Morgunblaðið - 29.11.2012, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012
Jákvæð þróun hefur orðið í miðborg
Reykjavíkur frá árinu 2007 hvað
varðar glæpatíðni. Þannig hefur inn-
brotum á svæðinu fækkað um 41%,
ofbeldisbrotum um 18% og eigna-
spjöllum í miðborginni hefur einnig
fækkað um 18%. Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu segir þó enn hægt
að gera betur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur undanfarið staðið fyrir funda-
herferð með fulltrúum af öllum
svæðum umdæmisins og sl. þriðju-
dag var komið að því að ræða mál-
efni miðborgarinnar.
Miðborgin hefur þá sérstöðu að
þangað sækja þúsundir manna í
tengslum við skemmtanalífið um
helgar. Gestirnir eru ekki alltaf til
fyrirmyndar og hefur það áhrif á af-
brotatölfræðina, að því er lögreglan
bendir á.
Á fundinum var farið ítarlega yfir
þróun brota á miðborgarsvæðinu
undanfarin ár, auk þess sem birtar
voru niðurstöður úr netkönnun sem
gerð var á reynslu íbúa svæðisins af
lögreglu, öryggi og afbrotum.
Í niðurstöðum könnunarinnar
sést m.a. að 76% íbúa á miðborg-
arsvæðinu eru ánægð með störf lög-
reglunnar. Þrátt fyrir fækkun brota
á svæðinu telur lögregla að ýmislegt
megi betur fara. Á fundinum var
m.a. nefnt ónæði sem fylgir nætur-
lífinu.
Færri innbrot í miðborginni
Ofbeldisbrotum og eignaspjöllum í miðborginni hefur
fækkað um 18% frá 2007 samkvæmt nýju yfirliti lögreglunnar
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt 47 ára karlmann í fimm mán-
aða fangelsi fyrir að flytja inn 120
grömm af kókaíni til landsins.
Úr því hefði mátt framleiða 414
grömm miðað við hefðbundinn styrk-
leika.
Maðurinn kom hingað til lands frá
Kaupmannahöfn í nóvember á sein-
asta ári. Hann játaði brot sitt ský-
laust en kvaðst ekki hafa vitað hverr-
ar tegundar efnið var sem hann var
að flytja inn. Í dómnum segir að það
hafi ekki haft
áhrif við ákvörðun
refsingar.
Ekki þótti
ástæða til að skil-
orðsbinda refs-
inguna en gæslu-
varðhald frá 14. til
18. nóvember var
dregið frá.
Þá var manninum gert að greiða
rúmar 300 þúsund krónur í sakar-
kostnað.
Fimm mánuðir fyrir
innflutning kókaíns
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra hefur ákveðið að Ísland
verði meðflutningsríki ályktunar um
að Palestína fái stöðu áheyrnarríkis
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Haft er eftir ráðherranum í til-
kynningu að með því sé lögð áhersla
á þá stefnu sem mörkuð hafi verið af
ríkisstjórninni um að Ísland verði í
fararbroddi þeirra ríkja sem styðji
baráttu Palestínumanna fyrir sjálf-
stæði. Ákvörðunin sé rökrétt fram-
hald af viðurkenningu Alþingis á
fullveldi Palestínu fyrir tæpu ári.
„Við styðjum ályktunina af fullum
þunga en teljum jafnframt að Pal-
estína eigi að fá sæti við borðið sem
fullgilt aðildarríki að Sameinuðu
þjóðunum,“ segir Össur. Ályktunin
verður lögð fram til atkvæðagreiðslu
á allsherjarþingi SÞ í dag.
AFP
Abbas Leiðtogi palestínsku heima-
stjórnarinnar á allsherjarþinginu.
Styður
ályktun um
Palestínu
Fái stöðu áheyrn-
arríkis hjá SÞ
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í
gær 26 ára síbrotamann í eins mán-
aðar fangelsi fyrir að aka undir
áhrifum vímuefna og vera með
vímuefni í fórum sínum. Þetta var
átjándi dómur mannsins frá árinu
2004, þar af eru átta vegna vímu-
efna.
Af afbrotaferli mannsins má
nefna að hann hlaut tvo dóma hjá
sama dómstól 27. júní síðast liðinn,
annars vegar fyrir þjófnað og hins
vegar fyrir nytjastuld og að aka án
ökuréttinda.
Þá var hann dæmdur 10. júlí í tíu
mánaða fangelsi fyrir þjófnað og
gripdeild, auk umferðarlagabrota.
Verjandi mannsins fór fram á það
að hluti sakarkostnaðar félli á rík-
issjóð þar sem hann hefði verið í af-
plánun við þingfestingu málsins og
ekki verið færður fyrir dóminn af
hálfu ákæruvaldsins.
Dómurinn segir að ábyrgð á að
maðurinn kom ekki fyrir dóminn við
þingfestingu sé lögð á hann sjálfan,
en honum var birt fyrirkall þann 19.
október sl., og var honum því í lófa
lagið að óska eftir flutningi í dóminn
á þingfestingardegi.
Hefur fengið
17 dóma frá
árinu 2004