjóðs. Meðal verkefna í fjárfestingaáætlun eru einn milljarður vegna fangelsisbyggingar á Hólmsheiði, 800 milljónir vegna byggingar Húss íslenskra fræða, 500 milljónir vegna Náttúruminjasafns, 463 milljónir vegna Vestmannaeyjaferju og 500 milljóna framlag til Fram- kvæmdasjóðs ferðamannastaða til að standa undir mark- miðum sem sjóðnum er gert að vinna að. Landspítali fær meira til tækjakaupa Aðrar hækkanir á gjaldahlið eru af ýmsum toga og segir í nefndarálitinu að sérstakar ákvarðanir um út- gjöld vegi þar þyngst, samtals 2,2 milljarðar. Þar ber hæst að framlag vegna tækjakaupa á Landspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hækkar um 600 milljónir og verður samtals rúmlega milljarður. Þá er gerð tillaga um 325 milljóna hækkun á framlagi til stuðn- ings rekstri framhaldsskólanna. Þá segir í nefndarálitinu að breyttar forsendur kalli á 2,2 milljarða hækkanir. Þar af er einn milljarður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga og 785 milljónir til sjúkratrygginga vegna S-merktra lyfja. Fjármálaráðuneyti hefur endurmetið tekjur næsta árs og byggjast tillögur til hækkunar tekna alfarið á því mati. Arðgreiðslur úr ríkisfyrirtækjum og bönkum eru áætlaðar 13,5 milljörðum hærri en upphaflega var gert ráð fyrir. Munar þar mest um áætlaðan arð frá Lands- banka Íslands. Skattar á tekjur og hagnað hækka um 4,8 milljarða skv. áætlunum. Hinsvegar verða vaxtatekjur 4,1 millj- arði króna lægri. Þá eru tekjur vegna innheimtu trygg- ingargjalda nú áætlaðar 1,5 milljörðum lægri en áður var ráðgert. Leggja til 7,7 milljarða hækkun á útgjöldum  Tekjur aukast á móti og halli verður 1,3 milljarðar Morgunblaðið/Ómar Heilbrigði Tillögurnar ganga m.a. út á að auka framlög vegna tækjakaupa á spítölum um 600 milljónir króna. „Landsnet virðist rökstyðja hækk- unina með því að eiginfjár- hlutfallið sé lágt og að félagið þurfi meiri tekjur til að standa undir rekstri. Okkur finnst þetta hins vegar illa rökstutt. Við teljum að með þessu sé fyrirtækið að safna alltof miklum peningum og greiða skuldir sínar alltof hratt niður,“ segir Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku. „Orkufyrirtækin geta ekki velt hækkuninni út í verðlagið til stór- notenda enda er verðið bundið í samninga. Þetta eru einfaldlega auknar álögur á orkufyrirtækin. Eina leið orkufyrirtækj- anna til þess að ná hækk- uninni til baka er að hækka verð á seldri raforku, þ.e. verð á raforku á smásölu- markaði til annarra fyrir- tækja og heimila. Það eru allar lík- ur á að þetta dragi úr arðsemi orkufyrirtækjanna og þrýsti á verðhækkanir á almennri raforku.“ Fer út í raforkuverðið VIÐBRÖGÐ HS ORKU Ásgeir Margeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.