Morgunblaðið - 29.11.2012, Page 10

Morgunblaðið - 29.11.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við lítum ekki bara á þettasem barnabók heldursem listaverkabók sembæði fullorðnir og börn geta notið að lesa saman. Við vild- um hafa myndirnar öðruvísi en þær sem krakkar eru vanir að sjá í teiknimyndum. Við viljum með myndunum auka áhuga þeirra á listum og teikningu,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir en hún og sonur hennar Smári Rúnar Róbertsson sendu nýlega frá sér bókina Sagan af huldufólkinu á eldfjallaeyjunni. Sigrún sá um að semja söguna en Smári gerði teikningarnar. „Þegar Smári var barn hafði hann ekkert sérlega gaman af ofurkrúttlegum barnabókum, þær höfðuðu ekki til hans. Myndirnar í bókinni bera þess merki, þær eru sumar dökk- ar og kynngimagnaðar,“ segir Sig- rún og bætir við að þau Smári hafi verið nýfarin af stað með vinnuna við bókina í fyrra þegar hann flutti til Amsterdam þar sem hann er nú á öðru ári í listnámi. „Við vorum í Skype-sambandi í tölv- unni eftir að hann fór út og skipt- umst á hugmyndum og unnum þetta þannig saman.“ Séð frá sjónarhorni huldufólksins Í lok bókar er varpað fram spurningunni um það hvort menn og huldufólk geti lifað í sátt og samlyndi. „Sagan er sögð út frá sjónarhorni huldufólksins og hvernig það sér mennina með gagnrýnum augum. Þessi saga er líka um það hvernig við mennirnir umgöngumst náttúruna en huldu- fólkið er í nánum tengslum við náttúruna, talar við fjöllin, býr í klettum og hólum og fleira í þeim dúr. Þessi bók gefur því börnum og fullorðnum tækifæri á að spjalla um þessi málefni og skoða út frá mörgum hliðum og örva þannig gagnrýna hugsun. Ég stilli þessu samt ekki þannig upp í bók- inni að huldufólkið hafi rétt fyrir sér og mennirnir rangt fyrir sér. Huldufólkið fer líka fram úr sér í reiðinni, það fer til dæmis út í fá- ránlegar aðgerðir sem virka ekki. Þegar við gerum eitthvað í reiði skilar það sjaldnast árangri. Það er ekki fyrr en huldufólkið setur sig í spor mannfólksins og finnur Ástir eldfjalla og huldufólk Þau mæðginin Sigrún Elsa og Smári sendu nýlega frá sér bók um samskipti huldufólks og manna. Sigrún skrifaði textann en Smári sá um að myndskreyta. Þetta er saga um umgengni við náttúruna og hvernig hægt er að takast á við það þegar ólíkir menningarheimar mætast. Fjölskylda Sigrún Elsa, Smári Rúnar,Ragnheiður Gígja og Guðrún Gígja. Yesmine Olsson hefur sent frá sér tvær framandi matreiðslubækur og matreitt freistandi rétti á sjónvarps- skjánum. Nú nýlega opnaði hún vef- inn yesmine.is þar sem áhugasamir geta nálgast uppskriftir og upplýs- ingar um matreiðslunámskeið. En það eru ekki eingöngu girnileg- ar uppskriftir og myndir sem vekja forvitni bragðlaukanna á heimasíð- unni heldur líka upplýsingar um dansarann Yesmine Olsson. Hún hef- ur kennt Bollywood-dans í World class síðastliðin tvö ár og er að finna margar skemmtilegar dansmyndir á vefnum. Það er spurning hvort aðdáendur geti beðið um nýjan matreiðsluþátt þar sem Yesmine kennir matgæð- ingum að dansa á sama tíma og þeir elda. Þá eru slegnar tvær flugur í einu höggi, hollur matur og hreyfing. Vefsíðan www.yesmine.is Morgunblaðið/Golli Uppskriftir Yesmine Olsson deilir uppskriftum á nýrri heimasíðu. Dansandi matgæðingur Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Engu skiptir hvaða tungumál fólk talar eða hvaðan það er þegar dans er annars vegar. Dansinn getur sam- einað kynslóðir og fólk af ólíku þjóð- erni og einmitt þetta er hugmyndin á bak við fjölmenningarlegan við- burð í Viðey laugardaginn næstkom- andi, 1. desember. Þar mun sýning- arflokkur frá Listdansskóla Hafnarfjarðar kynna þrjá ólíka dans- stíla; ballett, diskó og nútímadans. Að því loknu verður skemmtileg danssmiðja þar sem þátttakendur læra einfaldan dans tengdan gleði og friði. Ef veður leyfir verður deg- inum lokið með dansi við friðarsúlu Yoko Ono en dagskráin er sam- starfsverkefni Viðeyjar, Borg- arbókasafnsins, Listasafns Reykja- víkur, Listdansskóla Hafnarfjarðar og Kramhússins og unnin út frá frið- arsúlu Yoko Ono og orðunum HUGSA SÉR FRIÐ sem áletruð eru á 24 tungumálum á súluna sjálfa. Umsjón með danssmiðjunni hefur Eva Rós Guðmundsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Hafn- arfjarðar. Sjá nánar á www.videy.is. Endilega … Listform Eva Rós Guðmundsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Hfj. … sameinumst í friðardansi Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjóns- synir halda tónleika í Landnámssetr- inu mánudaginn 3. desember kl. 21. Tónleikarnir eru tvískiptir, fyrir hlé leikur og syngur brasilíski söngvar- inn og gítarleikarinn Ife Tolentino ásamt Óskari Guðjónssyni saxófón- leikara en eftir hlé flytur Ómar söng- lög af nýja diskinum sínum Út í Geim ásamt hljómsveit. Sveitina skipa auk Ómars, Andri Ólafsson á bassa, Hannes Helgason á hljómborð, Helgi Svavar Helgason á trommur og Óskar Guðjónsson á saxófón. Miðaverð er 2.000 krónur og er miðasala við innganginn. Tónelskir bræður og Tolentino í Landnámssetrinu Ómar og Óskar á tónleikum Bræður Ómar og Óskar Guðjónssynir Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is JÓLAHLAÐBORÐ Fyrir heimili og vinnustaði Makrílkæfa með ristuðum kókos, döðlum og greipaldin Grafin rauðspretta með piparrótarrjóma Reyktur lax á blinis Síldartvenna Hreindýrabollur með bláberjagljáa Reykt andabringa með rauðbeðu- og mandarínusalati Ostahleifur í hátíðarbúningi Hvít súkkulaði lime terta 4.500 kr. á mann miðað við 8 manns eða fleiri. Fylgifiskar veisluþjónusta 533-1300. Við erum byrjuð að taka pantanir fyrir jólahlaðborð. Jólahlaðborðin byrja síðustu vikuna í nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.